Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Page 48

Fálkinn - 07.12.1960, Page 48
un heyrði ég hest hneggja. Ég vona, að ég þurfi ekki að segja meira. Gestgjafinn andvarpaði. — Jæja, ætli maður verði þá ekki að skussa ykkur. Komið þér með buxurnar! — Nei, ekki alveg — svo vitlaus er ég ekki, sagði Adda. — Þér akið okkur fyrst, og síðan skuluð þér fá buxurnar. — Dettur yður í hug að ég geti ekið ykkur svona? sagði gestgjafinn og renndi augunum niðureftir nærbrókun- um sínum. — Mér finnst að þessi búningur sæmi yður ágætlega, svaraði Adda, — en eng- inn bannar yður að vefja værðarvoð um yður, svo að yður verði síður kalt. ★ Adda hélt dauðahaldi um dálítinn böggul í mórauðum pappírsumbúðum, en í honum voru buxur gestgjafans. Þegar sleðinn nam staðar við aðaldyrn- ar á Silfrastöðum steig hún út ásamt unnustanum og rétti ökumanninum böggulinn. Hann þreif hann og ók burt á fleygiferð, svo að snjóinn skóf undan meiðunum. ★ Það var farið að rökkva. Adda og Mikjáll sátu í sófanum við arininn. Út um gluggann sáu þau kirkjuna með ljós í öllum gluggum. Og umgerðin um þá mynd var samsett úrbirkigreinum,þung- um af snjó. Eldur brann á skíðum og Adda kreisti úr sítrónusneið ofan í toddýið hans Mikjáls. — Við giftum okkur þá í vor, elskan, hvíslaði Mikjáll. Adda kinkaði kolli og vatt lokk úr hári hans um vísifingurinn á sér. — Og förum í brúðkaupsferð í ein- hverja krána og sjáum kirsiberjatrén blómgast, tísti hún og hjúfraði sig að honum. Mikjáll hrökk við og sperrti upp aug- un. — Adda, þú mátt ekki misskilja mig, elskan mín; þú veizt að ég vil gera nærri því allt fyrir þig, en eitt verð ég að segja: Við förum aldrei framar á neina krá! Jón sterki - Frh. af bls. 17 Kuldahrollur fór um hann og honum fannst loftið vera óþolandi mollulegt. Hann hallaði sér út að skaflinum. Fæturnir fengu ekki risið undan þunga hans. Og þannig sat hann starandi galopnum augum út í myrkrið. Óveðrið hamaðist jafntryllt og áður. Honum varð hugsað heim til konu og barna. Nú sátu þau heima í hlýrri og bjartri baðstofunni og höfðu beðið hans lengi. En fyrst hann kom ekki mundu þau halda að hann hefði frestað ferðinni til næsta dags ... Hann fór að sljófgast. Hann fann nú ekki lengur til neinna óþæginda vegna kuldans eða bleytunnar. Og þung, syfju- leg vellíðan breiddist út um limi hans. Myrkrið grúfði yfir honum, þungt og 48 FALKINN lamandi. Það var eins og hann lægi í gröf, djúpt í jörðu. Hann reyndi að ein- beita vilja sínum til þess að halda sér vakandi. Hann vissi að honum var bráð- ur bani búinn, ef hann sofnaði... En gæti hann haldið sér vakandi þar til hríðin væri afstaðin, þá var von ... En slappleikinn óx. Limir hans dofn- uðu. Þá stakk hann fingrunum í munn- inn og beit í. Hann beit fastara, en sá sársauki leið einnig fljótt úr. Þá féll hann í eins konar dvala, hann hvorki vakti né svaf. Þá barst til hans hljómur gegnum myrkrið, eins og klukknahljómur úr fjarska. Hann lá með lokuð augu og hlýddi á sem í draumi. .. Líkfylgd fór framhjá ... Hann þekkti andlitin ... Það voru allir þeir, sem höfðu orðið úti á heiðinni um hans daga. Aftastur gekk Sigmundur Björnsson. Hann var grett- ur í andliti og hæddist að honum ... Nú voru þeir horfnir. Það var undar- lega kyrrt og þögult umhverfis hann ... og hann heyrði konu sína og böm syngja jólasálminn: í Betlehem er barn oss fætt... Hann var nú sjálfur staddur þarna heima og hafði opnað pokana og útbýtti gjöfunum... En allt í einu var það líka horfið. Þá heyrði hann hrópað nafn sitt: Jón, Jón, á fætur með þig!... Jón, gakk þú til vinstri — til vinstri! Hann hrökk upp, settist upp og glað- vaknaði, eins og það hefði verið kallað inn í eyrað á honum. Hann starði út í myrkrið hálfruglaður. Allt í einu vissi hann upp á hár hvar hann var staddur. Honum fannst hvíla á sér einhver þungi, eins og snjórinn yfir honum hefði steypzt yfir hann. Hann skreið fram að opinu og gróf sig út. Hríðin geysaði ennþá, en hann vildi freista þess að komast brott. — Hann skjögraði á fætur og þreif stafinn, skjálf- andi af kulda. Eitt andartak fannst hon- um hann vera of örmagna til að geta haldið áfram. En svo komu hin leyndar- dómsfullu orð aftur fram í huga hans, eins og hann heyrði þau sögð á ný. Gakk þú til vinstri. .. til vinstri, end- tók hann. Hann var ekki lengur á báðum átt- um, honum hafði verið sagt til vegar á dularfullan hátt. Hann fálmaði eftir pokunum og fékk varpað þeim á axlir sér með erfiðismun- um, síðan staulaðist hann af stað út í myrkrið. Hríðin kippti honum fram og aftur, eins og hann hefði verið sviptur öllu afli og bolmagni. En hann barðist á- fram til vinstri og tautaði orðin fyrir munni sér, eins og þau gætu gefið hon- um mátt. Hann fálmaði fyrir sér með stafnum, því að hann óttaðist gilin. Og loks virt- ist honum fara að halla undan fæti. Öðru hverju lá við að hann hrasaði og félli, en það var eins og hríðin bæri hann uppi. Hann reikaði áfram eins og maður í svefni, nú þegar hann var loks- ins kominn af stað. En allt í einu nam hann staðar, ein- blíndi fram fyrir sig og studdist við stafinn til að geta staðið kyrr. Langt úti í myrkrinu skein lítið ljós ... ekki stærra en auga, fannst honum. Svo sýndist honum það hreyfast allt í einu, hoppa upp og niður, eins og það hoppaði stein af steini. í sama vetfangi byrjaði hjarta hans að slá, eins og það vaknaði af dauðadái. Hann gekk á ljósið .. . en það kom ekki nær ... Þá setti hann hendumar fyrir munninn og hrópaði: „Halló ... halló ... halló!“ En enginn svaraði nema stormurinn. Svo æpti hann að nýju og stóð svo grafkyrr og hlustaði. Þá fannst honum hann heyra óm af kalli, sem heyrðist óglöggt gegnum stormgnýinn. Og hann hrópaði aftur og aftur. Það var sem hann hefði náð kröftum sínum aftur. Hann hljóp áfram, en hras- aði og spratt upp aftur. Þá heyrði hann: „Jón . .. Jón! Er það Jón?“ „Já, það er ég,“ svaraði hann hárri röddu. Hann kannaðist við málróm konu sinnar. Það var hún! Eftir andartak mættust þau. „Guði sé lof, Jón,“ andvarpaði hún og lýsti framan í hann með ljóskerinu. . „Já, guði sé lof... Já, guði sé lof...“ endurtók hann, og nú brást honum röddin. Þá sá hún óðara hvað honum leið. „Komdu, Jón . .. Komdu!“ sagði hún áköf. Hún tók undir hönd hans til að styðja hann, og lýsti framundan með ljóskerinu. Hún lagði arm hans yfir herðar sér, þegar hún fann að hann reikaði í spori. „Þú verður að halda áfram. Bráðum komum við heim.“ „Já, já . . . já, já,“ svaraði hann sljór eins og allt færi framhjá honum. Fyrst þegar hún hafði komið honum í baðstofuna, sá hún hversu langt hann var leiddur. Hún reif pokana af öxlum hans og leiddi hann til sængur. Hann hné út af lémagna með hönd undir kinn. Hár og skegg var gaddfrosið og fötin freðin, svo að brakaði í þeim við hverja hreyfingu. Hún hafði engin umsvif, en reif klæðin utan af honum og velti hon- um upp í rúmið, en börnin störðu á með skelfingu. Síðan sótti hún ketilinn, sem var yfir eldinum og hellti heitum drykk í könnu og blandaði með brennivíni. Hún lyfti upp höfði hans og hellti blöndunni niður í hann dropa fyrir dropa. „Drekktu nú, Jón, drekktu nú, Jón.“ Síðan tók hún ullarábreiðu og tók að núa fætur hans og brjóst og linnti ekki fyrr en hún fann, að honum hlýnaði og heyrði hann draga andann djúpt og rólega. Þá reis hún upp og lét börnin koma að rúmstokknum. „Komið þið hingað til pabba,“ sagði hún og brast í grát. „Það er vegna ykk- ar og mín að hann er svona þreyttur.“ Þannig sat hún allt jólakvöldið, þakk-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.