Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Síða 25

Fálkinn - 07.12.1960, Síða 25
Fimmtán ára gömui Eæddist hún út á næt- urnar og dansaði á krám, lærði að reykja bezta sem hægt væri við tímann að gera, væri að stíga benzínið í botn, sjá vísi hraðamælisins færast hærra, hærra. Aka æ hraðar, ó þessi æsandi hraði! Ekki vera að hugsa um smávægileg ævintýri hins fótgangandi, aðeins þjóta í gegn- um sveitir og bæi. Tilgangslaus martröð, sem þó veitir verunni við stýrið sálar- ró, þar sem hún verður að beina allri hugsun að því að halda hraðanum. Einn góðan veðurdag steyptist kapp- akstursbíll Francoise kollhnís, eins og komið hafði fyrir James Dean, og lá upp í loft og hjólin hringsnerust með ofsahraða í sólskininu. En Francoise Sag- k an hélt lífi... Parísarútvarpið gerði hlé á dagskránni og þulurinn flutti þá fregn, að Francoise Sagan hefði velt bíl sínum, og óvíst væri i hvort hún kæmist lífs af. Fyrsti maður, sem kom til sjúkrahúss- ins, var Guy S.choeller forstjóri stærsta útgáfufyrirtækis í París: Hachette. — Hann fékk að heyra að það fyrsta, sem hún hefði sagt þegar hún kom til með- vitundar, hefði verið hvort hún yrði lömuð alla ævi. Hún virtist vera við því búin, en fyrir kraftaverk slapp hún og yfirgaf sjúkrahúsið eftir langa legu full- komlega heilbrigð. Skömmu seinna gift- ist hún Guy. ★ í annarri skáldsögu sinni, „Eins konar bros“ lætur Francoise söguhetjuna, unga stúlku, sem er persónugerfingur hennar sjálfrar, segja, að maðurinn, sem hún muni elska eigi að hafa grá augu, vera þreytulegur, já, helzt svolítið þung- lyndislegur á svip. Hinn 42-ára Guy hafði líka grá augu og var þreytulegur í útliti. Þessi ríki piparsveinn var ekki aðeins önnum kafinn kaupsýslumaður og eftirsóttur í samkvæmislífinu, held- ur einnig kvennagull, sífellt á röndum eftir ungum stúlkum. Hann var dauð- hræddur við hjónabandið og áleit það legstein yfir ástina. Já, hjónabandið gat breytt sætasta kossi. Hann var borðherra Francoise í útgef- endamiðdegisverði. Það var ást við fyrstu sýn. Og ekki leið á löngu unz hann lýsti því yfir, að hann hlyti að kvænast henni. Þó liðu nokkur ár áður en svo varð. Á þessu tímabili voru þau næstum óaðskiljanleg, nema þegar þau flúðu hvort frá öðru eftir ofsalegt rifrildi, sem minnti frekar á að þau væru hjón en elskendur. Hún þaut að bílnum, steig fast á benzínið og brunaði út í umferðar- strauminn eins og vitskert og jók sí- fellt hraðann. Heill englaskari varð að fylgja henni og bjarga lífi smábarna og annarra. Já, kappakstursvagninn hennar var meira óttaefni en tryllt tígrisdýr. En eftir sjúkrahúsvistina seldi hún hann og ekur nú í venjulegum Buick, sem að vísu er hægt að aka hratt, en ekki á ofsaferð. Eiginmaður hennar hafði einkennis- klæddan bílstjóra, sem ók glæsivagni og dreypa á gEasi... hans. Og hann vildi helzt að hin unga eiginkona hans notaði hann, en það féll ekki í hennar geð. Henni féll heldur ekki að taka þátt í því samkvæm- islífi, sem hún hafði alltaf fyrirlitið. Hún vildi þekkja fólk, en ekki glæsi- legar leikbrúður. Fólk var að finna í litlu veitingahús- unum og börunum í hverfinu hjá St. Germain de Prés, ungir listamenn og bóhemar, sem myndu deyja úr hlátri ef þeir ættu að fara í smóking. Maður hennar var allt annarrar skoð- unar. Hann var spjátrungur, sem áleit samkvæmislífið himnaríki. Þeir, sem brostu að því og gagnrýndu það, hélt hann að væru bara þeir, sem ekki hefðu aðgang að því. Vegna hans hafði kona hans einmitt aðgang að samkvæmislíf- Á efri myndinni sést Francois Sagan ásamt útgefanda sínum og fyrrverandi eginmanni. — Á neðri myndinni virðir hún fyrir sér handritið að leikriti sínu. inu og samt sem áður ... Þau fjarlægð- ust hvort annað æ meir með hverri vik- unni sem leið, og brátt vissi hvorugt þeirra hvað hitt tók sér fyrir hendur. Dag einn í marzmánuði 1959 sagði Francoise kæruleysislega, að hún ætlaði að skreppa út að aka. Hvenær kemurðu aftur? spurði maður hennar. Ekki á næstunni, sagði hún og sýndi sig ekki aftur á heimilinu. Hún flutti til bróður síns, sem var orðinn ekkjumaður, en kona hans framdi sjálfsmorð. Kunnugir segja, að hún hafi ekki getað þolað áhrif mágkonunnar á mann sinn. Kiki tók að skrifa leikrit um ást, til- viljanir og alvöru lífsins. Leikstjórinn, André Barsaq, las handritið, og þau end- urrituðu leikritið saman, sem hlaut nafn- ið Höll í Svíþjóð. Það var frumsýnt í marz síðastliðnum, og sumir gagnrýn- endur líktu hæfileikum hennar sem leikritaskáld við hæfileika Shakespear- es. Það á að færa Það upp í London, New York og Berlín o. s. frv. og hefur þegar verið leikið í Málmey. ★ Verið er að ljúka við að kvikmynda þriðju skáldsögu hennar, „Dáið þér Brahms?“, og hún hefur fengið geysihá tilboð um að skrifa kvikmyndahandrit. Hún er sem sagt heimsfræg. Og það bezta er, að frægðin stígur henni alls ekki til höfuðs. Henni finnst lítið til um sjálfa sig og er enn eins og hún var áð- ur en hún varð fræg, mjög feimin ung stúlka. Þar sem hún hefur ekki áhuga á munaði, höllum, lystisnekkjum, loðfeld- um eða skartgripum, á hún í erfiðleik- um með að eyða peningunum. Helzt vill hún eyða þeim í kunningja sína, „Sagan- istana“ svonefndu. Síðdegis kemur hún furðulega stund- víslega á krána, sem þau stunda, til að drekka kokteil dagsins og síðan er hald- ið áfram til morguns. Andstætt flestum Parísarbúum hefur hún dálæti á viskí, sem virðist vera tízkudrykkur hjá hópn- um. Augljóst er. að þetta líf hefur ekki yngjandi áhrif, og 25 ára gömul lítur Francoise þreytulega út, en hún hefur aldrei verið það sem kallað er falleg. En hópurinn dýrkar hana og fagnar tilsvörum hennar og hugmyndum. Hún finnur upp skemmtilega samkvæmis- leiki, eins og t. d. „hverjir eru að tala saman?“ Ásamt vinkonu sinni hermir hún eftir t. d. de Gaulle hershöfðingja og Brigitte Bardot. Þeir, sem horft hafa á þetta, segja að það sé skemmtiatriði Frh. á bls. 46. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.