Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Side 17

Fálkinn - 07.12.1960, Side 17
fram. Þau fuku eins og neistar eftir fros- inni jörðinni, sem dunaði undir. Myrkr- ið sveipaðist um hann, hann sá varla niður fyrir fætur sér. Öðru hverju nam hann staðar til að kasta mæðinni. Hann hallaði sér í átt- ina til árinnar og hlustaði eftir niðnum unz hann heyrði hann. Svo hélt hann áfram, eins og hann væri öruggur um mátt sinn, ef hann bara villtist ekki. Hann reyndi fyrir sér með broddstafn- um og hjó honum fast niður, ef hann þurfti að fara yfir lagðan læk eða harð- an skafl. Oft varð hann að standa lengi kyrr til að hlusta eftir árniðnum. Hríðin var svo hávær. Og hann hélt áfram að berjast gegn storminum — fet fyrir fet — eins og hann byggist við því, að élið liði hjá. En það efldist aftur á móti. Það beit í klæði hans og ólmaðist stundum svo gegn honum, að hann ætlaði varla að geta þokast áfram. Honum fannst eins og hann væri að dragast með heilt hlass á eftir sér yfir fjallið. Það voru eins og reipi væru reyrð um brjóst hans, svo að hann gæti varla dregið andann. Þannig paufaðist hann áfram, klukkustund eftir klukkustund, — þar til hann loks varð að nema staðar, ör- magna af þreytu. — Hann hafði suðu fyrir eyrunum, svo að hann gat ekki lengur greint nið árinnar gegnum byl- inn. Hann stundi hástöfum og var skelfi- lega þyrstur, en snjó þorði hann ekki að bragða, það hefði aðeins æst þorstann. Sviti og vatn hafði runnið í skegg hon- um og gaddfrosið. Það brakaði í skinn- kuflinum við hverja hreyfingu. Hann studdist þungt fram á stafinn og sneri baki í veðrið til að hvílast meðan hann áttaði sig. Hann gat ekki lengur greint árniðinn. Hann starblíndi á steinana, sem stóðu upp úr snjónum umhverfis hann, en árangurslaust. Hann vissi ekki hvar hann var. Hann gekk lítið eitt til hliðar og nam aftur staðar til að vita hvort hann gæti ekki heyrt til árinnar. En hann gat ekkert heyrt annað en þyt hríðarinnar og hvin haglsins. Óðar og honum varð ljóst, að hann var orðinn villtur, greip hann skelfingin. Hjartað barðist tryllingslega, hugsanir og vilji voru lömuð. Hann gekk áfram án þess að vita hvert. Svo hljóp hann þangað til fæturnir nötruðu undir honum af á- reynslu. Þá nam hann staðar og hróp- aði, en hríðin greip hljóðið á vörum hans og kæfði það. Hann gat ekki einu sinni heyrt til sjálfs sín. Þannig hvein hríðin og gólaði umhverfis hann. En allt í einu varð hann rólegur, Það var eins og vilji hans brytist gegnum angistina og kæmi honum til ráðs. Hann skyldi sanna, að hann héti Jón sterki með réttu ... Það skyldi fréttast að hann hefði unnið sigur á stórviðrinu. Hann fékk meiri trú á mátt sinn og megin en nokkru sinni fyrr. Og hann brauzt enn áfram með blossandi viljaþreki. En þreytan kom aftur áður en langt um leið. Hún seitlaði Þunglega inn í æðar hans. Þá varð honum ljóst, að hann mundi ekki komast lengra. Nokkra stund stóð hann kyrr og reyndi að hafa hemil á hugsunum sín- um. Það var aðeins um eitt að ræða . . . Hann varð að grafa sig í fönn ög bíða eftir nýjum degi... Það var hættulegt, en oft hafði það bjargað mönnum, það vissi hann vel. Hann sá móta fyrir skafli rétt hjá og þangað fór hann, Snjórinn hafði fros- ið saman í skjóli við klett. Þarna tók hann nú að grafa sig niður með höndunum og hætti ekki fyrr en hann hafði gert nógu stóra holu fyrir sig. Við opið stakk hann niður staf sín- um sem neyðarmerki, ef eitthvað kynni að koma fyrir. Síðan varpaði hann frá sér pokanum og skreið inn. Hann gat aðeins setið á hækjum sín- um þarna inni. Hann hresstist snöggv- ast, þegar hann fékk hlýjuna og hina þráðu hvíld. En skjótlega tók snjórinn að bráðna. Droparnir drupu niður eftir honum, hann varð rennandi votur um höfuðið og það rann eftir hálsinum og brjóstinu. Frh. á bls. 48 SMASAGA EFTIR JONAS GUÐLAUGSSON FALKINN 17

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.