Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Qupperneq 27

Fálkinn - 07.12.1960, Qupperneq 27
Rétt aftan við þau heyrðist ýífur og úlfarnir þrír komu í Ijós í tæpíega hundrað metra fjariægð... Rétt á eftir þeim í fölbláum snjónum gekk maður með byssu um öxl. Hann var vettlingalaus og bar húfuna í hend- inni. Hann hafði hneppt frá sér jakkan- um, svo að hinn svalandi snjór féll á brjóst honum, snjórinn þakti hann nið- ur fyrir mitti. Ljósrautt hár hans hékk í votum lufsum fram á ennið og hann nam öðru hvoru staðar til að þurrka svitann af þreyttu andlitinu með jakka- erminni. — Þú verður að reyna að flýta þér meira, Ane. — Gætirðu ekki flýtt þér dálítið meira? — Geturðu séð þá? var spurt af hest- baki. — Ekki enn. Nokkur hundruð metra fyrir aftan þau heyrðist ýlfur og dimmur skuggi leið út úr hinum hrímgaða birkiskógi og inn á veginn og fleiri fylgdu eftir. Ane sneri sér við. —- Nú hafa þeir fundið sporin okkar, Anders. Ég heyri það á ýlfrinu. — Reyndu aðeins að auka hraðann. Það getur verið að við komust klakk- laust frá þessu. Anders setti upp húfuna, tók byssuna af öxlinni og var við öllu búinn. í sömu andrá stóð hesturinn algjörlega fastur í snjónum. Snjóskriða hafði fallið á veg- inn og greni og birki hafði rifnað upp og fallið á hina hálu, þéttu skafla. Ane stökk af baki og greip um beizli hins örmagna dýrs. — Komdu nú, komdu nú---------- Hesturinn gerði nokkrar árangurslaus- ar tilraunir, en stóð fastur sem fyrr, með titrandi flipa. Anders gekk að hon- um, klappaði honum hvetjandi. Hestur- inn reyndi enn að hreyfa sig en stóð jafn fastur. Þetta endurtók sig aftur og aftur. Rétt aftan við þau heyrðist ýlfur og úlfarnir þrír komu í ljós í tæplega 100 metra fjarlægð. Sá fremsti nam staðar, hinir tveir runnu að hlið honum og numu einnig staðar. Þeir sátu grafkyrr- ir í tunglskininu. Anders lyfti byssunni. Nei. Það var of dimmt. Hann tók í flýti af sér skinntöskuna, fann hleðsluna og stakk henni í beltið tilbúna til notkunar. Síðan dró hann fram reipi, batt annan endann við tösk- una og skildi hana eftir í snjónum. Hin- um endanum batt hann um mitti sér og gekk aftur á bak yfir skaflinn, þar til hann var á honum miðjum. Þar nam hann staðar. Ulfarnir sátu enn kyrrir. Þeir hreyfðu sig ekki. Hann heyrði hvernig Ane baks- aði við hestinn fyrir aftan hann. Hann sneri sér við og ætlaði að hrópa eitthvað, en í sömu andrá tók sá stærsti af úlfunum að renna á slóð þeirra að nýju. Þegar hann var kominn dálítið fram úr hinum nam hann staðar, lyfti þef- andi trýninu og gaf frá sér skerandi hljóð. Þá komu þeir allir, varlegar enn áð- ur, en stöðugt nær. Anders horfði á þá, hann var nú alveg rólegur. — 30 metra 25 metra. — Ane hrópaði eitthvað á bak við hann. Hann heyrði ekki orð hennar greinilega, en honum skildist, að hún væri komin yfir skaflinn og biði hans. — Seztu á bak og ríddu á stökki, hróp- aði hann. — Það getur verið um fleiri líf að tefla en þetta. í sömu andrá skaut hann og einn af úlfunum tók undir sig stökk, ýlfraði og féll síðan dauður í snjóinn. Hinir tveir viku þegar af veginum. En svo fundu þeir blóðlyktina, sneru við og réð- ust ofsalega á líkið af félaga sínum. Anders gekk aftur á bak og hélt á kúlunni á milli tannanna um leið og hann reyndi að hlaða aftur. Síðan vissi hann ógjörla atburðarrásina nema að hann stóð með óvirka byssu og horfði á dýrin kasta frá sér leyfunum af skinn- töskunni og koma stökkvandi á móti sér. Hann greip báðum höndum um byssu- hausinn og sló með skeftinu, svo að það brotnaði. Hann heyrði nístandi ýlfur, datt 1 lausum snjónum og fann, að skarp- ar klær rifu hann í andlitið. — Hnífurinn, — flaug honum eld- snöggt í hug. — Hníf. . . Hann fálmaði í tóma vasana og skynjaði um leið skín- andi röð hvítra tanna og rauða tungu. Vinstri handleggur .. . vinstri handlegg- ur hlaut... Einhver hrópaði veikt á bak við hann. Klukka glumdi. -—- III. Nú mátti greina útlínur afskekkta dalabýlisins í veikum bjarma aðfanga- dagsmorguns, þar sem það lá kaffært í snjó. Létt snjókorn dönsuðu í húmi grás, léttskýjaðs himins. Nokkrar rjúp- ur sátu í runnunum meðfram ánni og gamla björkin fyrir framan hlöðuna var hrímdöggvuð. Ekkert spor mátti greina á milli húsanna og ekkert hljóð heyrðist. Það brakaði í hurð. Stuttu síðar varp- aði litli stofuglugginn fölrauðu ljósi á snjóinn. Skuggi leið framhjá fyrir inn- an gluggann, en hvarf aftur. Síðan mátti greina lykt af brennandi við og fleiri skuggar liðu framhjá glugganum. — Skömmu síðar birtist gamall maður á þrepsteininum og staðnæmdist þar. — Hann aðeins stóð þar og lét fjúkið leika um sig. Síðan greip hann skófluna sína og tók að grafa stíg að brunninum. Þegar hann var kominn að brunnhús- inu hætti hann að grafa stundarkorn. Hann stakk skóflunni í snjóinn og stóð, hár, þrekvaxinn og gráhæður í miðri snjóbreiðunni. — Ó já, sagði hann hljóðlátlega, eins og eftir langa umhugsun. — Það er víst þannig, að dauði eins er annars brauð. — Hann var víst ekki að hugsa um neinn sérstakan. Ef til vill var hann að hugsa um heiminn í heild, dýr, gras, fugla, tré — og einnig mann- eskjurnar. En eftir reynslu sína í nótt vildi hann þrátt fyrir allt vona inni- lega .... — Ingjebrikt, heyrðist hrópað frá húsinu og amma kom til hans með Frh. á bls. 49.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.