Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Side 46

Fálkinn - 07.12.1960, Side 46
hirði“ í annarri hendinni og gamla og hrukkótta Indíánakonu í hinni, bland- ast ég inn í hinn syngjandi skara með öllum logandi kertunum. Eftir að við höfum farið endilanga kirkjuna fjórum til fimm sinnum í hring og kertin okkar eru að brenna út, hætt- ir söngurinn og keðjan er rofin. Jólahátíðin er á enda, og meðan presturinn og meðhjálparinn eru að slökkva á stóru kertunum, tæmist kirkj- an algerlega, smátt og smátt. Við stöndum úti á Plaza undir þús- undum af blikandi stjörnum jólanætur- innar. Kliður lágra radda og fótatak fjöldans á máðum götuhellunum, dvín- ar út í fjarskann. Hér og þar blikar og flöktir dauft Ijós í myrkrinu. Það eru Indíánabörn með kerti, sem ekki eru enn brunnin út. Með litlu höndun- um hlífa þau mjóum, blaktandi logun- um, til að varðveita sem lengst síðasta endurskinið frá hinu gullna ævintýri jólanna. Francois Sagan - Frh. af bls. 25. á alheimsmælikvarða. En áhorfendur borga ekki aðgangseyri, nema síður sé. Blaðamaður spurði Francoise Sagan, hvort hún ætlaði að gifta sig aftur, og Kiki svaraði elskulega, að ef sá rétti kæmi myndi hún gera allt til að gera hann hamingjusaman. Meira áð segja hætta að skrifa! Og þegar hann minnt- ist á, hvort ekki væri mikið um ástar- ævintýri meðal kunningjahóps hennar, svaraði hún skynsamlega, að unga fólkið nú á dögum geri mikið af því að hald- ast í hendur, og vitaskuld séu eigendur þessara handa ekki alltaf Þeir sömu. Það væri óhrekjandi sannleikur. Vinsældir sínar á Francoise því fyrst og fremst að þakka að hún segir sann- leikann um sína kynslóð. Hann er alltaf spennandi, og hún seg- ir sannleikann svo snilldarlega, að þeir, sem venjulega kæra sig ekki um að heyra hann, hlýða nú á í ofvæni. Örsus prins - Frh. af bls. 35. an skrokkinn, — það var svo kalt þarna. — Ég ætlaði að sækja hana Nani prinsessu, stamaði hann. — Nani, hvaða prinsessa er það? Kóngurinn strauk sér um ennið, svo að hrímið hrundi af hon- um. Nú skildi Úrsus að hann hafði ver- ið gabbaður, og ætlaði að fara. En kóng- urinn hélt áfram að spyrja þangað til hann hafði fengið að vita það, sem hann vildi. — Særingamanns-óþokkinn hefur eflaust gabbað þig hingað. En nú skul- um við gabba hann. Taktu hérna um fremsta köggulinn á litlaputtanum á mér, þá verður þú svo sterkur að þú 46 FALKINN ræður við allt. Úrsus tók í puttann og þá fór einhver stramur um hann og hann varð allt í einu fílsterkur. Svo fór hann. Særingamaðurinn og Agot höfðu ekki verið iðjulausir. Agot hafði borað gat á snj ókofavegginn til þess að geta talað við Nani, og bað hana daglega um að eiga sig, — þá skyldi hún losna úr fangelsinu undir eins. En Nani sagðist heldur vilja deyja en giftast slægum ref. Þá fékk Agot særingamanninn til að búa til rok, og nú fór ísinn að springa og meira og meira brotnaði af jakan- um, sem snjókofi Nani stóð á. Agot kallaði inn til hennar: — Ef þú lofar að giftast mér skal ég hleypa þér út áður en aldan ríður yfir jakann. En Nani sagði: — Ég vil heldur deyja. Þá benti Agot særingamanninum og hann lét lygna, en breytti sér í hvítabjörn. Prins- essan sá gegnum gatið á veggnum hvar þessi ferlegi björn kom þrammandi. Bráðum mundi hann mölva niður snjó- kofann og éta hana lifandi. Hún nötr- aði af hræðslu. Agot tók kajakinn sinn og réri burt. Hann var hræddur, þó hann vissi að þessi björn var enginn annar en særingamaðurinn. Nú beygði hann sig í kút og ætlaði að mölva kofann._ Þá blikaði á breitt spjót bak við kof- ann. Þar var Úrsus kominn. Björninn stanzaði og lét skína í tennurnar. Úrsus hjó spjótinu gegnum kofavegginn og náði í Nani. En nú tók björninn undir sig stökk. Úrsus varð ekki nógu fljótur til með spjótið, en Nani hafði náð í skutulinn hans og skotið honrnn. Björn- inn veltist um hrygg. Nani hafði hitt hann. En þetta var enginn björn, heldur bara bjarnarfeldur og innan í honum var særingamaðurinn vondi. Agot hafði flúið á húðkeipnum sínum. Nú sagði Nani Úrsusi frá hverju hann hefði hótað henni. En Úrsus þorði aldr- ei að koma í landið framar. Og Nani og Úrsus urðu hjón og áttu börn og buru, grófu rætur og muru. Jolabréf - Frh. af bls. 33. Og sem þér varla hafið gleymt, því að honum gleymir maður ekki. Ég hefði átt að bera yður kveðju hans fyrir löngu, en samt hef ég ekki gert neinum rangt til með því að bíða þang- að til núna, því að hann bað mig sjálfur um að ákveða staðinn, stundina og til- efnið — aðeins að ég mundi það alltaf og gleymdi því aldrei. Ég gleymdi því aldrei. Ég hef munað það á hverjum degi í þrjátíu ár. Á vor- in þegar skógargrundin skrýddist blóm- um og blöðin sprungu út á trjánum, og á haustin, „þegar gull og purpuri hélt innreið sína í skóginn og mettaði hann eldi og glóð“, eins og stendur í einu kvæðinu hans, sem ég þýddi á óbundið mál. En sízt gleymdi ég því um jólin, bezt mundi ég það, þegar kveðjur flugu hús; úr húsi, frá vini til vinar, frá manns- sál til mannssálar: Á hverjum jólum í þrjátíu ár hef ég verið að hugsa um að senda yður kveðjuna hans, en í hvert skipti frest- aði ég því, því að mér fannst tíminn ekki kominn til þess, eða kannske var það ég, sem ekki hafði náð þroska til þess, ég veit það ekki, ég veit aðeins að núna í ár skuluð þér fá kveðju hans og þau orð, sem ég lofaði honum að koma á framfæri: Segið henni, að hún hefði átt að treysta mér, segið henni að ég elski hana nú og alltaf, segið henni, að síðasta andvarp mitt verði. andvarp til hennar. Segið það þannig, að hún skilji það, segið það eins og ein kona getur sagt annarri: hann elskaði þig brennandi og að eilífu — þér hefði verið alveg óhætt að treysta honum. Nú hef ég sagt það, og nú vitið þér það, ef þér hafið ekki vitað það áður. Og það undarlega er, að nú svíður mig ekkert í hjartað, er ég hugsa þetta og segi það, og veit að þér vitið það. En í þrjátíu ár hefur það kvalið mig að hugsa til þess, að það var ég, sem átti að bera yður þessa kveðju. í þrjá- tíu ár — síðan hann fór burt og dó svo skömmu síðar. Nei, í þrjátíu og eitt ár. Því að mig kenndi svo til und- an þessu, undir eins og hann sagði það við mig í fyrsta skipti: Þér get ég trú- að fyrir leyndarmáli, þú ert vinur minn, þú mátt ekki hlæja að mér, þó að þér sýnist að ég sé gamall, gishærður og digur, — en þegar þú hittir hana — eða þó að þú hittir hana aldrei, þá heilsaðu henni frá mér og segðu-------- Ég hló og lofaði því. Ég hló af því, að mér fannst hann alls ekki vera gam- all, mér fannst hann vera sá eini rétti, þó að ég vissi ekki um árafjöldann hans, og mér fannst hann alls ekki vera digur, mér fannst hann vera höfðing- legur og beinn og fríður og karlmann- legur. Og mér fannst hár hans vera eins og silki. Hann felldi sig vel við mig — ég veit ekki hvers vegna. — Þú ert vinur minn, þó þú sért ung, sagði hann — ég sé á þér, að þú skilur mig. Þú mundir trúa mér, er það ekki, ef ég segði, að ég elskaði þig! Þú mundir ekki vera hrædd við að hafna öllu því, sem þú hefur og fylgja mér, — heldurðu það? Ég hló aftur. Því að hann var ekki að spyrja mig, hann var að tala við sjálfan sig. — Og hví skyldi ég ekki fylgja honum, hvert á land sem hann færi? — En þegar þú sérð hana — eða jafnvel þó að þú hittir hana aldrei, þá skilaðu til hennar orðsendingu minni! Segðu, að ég----------- Ég kinkaði alltaf kolli, þegar hann sagði þetta. í hvert einasta skipti. Ég skyldi áreiðanlega muna það. Vitið þér það — hann var hérna heilt ár! Og hélt loforð sitt: að koma aldrei til yðar! Og þegar þér voruð á leik-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.