Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Qupperneq 21

Fálkinn - 07.12.1960, Qupperneq 21
A BR MARHOLMI MYND3KREYTINQ: GUNNAREYÞDRSBDN Þeir félagar héldu til íslands með Akureyrarskipi vorið 1707, og riðu þeg- ar í stað frá skipi að Möðruvöllum í Hörgárdal. Lárus Scheving var á al- þingi, er þeir komu þangað, en þeir lásu eigi að síður stefnuna fyrir bæjar- dyrum á Möðruvöllum. Einnig stefndu þeir Jóni Háldanarsyni, sem enn var fangi á Möðruvöllum, og Árna þeim Björnssyni, er barið hafði Magnús í járnunum. Þetta þóttu tíðindi mikil í héraði, og munu þeir hafa gerzt ærið skelkaðir, er vitnað höfðu og svarið gegn Magnúsi í Úlfármálum, því að þeir uggðu um sinn hag, ef Hólbóndinn kynni að bera sigur úr býtum. „Gengu nú meðal al- múgans- miklar rokur um þetta, hvað úr myndi verða þessu máli,“ segir Páll Vídalín í ritum sínum. Jón Torfason þurfti einnig að sinna málum Magnúsar í Bræðratungu, sem raunar hafði gengið fyrir ætternisstap- ann í Kaupmannahöfn veturinn áður. Skildu þeir félagar, Jón og Magnús, um hríð. Síðar um sumarið hittust þeir aftur á Ökrum í Skagafirði og riðu þaðan vestur að Þingeyrum á fund Gott- rups lögmanns. Fékk Jón Torfason þar tjald og nesti, og riðu þeir síðan að Breiðabólsstað í Vesturhópi til séra Ólafs Þorvarðssonar, er kvæntur var móðursystur Jóns. Þaðan héldu þeir með tvo fylgdarmenn, að Víðidalstungu til þess að stefna Páli Vídalín. Voru þeir þá mjög við skál, og þegar lesa átti stefnuna, kom í ljós, að þeir höfðu týnt töskunni, er hún var í. Úr þessu greiddist þó von bráðar. Fylgdarmenn- imir voru sendir að leita töskunnar og biðu þeir Magnús og Jón við Víði- dalsá, unz hún var fundin. Páll Vídalín var eigi heima til Þess að fagna komu- mönnum, en húsfreyja veitti afriti af stefnunni viðtöku. Heimtaði Jón af henni menn og hesta í Skálholt, en fékk ekki áheyrn, og fóru þeir við það brott þaðan. Skildu þeir félagar svo, að lok- inni þessari stefnuför. Reið Jón suður Arnarvatnsheiði, en Magnús norður sveitir og sigldi á ný með Hofsósskipi. Lárus Scheving bjóst til utanfarar, er hann spurði komu þeirra Magnúsar og erindislok í Kaupmannahöfn, og hugðist hafa Jón Hálfdanarson með sér, enda var hann það vitnið, er gleggst gat borið um aðfarir Magnúsar við Guð- rúnu. En sú utanför fórst fyrir að sinni. Bólusótt var komin í landið og fór eins og logi yfir akur, og fólkið hrundi nið- ur. Kona sýslumanns og börn veiktust, og hann settist aftur. Hlaut málið því að frestast að sinni. XIV. Magnús Benediktsson kom aftur út fyrir norðan land hið næsta vor. Reið hann þá til alþingis, svo að höfðingjar lands fengju að sjá hann, en sneri að því búnu til bús síns í Hólum og sat þar veturinn eftir, gömlum sveitung- um sínum til lítils fagnaðar. Lárus Sche- ving sigldi aftur á móti um sumarið Frh. á bls. 44. Síðasti hluti frásagnar JÓNS HELGASONAR af Ulfármálum FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.