Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Page 32

Fálkinn - 07.12.1960, Page 32
6R0ÐURLEITIN FRAMHALDSSAGA EFTIR J. ÁMES Kata sneri sér að Adrian. — Hvað gerðist? Þú og Frank fluguð saman. Gerðist Það ekki eins og þú hefur sagt frá? Þurftir þú ekki að nauðlenda vegna vélarbilunar? Fóruð þið Frank ekki hvor í sína áttina til að ná í hjálp? Hún fann glöggt, að hann forðaðist að líta á hana. — Ég játa, að ég bjó þessa sögu til, Kata. Það var alls ekki svona, sem það gerðist. En mér fannst sagan góð. Og allir trúðu henni — meira að segja ut- anríkisráðuneytið. — Það er eingöngu af því að þeir þekkja Frank. Þeir vissu, að hann mundi aldrei svíkja land sitt. — Góða mín, það er eðlilegt að þú hugsir fallega um bróður þinn, — þér er sómi að því, sagði Freda. — En þú verður að horfast í augu við sannleik- ann, og það verður ekki létt. Ég skil, að þér er ekki sérlega vel til mín. Svo að það er bezt að Adrian segi frá þessu, því að hann er þó gamall vinur þinn. Þú hlýtur að trúa því, sem hann segir. Nú varð stutt þögn. Adrian yppti öxl- um. — Frank sagði, að hann yrði fyrir hvern mun að komast til Pearth, og Rod féllst á að ég flygi með hann þangað. Það var ýmislegt, sem ég gat gert fyrir Rod í Perth, svo að þetta samrýmdist vel. Frank bað mig um að fljúga lágt, hann langaði til að sjá landið. Allt í einu sagði hann mér að búa mig undir að lenda. Ég spurði hvað hann hygðist fyrir — hélt, að hann væri að gera að gamni sínu. En því fór fjarri. Röddin var hörð, og svo hafði hann tekið upp skammbyssu. Þá skildi ég að þetta var dauðans alvara, og mér var einn kostur nauðugur. Lendingin gekk vel þarna í eyðimörk- inni og við fórum út úr vélinni. — Hvað ertu að hugsa? spurði ég hann. — Önnur flugvél sækir mig hingað bráðlega, sagði hann. — Við höfum reiknað tímann mjög nákvæmt. Ég var sem steini lostinn. Vissi ekki hvað ég átti að halda eða gera. Ég hefði heldur ekki getað gert neitt — hann miðaði skammbyssunni á mig í sífellu. Eftir stutta stund fór flugvél að hring- sóla yfir okkur og lenti svo. Þetta virt- ist vera venjuleg flutningavél, en áhöfn- in var útlend. Allir vopnaðir. Mér var nauðugur einn kostur að hlýða því, sem þeir skipuðu mér. Þeir sögðu, að ég yrði að láta svo út sem ég hefði orðið að nauðlenda. Svo sögðu þeir mér í hvaða átt ég ætti að fara, og að ég mundi finna hús, sem sími væri í, svo að ég gæti símað á hjálp. Ég gat ekki andmælt þessu — ég var óvopnaður. Þegar ég kom loks aftur með hjálp- ina, var ókunna vélin horfin. Og Frank líka. Svona er nú sagan, sagði Adrian og bætti svo við: — Hún er ekki sérlega falleg, og ég hugsa að þig langi varla til að hún berist út, Kata. En nú skilurðu kannske að við höfum verið að hlífa þér og bróður þínum, með því að þegja yfir því, sem við vissum. Okkur fannst við ekki geta gert annað. — Nei, við gátum ekki gert annað, tók Freda fram í. Hún var glaðleg og ánægjuleg og Kata hafði meiri and- styggð á henni en nokkurntíma áður. — En fannst ykkur ekki skylda að tilkynna yfirvöldunum þetta? sagði Kata forviða. — Vitanlega hefðum við átt að gera það, sagði Freda, — en ég hef ekkert gaman af að koma nærri hneykslismál- um. Auk þess hef ég látið vináttuna sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. — En þú þá, Adrian, — sem hefur verið í leyniþjónustunni? Hefði ekki verið sanngjarnt að þú hefðir gefið skýrslu um það, sem raunverulega gerð- ist? Hann yppti aftur öxlum. — Jú, líklega. En eiginlega var ég hættur þar, þegar ég fór úr starfinu. Ég hafði lent í rimmu við sir Alexand- er, og þrátt fyrir allt, sem gerzt hafði, fannst mér ég enn vera bundinn Frank sterkum vináttuböndum. — Vitanlega fannst mér hann hafa veðjað á skakkan hest, en þegar á allt er litið, þá eru skoðanir hvers manns hans einkamál. Ég vildi ekki að nafn hans yrði saurgað í blöðunum. Ég hugsaði til þín, Kata, — hugsaði um hverju þetta skipti fyrir þig í framtíðinni. — Já, það hefði orðið annað en gam- an fyrir þig, Kata, sagði Freda, — það hefði blátt áfram orðið hræðilegt. . . Hún tók aftur handleggnum um herðar henni. — Góða mín, mér þykir svo leitt að við höfum orðið að segja þér þetta, ég á engin orð yfir það! En ég er viss um að Adrian hafði á réttu að standa — það er bezt fyrir þig að vita sannleik- ann. Þú hefur haft grun á okkur síðan þú komst hingað. Okkur fannst þú halda, að við værum eitthvað riðin við hvarf Franks. En í raun réttri vildum við hlífa þér við sorg og þjáningu. Ég skil vel, að þér hafi liðið illa. Það bezta sem þú getur gert núna, er að fara upp í herbergið þitt og hvíla þig. Við getum talað betur um þetta síðar, ef þú vilt. Þó að ég álíti, að bezt væri fyrir þig að hugsa og tala sem minnst um það. Það verður ekki annað séð en yfirvöldin hafi tekið skýrslu okkar góða og gilda — að Frank hafi farizt þarna í eyðimörkinni, er hann var að leita mannabyggða. Ertu ekki sammála okk- ur um að bezt sé að láta þau lifa í þeirri trú, Kata? — Ég veit ekki hvað ég á að halda, sagði Kata lágt. — En ef þið viljið hafa mig afsakaða, ætla ég að fara upp til mín. Hún gekk hratt út úr stofunni. Hún var rugluð og veik, en jafnframt æst og gröm. Hún læsti að sér dyrunum og fleygði sér á rúmið. Barði hnefan- um í koddann, hún var hamslaus af gremju. Hún trúði ekki að þetta hefði gerzt svona — enginn gat talið henni trú um að Frank væri föðurlandssvikari. En var nokkur vottur af sannleika í því, sem þau höfðu sagt henni, eða var það allt eintómur uppspuni? Hún varð að játa, að eitthvað af því gat ver- ið satt. Svo mikið var víst, að Frank var horfinn! Allt svæðið hafði verið gaumgæfilega kannað, og ekki hafði fundizt nokkurt spor eftir hann. Hún hugsaði líka með ógleði til þess, hve undarlegur Frank hefði verið síðustu mánuðina í Englandi, hve gerbreyttur hann var. Hann hafði verið uppstökk- ur og daufur, hún hafði séð að eitthvað alvarlegt amaði að honum. Var það hugsanlegt, að þetta væri eins og þau sögðu: að hjarta hans og sannfæring hefði breytzt? Hugur hennar sagði henni, að Frank hefði aldrei getað svik- ið ættjörðina. En hver var ástæðan til þessarar deyfðar, sem stundum nálg- aðist sára örvænting? Tvímælalaust studdi ýmislegt sögu þeirra. Gegn vilja sínum varð Kata að játa, að það var mögulegt að Adrian og Freda segðu satt. Adrian hafði sagt satt. Svona hafði komið fyrir áður. Aðr- ir ættingjar höfðu liðið sömu kvalirnar og hún leið nú. Hún hafði einhversstað- ar lesið, að stjórnmála-sinnaskipti gætu orðið jafn snögg og róttæk og þegar fólk verður fyrir trúarvakningu. Þegar þetta grípur fólk, fyllist það ofstæki. Var það þetta, sem hafði komið fyrir Frank? Það gat komið heim við sög- una, sem Adrian og Freda höfðu sagt henni — og líka við háttalag Franks síðustu mánuðina, sem hann var í Eng- landi. Framh. Gegn vilja sínum varð Kata að játa, að það var mögulegt að Adrian og Freda segðu satt. Svona hafði komið fyrir áður. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.