Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 18

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 18
í tunglsbirtunni sáum við gufustrók- inn hefjast upp úr ísnum eins og súlu. Við áttum langt þangað, svo langt, að hundarnir höfðu enn enga lykt fundið. Við vorum óþreyjufull eftir að komast til manna, soltin eftir langa dagleið með sleða og höfðum lagt af stað um morg- uninn án þess að bragða nokkurn mat. En við vorum létt í skapi, þvi að við hiökkuðum til að hlusta á sögur Ullu- liks meðan við létum líða úr okkur á notalegum setubekkjum konu hans. Við áttum þá ósk heitasta, að ná sem fyrst til litla kofans, þaðan sem dauft en vinalegt ljós grútarlampans skini innan skamms við okkur og byði okkur velkomin. En, sem sagt, nú höfðum við óvænt komið auga á þessa gufusúlu, þar sem hún eins og vingsaðist til á undarlega draugalegan hátt fyrir léttum vindstrok- unum, sem annað slagið bárust yfir ísinn, þótt annars væri stillilogn. Og þetta var dásamlega falleg sýn, mán- inn varpaði skini sínu, en á bak við ís og fjöll og tigin ró yfir öllu. Svo fundu hundarnir lyktina. Þeir þöndu sig á stökki yfir ísinn, matar- lystin glaðvöknuð. Á sleðaferð sem þess- ari, boðar hver óvænt uppákoma annað- hvort eitthvað til hins betra eða til hins verra í sambandi við matinn. — Við geistumst áfram. Og svo vorum við komin þangað. Ekkert hljóð heyrðist. Yfir öllu var grafarþögn og ekkert að sjá nema þetta óváenta bjánalega -gat þarna á ísnum, — vök á stærð við venjulegt matborð, — sár á ísbreiðunni, sár, sem greri ekki þrátt fyrir 40 stiga frost. Þá byltust hvalirnir upp í vökina. Fyrsti hvalurinn blés, og strókurinn stóð úr honum, svo annar og sá þriðji; þeir tróðu sér upp til að anda, komu neðan úr djúpinu og stjökuðu þeim næsta á undan til hliðar, til þess að ná sjálfir í loft. -— Hörmulegt að sjá hvernig þessi efldu dýr börðust um andrúmsloftið. Þetta var náhvelisgildra. Hópur þess- ara hvala hafði dvalizt of lengi við fengsælan fiskistað. Svo hafði kuldinn lagzt yfir skyndilega og fjörðinn ísilagt inneftir. Þeir höfðu haldið opinni vök til að anda upp um, meðan þeir veiddu lýsu, eftirlætisfæðu sina. En vökin þrengdist æ meir, jafnvel hvali skortir afl á við náttúruna. Nú var hún ekki stærri en svo, að tveir hvalir komust að í einu til að anda. Hvílík barátta þarna undir ísnum! Við vorum sem lömuð af hugsunum okkar, þegar okkur skildist örvæntingin, sem hlaut að hafa heitekið þessi dýr, lokuð úti frá súr- efninu og lífinu. Þau tróðust fram í örvæntingu. Hér var ekkert rúm fyrir hjálpsemi né félagshyggju. Það var bar- áttan um andrúmsloftið, sem hér var háð, og því varð hún svo miskunnar- laus. En fyrir okkur táknaði hún mat; margra daga hundafóður og spik. Hér var náhvelishvelja og rengi í ótal veizlu- máltíðir, allur kynþátturinn gæti kom- 18 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.