Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Side 12

Fálkinn - 07.12.1960, Side 12
ÉG sat við eldhúsgluggann og horfði út á götuna og hafði nýverið sagt \ið konuna að fólk væri skemmtilegt, þegar horft væri á það út um gler, og á morgnana gæti það orðið betra en blöð- in, einkum þegar styttist í helgina og þeir sem gengju snemma til vinnu væru misjafnlega timbraðir. Þess utan var stundum ýmislegt að gerast þarna í nágrenninu. Stórt sam- komuhús var ofar í götunni, sem leigt var undir hin og þessi mót og eitt af stærstu sjúkrahúsunum var í hverfinu fyrir utan Bláa bandið, sem var hæli fyrir drykkjusjúklinga. Þetta var skömmu eftir hádegi og sagðist konan mundi aka mér í hjóla- stólnum inn í stofuna aftur, ef ég héldi áfram að liggja svona úti í glugganum að mæna á fólkið. Hún hótaði þessu allt- af Þegar henni fannst ég gera of mikið af þessu. Kannski hafði hún rétt fyrir sér, af því þeim, sem horft er á út um glugga getur fundizt starið óviðkunn- anlegt. Og þeir sáu náttúrlega ekki, að fyrir innan glerið sat maður, sem var máttlaus upp að mitti. Ég hafði enga verki þessa stundina og sagði við konuna: — Þú gjörir svo vel og lætur stólinn vera. Hún var að ljúka við uppþvottinn og ég vissi ekki hvort hún hafði heyrt það sem ég sagði. Stundum virtist hún ákaf- lega heyrnarlaus og trillaði mér í stóln- um á þá staði í íbúðinni, sem henni sýndist. Hún var óviðkunnanlegust þeg- ar hún var að ryksjúga teppin. Þá skák- aði hún mér til eins og húsgagni og dæsti við eyrað á mér eins og ég væri heyrnarlaus og hefði ekki á tilfinning- unni að henni var ami að máttleysinu. Auðvitað var bölvað að vera svona, en hvað þýddi að tala um það; ekki hafði ég beðið um þetta og hún gat látið vera að aka mér eins og skynlausri skepnu út og inn um dyr, sem þrepskildirnir höfðu verið teknir úr végna hjólastóls- ins. Ég hætti að hugsa um þetta og leit af konunni við vaskinn og byrjaði aftur að horfa út. Bílunum hafði fækkað á götunni og einnig því fólki, sem varð að fara leiðar sinnar gangandi. Matartím- anum var augsýnilega lokið og varla á neitt að horfa lengur. Ég heyrði konan var að þrífa vaskinn eftir uppþvottinn og bjóst við hún kæmi á hverri stundu til að snara stólnum inn í stofuna. Það skipti kannski ekki miklu máli úr þessu. En þá sá ég þá koma ofan götuna og hallaði mér nær rúðunni til að sjá betur. Þeir voru tveir og ég þekkti þá báða að norðan. — Nei, sagði ég. Allt í einu var eins og konan hefði fengið málið aftur og ég heyrði hana koma yfir gólfið til mín og halla sér út að glugganum á bak við mig og segja: — Nei, hvað. — Sérðu þessa. — Þessa menn þarna. — Já. — Hvað um þá. — Ég þekki þá að norðan. — Ja, drottinn minn. — Hvað ætli þeir séu að gera. — Hver veit það. — Báðir saman. — Kannski þú ætlist til að ég hlaupi út og spyrji þá að því. Þeir gengu hægt eftir stéttinni og voru fjári borubrattir og horfðu í kringum sig og maður gat haldið þeir væru sendi- menn erlendra ríkja á þessum stað, nema annar þeirra var berhöfðaður og hinn með derhúfu og þeir gengu útskeifir með 'hnefana kreppta í buxnavösunum, og þótt þéir væru á stéttinni handan göt- unnar sá ég sömu tóbaksdekkjuna á mið- nesi þess berhöfðaða og í gamla daga. Hann hefði aldrei þurft að hafa fyrir því að snýta sér þess vegna. — Ekki geta þeir verið komnir hing- að til að súpa, sagði ég. Konan var enn að horfa á þá út um gluggann. Ég heyrði á því hvernig þaut í henni, að þetta voru ekki neinir kirkju- feður í hennar augum og ég lét mig það einu gilda. Hún mátti hafa sínar skoðan- ir á þeim, en þessa menn þekkti ég og þeir voru ekki minni biskupar en marg- ur annar. Ég hafði kynnzt þeim ber- höfðaða fyrr. Það var á þeim árum þeg- ar Bretavinnan var í algleymingi og þeir, sem höfðu haft einhverjar sálar- gáfur meðan stóð á kreppunni lögðust flatir í brennivín af hrifningu yfir pen- ingunum, sem menn gátu fengið ein- faldlega meO pví að skrá sig í vinnu- flokk, og skelfingu yfir hvað þessir pen- ingar komu seint. Ég vann með honum að því að leggja fótstykkin í braggana. Fyrst bjuggum við um steinana og síðan skrúfuðum við plankana fasta ofan á þá og á eftir komu aðrir menn og reistu járnbogana. Þannig fórum við á undan og lögðum grunninn að hverjum bragg- anum á fætur öðrum og hann var alltaf með tommustokkinn og hallamælinn og lét mig stússa við sig og fékk gervi- smiðakaup. Ég hafði níutíu krónur á viku, sem var kaup fullgildra verka- manna. Samt var ég ekki nema fjórtán ára. Bretarnir spurðu ekki um aldur eins lengi og þeir sem unnu hjá þeim gátu staðið á löppunum, og sumir þeirra sem báru byssur og höfðu verið sendir að heiman til að skjóta óvininn, voru ekki hærri í loftinu en ég. Þeir voru kátir yfir að hafa lent á íslandi, þar sem óvinurinn var ekki annað en nokkrir hálfgalnir bifvélavirkjar, efnagerðar- menn og loks þeir, sem höfðu orðið sér úti um betri útvarpstæki en almenning- ur hafði áhuga fyrir. Sumir reyndu að verzla við okkur og ég byrjaði lítillega að reykja Craven A til að vera ekki minni en aðrir í viðskiptum. Stundum gáfu þeir okkur súkkulaði, sem þeir stálu úr birgðaskemmunum, þegar þeir voru að stela því sem þeir seldu okkur. í fyrstu drukku þeir ölið sitt sjálfir af því þeir fengu lítið af því, en seinna fengu þeir birgðir og gátu farið að stela því og selja okkur, og af því fæstir höfðu drukkið öl, sem var sjö prósent, var tilkoma þess álíka fagnaðarrík og kenningin um endurlausnina. Sá ber- höfðaði hafði hresst sig á neftóbaki öll kreppuárin og nú bætti hann ölinu á sig. Honum þótti þetta mikil risna og hann var stundum að gefa mér öl, en það kom ekki að sök, af því ég var í snattinu. Aftur á móti var hann með hallamælinn og tommustokkinn og þegar mönnum fannst braggagrunnar okkar orðnir grun- samlega hallir vorum við settir til að drafa gryfjur fyrir rotþrærnar, sem fylgdu húsakynnum liðsforingjanna. Þeir braggar höfðu arin og það var venj- an að taka mið af skorsteininum og stíga síðan sex skref og byrja að grafa. Við vorum duglegir að grafa þótt við hefð- um ölið, og þótt kæmu öllausir dagar hafði hann vinur minn alltaf eitthvað á flösku til að drekka. Til að byrja með Ég setti á mig bindið og mjakaði mér í jakk ann, meðan hún fórtil dyra. Þeir voru ósköp fölir og alvarlegir... 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.