Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Síða 44

Fálkinn - 07.12.1960, Síða 44
Bændahöfðingi - Frh. af bls. 21 og hafði Jón Hálfdanarson í för með sér, svo sem hann hafði fyrirhugað ár- ið áður. Um veturinn voru Úlfármál sótt og varin við hæstarétt í Kaupmannahöfn. Vitaskuld bárust engar fregnir til ís- lands um framvindu málsins. Það var ekki fyrr en með vorskipunum, að sú fregn barst, að hæstiréttur hefði kveðið upp dóm í málinu í marzmánuði og mælt svo fyrir, að Magnús skyldi erfiða ævilangt í járnum á Brimarhólmi og allar eignir hans renna til konungs, er Lárus Scheving hefði af þeim tekið fjög- ur hundruð ríkisdali í kostnað við mála- reksturinn. Jón Hálfdanarson skyldi út- lægur af íslandi og ófriðhelgur, ef hann stigi framar fæti á land, en mega óáreitt- ur dveljast í Danmörku. í júnímánuði þetta sama ár var honum þó veitt sú linkind með konungsbréfi, sem Friðrik fjórði undirritaði í Dresden í aðseturs- stað kjörfurstans á Saxlandi, að hann mætti landvistar njóta á íslandi. Magnús spurði tíðindin í Eyjafjörð. Honum var auðvitað ljóst, að þetta var lokaósigur, enda beið hann ekki boð- anna. Hann tygjaði hest sem skjótast og lézt ætla að ríða suður. En hann kom ekki fram, og voru uppi getgátur um það, hvað af honum hefði orðið. Ætl- uðu sumir, að hann hefði farið á Vest- firði, þar sem mágur hans, Ari Þorkels- son á Haga, fór með sýsluvöld í vestur hluta Barðastrandarsýslu, og komist þar í útlenda duggu. Þegar alþingi hófst, var Magnús all- ur á bak og burt. Þrælkunardómurinn var eðlilega lesinn í Lögréttu og drög lögð að því, að allar eignir hans, er til næðist, yrðu gerðar upptækar, bæði lönd og lausir aurar. Loks var svo mik- ið viðhaft, að leggja fé til höfuðs söku- dólgnum sjálfum. Skyldi hver sá, er handsamaði hann og flytti til Odds Sig- urðssonar á Narfeyri eða Páls Beyers á Bessastöðum, hljóta sextíu ríkisdali að launum. Var það ekki lítið fé á mæli- kvarða íslenzkrar alþýðu, svo að freist- andi hefur verið fyrir margar manninn að hremma þrjótinn. En Magnús kom ekki í leitirnar. Á alþingi 1711 þóttust menn ekkert um það vita, hvort hann færi enn huldu höfði innan lands eða væri utan farinn með duggurum. XV. Svo var það árið 1712, að tötramað- ur kom að Narfeyri við Álftafjörð og vildi hafa tal af Oddi lögmanni Sig- urðssyni. Þar var þá kominn Magnús Benediktsson og lézt hafa leynzt á Horn- ströndum í þrjú ár, en ekki komizt í skip. Kvaðst hann nú vilja gefa sig á vald lögmanni af frjálsum vilja. Ekki verður um það dæmt, hvort hann hef- 44 FÁLKINN ur verið orðinn svo aðþrengdur eftir margra ára hrakning, að hann kysi frek- ar Brimarhólmsvist en flóttamannalífið, eða vænzt miskunnar af Oddi. En við- búið er, að hann hafi þá verið farinn að iðrast þess, að hann lét sér ekki lynda útlegðardóm Páls Vídalíns, því að vafalítið er, að þá hefði hann að fáum árum liðnum geta komið ár sinni svo fyrir borð, að sakir hefðu verið niður felldar og honum leyft að snúa heim. Hann var þeim efnum búinn, er til þess þurftu að liðka þvílík mál með- al valdamanna í Kaupmannahöfn á þeim tíma. Hv'ernig sem því vék við, að Magnús gaf sig á vald Oddi, þá er hitt vitað, að Oddur lét senda hann frá einum sýslumanni til annars suður að Bessa- stöðum. Var hann síðan fluttur utan með Hólmsskipi um sumarið. Þá vóru átta ár liðin frá því, er Guðrún, barns- móðir hans, fannst dauð í Eyjafjarðará, og mun aldrei jafnættstór maður hafa verið fluttur af íslandi í járnum til þrælkunar á Brimarhólmi. Skip það, er Magnús var fluttur á, hreppti vos mikið og tók Noreg, en náði þó um síðir til Kaupmannahafnar um veturinn. Síðan tók Brimarhólms- vistin við. XVI. Árin liðu, og hinn ófyrirlátssami, ey- firzki bóndi, er eitt sinn hafði verið á flestra vörum, gleymdist þeim, er ekki voru þeim mun langminnugri. Sagan um hann hefur helzt verið rifjuð upp endrum og sinnum norður í Eyjafirði, þegar fólk var í skapi til þess að spjalla um gamla viðburði, eða ef höfðingjar þeir, sem átt höfðu í stímabraki við hann, minntust liðinna daga. Þó lifði Magnús meðal kóngsþræla á Brimar- hólmi. Hann hafði verið harður í horn að taka á meðan hann lék lausum hala, og hann reyndist einnig furðu þolinn við þau kjör, sem fjötramönnum voru búin. Honum hefur á engan hátt verið fisjað saman. Hann var þó orðinn hálf- sextugur, er hann var sendur utan í þrælkunina. Árið 1722 skrapp öndin úr hinum holduga kroppi sýslumannsins á Möðru- völlum, er svo mikla mæðu og umstang hafði haft af Magnúsi í Hólum. Þetta sama sumar flutti eitt dönsku kaupskip- anna til landsins hnýtt og bæklað gam- almenni. Þar var kominn Magnús Bene- diktsson, frjáls maður á ný af konungs náð. Hefur það líklega gerzt fyrir at- beina sonar hans, Nikulásar, sem fór til náms í Kaupmannahafnarháskóla sumarið 1920, og virðist einmitt hafa komið til landsins um svipað leyti og faðir hans. En mjög var nú um skipt fyrir þessu lotlegu og hrakta gamalmenni, er fyrr meir hafði verið ógnvaldur byggðar sinnar, sökum ofstopa síns og ófyrir- leitni, og skákað í því skjóli, að til hans næði hvorki lög né réttur. Þótt hart væri Magnús leikinn, var svo mikið eftir af honum, að hann hjarði átta ár til viðbótar. Hann andað- ist 1730, sjötíu og þriggja ára gamall. Þá var Nikulás sonur hans fyrir nokkr- um misserum orðinn sýslumaður í Rang- árþingi. Það var sá hinn sami og drekkti sér í Nikulásargjá á Þingvöllum um al- þingistímann sumarið 1742. Jól í Mexico-sól - Frh. af bls. 23 Með einhverjum undursamlegum hætti tókst að útvega öllum pláss. Eins og úttroðin Nóa-örk valt svo stór og þungur almenningsbíllinn af stað og út úr borginni. Hver einasti fersenti- metri í bílnum var notaður. Ég sat vel varinn. Ég hafði heitan kalkúninn og tvær Chianti-flöskur í fanginu, digra Indíánakerlingu á hnjánum og körfu með gaggandi hænsnum milli fótanna. Hver sat á jólakökunni og skorpusteik- inni, var ekki hægt að sjá, en það mundi koma í ljós á leiðarenda. Leiðin milli Mexico City og Puebla er sú fjölfarnasta í Mexico og jafnframt ein sú fegursta. Hún liggur um dásam- legt fjallendi í beygjum og brekkum upp í 10.000 feta hæð. Vegurinn upp fjöllin er mjór og liggur þannig, að vagnar, sem eru á leiðinni til Puebla aka á fremri brúninni út að hengiflug- inu. Á hverju augnabliki komu stórir almenningsvagnar eða vöruvagnar drun- andi á móti okkur í kröppu beygjun- um, svo að við urðum að víkja út á fremstu brún, en kaffibrúni bílstjórinn okkar lét það ekki á sig fá. Með sígar- ettuna dinglandi í munninum, stýrði hann öruggt „Örkinni hans Nóa“ á fleygiferð í beygjum, og kvenfólkið æpti í hvert sinn sem við mættum bíl. Við Telapan — hæsta blettinn á leið- inni — námum við staðar til þess að hella köldu vatni á sjóðandi kælinn. Fyrir neðan fætur okkar breiddi öld- ótt áslettan úr sér með grænum döl- um og ásum, og í tæru desemberloftinu sáum við hin frægu fjögur eldfjöll, Popocatepetl, Ixtaccuhuatl, Malince og Orizaba lyfta skínandi hvítum skallan- um upp í bláan himininn. Undir eins og sjóðheitur kælirinn hafði svalað þorstanum, var haldið und- an brekkunni á fleygiferð — 3000 fet niður á 20 mínútum, — svo renndum við inn í lítinn bæ, St. Mœrtin Texme- lucca, og þar var fyrsta áfanganum lokið. Meðan „Örkin hans Nóa“ rann áfram til Puebla, þinguðum við yfir bolla af svörtu Mexicokaffi við gestgjafann í lít- illi krá, um að útvega okkur vagn, sem gæti flutt okkur til Tlaxcala, sem er um 30 km. fyrir austan þjóðveginn. Við vorum heppin. Hálftíma síðar stað- næmdist eini bíllinn í bænum — gamall Ford — við dyrnar. Þegar við höfð- um komið okkur og farangrinum fyrir i honum og ætluðum að fara að leggja

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.