Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 24

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 24
Francois Sagan ALLIR dást að undrabörnum — og Francoise Sagan er sannarlega undrabarn. Aðeins átján ára að aldri hlaut hún heimsfrægð fyrir fyrstu skáld- sögu sína, sem hreif bæði gagnrýnend- ur og lesendur. Hér er sagt frá lífi henn- ar áður og eftir að hún varð fræg — og það er heil skáldsaga út af fyrir sig. Frægðin er sú dálítið vafasama ham- ingja að vera þekktur meðal fólks, sem í rauninni þekkir okkur ekki, sagði einu sinni nöldurseggur, sem lifði áreiðan- lega ekki á öld útvarps og dagblaða. Nú vita allir að frægðin getur gefið af sér auð. Það ríður aðeins á að vita, hvernig á að afla sér hennar. Sumir telja, að sannri frægð sé aðeins unnt að ná með að vera öðruvísi en aðr- ir. Byron var miklu þekktari vegna helti sinnar en skáldgáfu og Van Gough frek- ar vegna þess, að hann skar af sér eyr- að en sökum málverka sinna. Þetta staf- ar ugglaust af því, að þarna fær fólk eitthvað til að tala um. Og þegar Faipa, gyðja frægðarinnar, blés í lúður sinn Francoise til dýrðar, var æsku hennar fyrir að þakka. Allur almenningur dáir undrabörn. Og það var sannarlega undur, þegar átján ára stúlka fékk þá gagnrýni um fyrstu 'bók sína, að hún væri „fullkom- lega einlæg og sönn, án nokkyrs falsks tóns. í einu ljóð og skáldsaga, sem líkja má við meistaraverk átjándu aldar.“ Hinn vandláti ráðunautur Juliards, alþekkts útgefanda, lét sér þessi orð um munn fara. Francoise var aðeins ellefu ára, þegar hún sendi dagblöðunum eina framhalds- sögu eftir aðra og fékk allar með tölu endursendar. En það fékk ekki á hana. Hún hélt áfram að skrifa, og kennarar hennar sáu að hún gat það. Henni var alltaf hrósað fyrir stílana í skólanum, en það var líka það eina. Hún stóð al- veg á gati í öðrum fögum. Útgefandinn spurði, hvort foreldrar hennar hefðu lesið handritið, og var svarað því, að faðir hennar, sem er auð- ugur verksmiðjueigandi, mætti ekki vera að því, og móður hennar mundi áreiðanlega ekki falla bókin. Hún hitti einmitt naglann á höfuðið. Frú Qouriz (Sagan er höfundarnafn, sem Francoise tók úr einni skáldsögu Marcels Proust) spurði hneyksluð, hvernig í ósköpunum dóttir sín hefði svona mikla þekkingu á ástalífi, svo sem fram kemur í fyrstu skáldsögu hennar „Bonjour Tristesse" (Sumarást). Dóttirin tautaði eitthvað um, að rit- höfundar gætu skapað allt með ímynd- unaraflinu. Það kann að vera, en var ekki alveg sannleikanum samkvæmt hvað henni viðvék. Fimmtán ára var Francoise, kölluð Kiki, send í klausturskóla sem naut góðs álits. Skólinn heitir Les Oiseaus (Fuglarnir), og er nálægt Chams Ely- sées, í hverfi, þar sem úir og grúir af börum, veitingahúsum og næturklúbb- Francois Sagan lenti í bílslysi ekki alls fyrir löngu og var tœpt komin. — Eftir langa legu á sjúkrahúsi varð hún alheilbrigð og á efri mynd- inni sést hún flutt heim. Neðri myndin: Sagan umkringd af á- leitnum blaða- mönnum eitt sinn sem oftar. um. Á hverjum morgni fóru „smáfugl- arnir“ í fylgd með nunnu til messu í kirkjunni Saint Philippe de Roule, sem er í nágrenninu, og mættu þá oft glæsi- búnum nátthröfnum á leið heim. Þessi sýn hafði svo djúp áhrif á Kiki litlu, að hún laumaðist stundum burt og gaf sig á tal við þessa slæpingja. Afleiðingin af þessu var, að skóla- ganga hennar hjá nunnunum stóð skammt. Foreldrunum var þó ekki gef- in önnur skýring en að barnið gæti ekki farið eftir reglum skólans. En þau vissu fyrir löngu, að barnið gat ekki beygt sig undir neinar reglur. Hún var síðan send á annan skóla, og þar tókst henni að taka stúdentspróf. ★ Goethe sagði á sínum tíma, að börn og hundar væru með nefið niðri í 011» og kæmust að öllu, sérstaklega öllu slæmu. Kiki var engin undantekning. Á næt- urnar, meðan foreldrar hennar sváfu, læddist hún út og dansaði á krám. Hún hafði látið búa sér til lykil eftir útidyra- lyklinum. Hún lærði nýjustu dansana og dægurlögin, lærði að reykja og dreypa á glasi. Hún kynntist lífinu, eða því sem æskan kallar því nafni. Og þar sem hún skrifaði eins og hún lifði — og lifði eins og hún skrifaði — hafði bókin boðskap að flytja, sem gerði mörgum foreldrum rúmrusk. En frægð hlaut hún og hana ósvikna. Bókin var þýdd á 38 tungumál, kvik- mynduð, og peningarnir streymdu að. Þeir, sem telja sig hafa vit á, segja, að hún hafi á að gizka 50.000 ísl. kr. á dag í tekjur. Fyrsta, sem hún gerði, þegar hún hafði efni á, var að kaupa sér sport- bíl. Kiki áleit eins og svo margir aðrir unglingar (sömuleiðis bandaríski kvik- myndaleikarinn James Dean), að þaS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.