Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Side 37

Fálkinn - 07.12.1960, Side 37
Gestgjafinn benti meö þumalfingrin- um: — Hann er þarna úti! Mikjáll stóð upp og flýtti sér í sím- ann. — Hann er í ólagi, sagði gestgjafinn, þegar Mikjáll var kominn að símanum. — En ég þarf endilega að ná sambandi við Silfrastaði, kjökraði Mikjáll. — Einmitt það, sagði gestgjafinn á leiðinni fram í eldhúsið. — Hvenær fer lest suður? spurði Mikjáll. — Engin lest í dag. Snjör . .. ófært. — Já, en — heyrið þér, hrópaði Mik- jáll, — ég á að halda jólin á Silfrastöð- um, og ég þarf að . .. Gestgjafinn var farinn út. Nú virtist allt vera að hrynja í rúst. Fjarlægðin milli mestu hamingju og biksvörtustu örvæntingar er oft styttri en maður heldur. Venjulega var ekkert fjær Mikkjáli en bölsýnin, en núna, Þeg- ar allt brást, gugnaði hann alveg. Gestgjafinn kom aftur. — Hafið þér herbergi? spurði Mikjáll hikstandi. — Númer 17 var leigt fyrir tveimur tímum. — En eitthvað af hinum herbergjun- um þá? andvarpaði Mikjáll. — Númer 17 er eina herbergið, sem ég hef. Mikjáll lagði augun aftur. Nú skildi hann, að verra gat það ekki orðið. En þar skjöplaðist honum. — Þetta verða 5.75, sagði gestgjafinn. Mikjáll stakk hendinni í brjóstvasann, en það ómak hefði hann rétt á litið get- að sparað sér, því að veskið hans lá í dyravasanum í bílnum hans. — Heyrið þér, gamli vinur! sagði hann. — Fimm sjötíu og fimm! sagði gest- gjafinn og pírði augunum. — Já, en, heyrið þér, hljóðaði Mikjáll, — ég hef gleymt. . . — Nú, er það svoleiðis, urraði gest- gjafinn, og augun í honum urðu bein- línis ógnandi. ★ Það er hægt að halda Þorláksmessu með mjög mismunandi móti. Flestir njóta vafalaust heimilisánægjunnar, við jólakerti og bakkelsi á borðum og hljóð- skraf úti í hornum. Mikjáll átti sitt Þor- láksmessukvöld í skitnu kráreldhúsi og var að þvo upp. Þremur dögum áður hafði verið gæsasteikurveizla þarna í kránni, og eftir óþvegna bórðbúnaðin- um að dæma hafði veizlan verið allfjöl- menn. Mikjáll hafði lokið við nálægt helming uppþvottarins, þegar þreytan yfirbugaði hann. Um lágnættið hneig hann niður á eldhússtólinn. Það síðasta, sem hann heyrði áður en miskunnsöm svefngyðjan tók hann í faðm sér, var rödd gestgjafans, sem sagði í óblíðum tón: — Þú heldur áfram með þetta á morg- un! Ég veit ekki, hvort þú, lesandi góður, hefur reynt hvað það er að vakna kl. 6 á aðfangadagsmorgni við að órakaður greiðasali kemur inn til þín á náttskyrtu og flókaskóm, eftir að þú hefur átt næt- ursakir á eldhússtól með tveimur brotn- um rimum í bakinu. Það fyrsta, sem blasir við augum eru feitimakaðir disk- ar í háum stöflum, hálfa leið upp undir þak, ásamt sósuskálum, skaftpottum og öðrum eldhúsgögnum. Ef þú hefur ekki reynt þetta, skal ég trúa þér fyrir því, að það er skrambi óviðfelldið. — Reyndu nú að láta hendur standa fram úr ermum! sagði gestgjafinn og var alls ekki mjúkur á manninn. — Heyrið þér nú, sagði Mikjáll með grátstafi í kverkunum, — ég á að halda jólin á Silfrastöðum; óðalsbóndinn á von á mér, og ég ætla að giftast dóttur hans, og ... — Reyndu nú að byrja, tók gestgjaf- inn fram í. Þú átt að hafa lokið við þetta fyrir klukkan átta, svo að þú getir tekið til morgunverð og fært gestinum á nr. 17. — Færa gesti morgunmat? Nú fór Mikjál að sundla. — Færa morgunmat, sagði gestgjaf- inn fastmæltur. Hann kveikti í sósuðum vindilstúf og labbaði út. Síðasti diskurinn var þveginn á mín- útunni klukkan átta, og Mikjáll var að skola fitubrák úr vaskinum, þegar hann heyrði braka í stiganum undan þunga gestsins á nr. 17, sem var á leiðinni nið- ur í morgunkaffi og árbítinn. Mikjáll kom fram í dyrnar með bakka í höndunum, en hrökk við, svo að glamr- aði í öllu því, sem á bakkanum var. Hann tók andköf nokkrum sinnum, margdeplaði augunum og reyndi að fá heilann úr baklásnum. í veitingastof- unni sat ung og falleg stúlka, mjög lík daggfrískri rós um Jónsmessuleytið. — Slík sýn kemur að jafnaði ungum mönn- um til að depla augunum, og ef til vill til að taka andköf líka, en Mikjáll hafði fengið svo stórkostlegt taugalost, að eitt- hvað sérstakt hlaut að vera í efni þarna. Því að unga stúlkan var engin önnur en Adda. Daginn áður hafði hún brugðið sér til Odense til að skila af sér jóla- bögglum, en á heimleiðinni hafði hún lent í bylnum og séð þann kost vænztan að nátta sig í kránni og bíða af sér veðrið. Hún tók öndina á lofti og hljóp til að taka um hálsinn á Mikjáli. — Mikki! Hvað í dauðanum ert þú að gera hérna? Frh. á bls. 47. Danski skopteiknarinn Hans Qvist segir hér frá óförum Mikjáls Marteinssonar á aðfangadagskvöld FALKINN 37

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.