Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Qupperneq 47

Fálkinn - 07.12.1960, Qupperneq 47
sviðinu, þá þorði hann ekki að sjá yður. Stundum málaði hann borgina rauða, hann og þessir ungu fylgifiskar hans. Og eftirá kom hann heim til mín og bað um að mega hvíla sig í stofunni minni. Ég hafði svo róandi áhrif á hann, sagði hann. En hann hafði ekki róandi áhrif á mig. Nei! En hann spurði ekkert um það. Og hefði hann spurt, þá hefði ég fullvissað hann um að hann gerði það. Ég var ung þá, og mér fannst þér ekki vera það, því að þér voruð tíu árum eldri en ég. Ég hafði séð yður margsinnis og heyrt talað um yður og fannst þér ekki vera falleg og ekki geðfelld. En gáfuð! Og mikil! — Þú ert vinur minn, þú ert ung og indæl, sagði hann. — Ég kæri mig ekkert um að eiga karlmenn fyrir vini — og ekki heldur konuna, sem ég elska. Þú ert vinur minn, svo góð, svo mild. Ég var höfuðverkjaskammtur. Glas af köldu, tæru vatni. Vinur hans. En hvað fjúkið var nístings kalt dag- inn sem hann fór. Eins og í dag. En þann dag buldi íshagl á hjartanu í mér. Það gerir það enn í dag. — Ég vildi gjarnan, að þú kæmir með mér, vinur minn, sagði hann — en það er ekki sæmandi. Fólk mundi misskilja okkur, vertu viss um það! En mig mundi fólk ekki misskilja, ef ég færi líka, nei, ekki mig! En mundu, sagði hann og beygði sig út í vagngluggann — mundu, að þú hefur lofað, að einhverntíma, þegar þú sjálf ákveður, áttu að segja henni þetta — að hún hefði átt að trúa mér -— að ég elskaði hana! — Og meira til, sagði hann, allt það sem þér vitið. Missiri síðar las ég í blaðinu, að hann væri dáinn. Hann hafði ekki skrifað mér eitt einasta skipti, ekki eitt einasta skipti, einasta vini sínum. Og ég vissi ekki einu sinni heimilisfangið hans. Ef til vill hafið þér fengið síðustu kveðju — bréf? Ég þorði ekki að heim- sækja yður og spyrja. Ég gat ekki fært yður kveðju hans strax, — fylling tím- ans var ekki komin. Eða að minnsta kosti: ég hafði ekki þroska til þess. Nú hef ég hann. Fjúkið er svo níst- ingskalt. Og mér finnst eins og sál míns elskaða vinar sé úti í þessu veðri. Hún á ekki heima hjá mér, — viljið þér skjóta skjólshúsi yfir hana? Þér eruð ein núna. Ef til vill ein- mana. Þér hafið leyfi til að elska hann. Viljið þér gera það —■ ó, viljið þér gera það? ■Hann sagði mér, að þér hefðuð leyft sér að kalla yður ísabellu, og einu sinni andaði hann á rúðuna hjá mér og skrifaði með fingrinum á frostrósirnar. Ég hef oft litið á þessa rúðu og þótzt lesa nafnið yðar á glerinu. Fyrst í stað var það ekki gert með neinni vingirni! Æ, nei! Lengi var ég bitur, þegar ég gerði það — með kulda og gremju. En nú að síðustu með kvíð- andi efa: Voruð þér honum samboðin, ísabella? Hafið þér þjáðst líka? Eins og hann? Og svo fann ég allt í einu, að fýlling tímans var komin. Og mín líka. Þér urðuð að fá gjöfina, sem hann hafði falið mér að koma til skila. Núna í dag, þegar allir fá gjafir, einmitt í dag, verðið þér að fá hana. Hérna er hún: vissan um, að ást hans var eilíf og á yður. Ef til vill eruð þér jafn efunargjörn ennþá, og þér virtust vera fyrrum, þeg- ar ég mætti yður stundum á götu. Og máske hugsið þér með yður, að ej þér hefðuð haft traust á honum, og ef ‘þér hefðuð elskað hann — þá mundi ást hans tæplega hafa orðið jafnviss og heldur ekki jafneilíf. Það veit ég ekkert. Ég þekkti hann ekkert. Ég elskaði hann bara. Og þessa gjöf fáið þér í dag. En hún er svo lítil! Því að hún er frá mann- eskju, sem þér þekkið jafnlítið og þér þekkið X. Stúlkan leit upp. — Veslings maðurinn sem dó. Mikið hlýtur hann að hafa elskað frúna heitt. Frúin brosti og starði fram undan sér eins og í draumi. — Já — sagði hún — en það merki- legasta er, að ég get ómögulega munað hver hann var. — Og stúlkan, sem skrifar? Henni hefur líka liðið illa, sagði stúlkan með samhyggð. Frúin kinkaði kolli. — Hræðilega! sagði hún með ánægju- svip. Það var blátt áfram hörmunga- saga. Og svona lengi! Hringdu. Flýttu þér að hringja til hennar systur minn- ar. Hún má til með að koma! Fimm krónur - Frh. af bls. 37 — Ég er að þvo upp! svaraði Mikjáll. — Hvernig stóð á að þú lentir hérna? spurði Adda, sem hafði óljóst hugboð um, að ekki væri allt eins og það átti að vera. Mikjáli tókst að gefa henni sundur- lausa skýrslu, sem henni varð nokkurn veginn skiljanleg áður en lauk. — Mér skilst, sagði Adda, — að þú hafir ekki sérstaklega miklar mætur á þessari krá. — Hann er fúlmenni! sagði Mikjáll og ranghvolfdi í sér augunum. — Ekki sérlega hjálplegur, hugsa ég? sagði Adda og beit í fingurinn á sér og setti upp spekingssvip. — Einmitt það sama, sem ég ætlaði að segja, sagði Mikjáll. Adda leit út um gluggann. Snjókoma var enn og ófærðin enn meiri en daginn áður. — Ef mér skjátlast ekki, er mann- herfan sofandi núna. Mikjáll var á sama máli og kinkaði þess vegna kolli. — Nú skaltu gera alveg eins og ég segi, sagði Adda. — Ég læðist upp á loft og held mig í skugganum, én þú kémur . með bakkann og kastar honum í gólfið, eins fast og þú getur. Mikjáll skildi ekki hvaða tilgangur væri með þessu, en kinkaði dauflega kolli. Hann var í því sálarástandi, að hægt var að láta hann gera allt. — Þú skilur mig, — ég fer upp og þú dengir bakkanum í gólfið, sagði Adda og hvarf út úr dyrunum. Ef nokkuð er til, sem getur vakið gestgjafa, þá eru það hljóð, sem bera með sér að verið sé að mölva postulínið hans. Eins og lesandinn mun skilja, er ég nú kominn að þeim þætti málsins, sem drepið var á í upphafi þessarar frásögu. Mikjáll hafði framkvæmt sinn þátt fyrirtækisins óaðfinnanlega. Gestgjafinn kom að honum, þar sem hann stóð högg- dofa yfir rústunum af morgunverði Öddu. Hann starði á gestgjafann, eins og í leiðslu. Gestgjafinn var enn í náttskyrtunni og flókaskónum og pírði augunum um leið og hann færði sig nær Mikjáli, setti undir sig hausinn og lét handleggina dingla. Mikjáll lokaði augunum. í sömu svifum og gestgjafinn virtist ætla að láta til skarar skríða, heyrðist rödd Öddu úr dyrunum að nr. 17. — Stopp, mannbjálfi! sagði hún fast- mælt. Gestgjafinn snerist á hæli. Hann horfðist í augu við Öddu, og augnaráð hennar negldi hann við gólfið, eins og hann hefði orðið fyrir eldingu. — Viljið þér, maður minn, sjá um að unnustinn minn og ég verðum sam- stundis flutt — akandi, fljúgandi eða á kviktrjám — að forstofudyrunum á Silfrastöðum! Röddin var hörð eins og stál. Gestgjafinn áttaði sig, og það er virð- ingarvert af gestgjafa, sem stendur á náttskyrtunni og flókaskónum augliti til auglits við fallega unga stúlku, sem sjá- anlega er mjög reið. — Því ætti ég að gera það? spurði hann. — Vegna þess, sagði Adda hægt og lagði áherzlu á hvert orð, — vegna þess, að meðan þér voruð að vaga niður stig- ann eins og flóðhestur, skrapp ég inn í herbergið yðar og hnuplaði buxunum yðar. Adda hafði átt kollgátuna, er hún treysti því að gestgjafinn ætti ekki nema einar brækur. Og nú voru góð ráð dýr hjá gestgjafanum. Vindurinn fór úr hon- um eins og sprunginni blöðru. — Já, en — síminn er í ólagi, sagði hann hásum rómi, — lestin gengur ekki og vegirnir eru ófærir. — Annaðhvort gerið þér eins og ég segi eða ég sting buxunum yðar í eld- inn, sagði Adda. — Já, — en, hvað á ég að gera, sagði manngarmurinn kjökrandi, og var nú orðinn eins og menn í náttskyrtu eiga að sér að vera. — Ég sá gamlan sleða út um glugg- ann hjá mér, sagði Adda, — og í morg- FALKINN 47

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.