Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Síða 49

Fálkinn - 07.12.1960, Síða 49
lát og róleg í skapi. Hún hafði fundið það á sér að hann var á fjallinu. í rökkr- inu hafði hún lagt sig út af. Hún vissi varla hvort hún var vakandi eða sof- andi. En allt í einu hafði hún séð hann sitja í snjónum uppi á fjallinu, um- kringdan dauðum mönnum. Þá hafði hún þotið upp og kallað nafn hans, — hrópað að hann ætti að ganga til vinstri. En þegar leið á kvöldið og hann kom ekki, fór hún að skilja, að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá hafði hún tekið ljóskerið og farið upp eftir. Hún vissi ekki til hvers. En nú skildi hún það. „Guði sé lof og dýrð,“ sagði hún og strauk yfir úfið hár hans. Síðan hjálpaði hún börnunum í rúmið. En pokana hreyfði hún ekki. Þá átti hann sjálfur að opna. Hún sveipaði um sig sjali og settist á stólinn. Hún ætlaði að vaka. Hann mátti ekki vakna án þess að mæta augnatilliti hennar og vita hvar hann var staddur . .. Leitað Ijósmóður- Frh. af bls. 27. fötu í hendinni — þú verður að koma og grafa stíg að fjósinu. — Já, nú kem ég. — Hann fékk skyndilega undarlega mikla löngun til að slá sig til riddara í hennar augum enn einu sinni. Ef til vill yrði það í síðasta sinni, en — það var sem byrðin af nýrri ábyrgð hefði leyst unga krafta í líkama hans úr læð- ingi. Hann kastaði snjónum, svo að hann flaug yfir skaflana og var orðinn sveittur áður en hann komst að fjós- dyrunum. Amma starði á hann stórum augum og brosti, en sagði ekki neitt. Hann sagði heldur ekkert, þau gengu aðeins inn í fjósið. Aðfangadagur! Það er aðfangadagur í dag, hugsaði Árni litlu um leið og hann vaknaði á dimmu hlöðuloftinu og heyrði dýrin jórtra á morgungjöfinni. Hann skildi ekki vel hvað afi og amma voru að tala um niðri í fjósinu, en fann til hlýju og öryggis yfir því, að þau sátu þar og mjólkuðu kýrnar, svo að söng í fallegu tréfötunum. Smám saman fannst honum þessi söngur svo indæll, að honum fannst hann---------- og hann féll í djúpan, væran svefn án þess að hugsa frekar. Hann vaknaði á ný við að ókunnug kona kom inn í fjósið. Hún talaði hárri, skýrri röddu. — Nei, það er ekki nauð- synlegt. Svefn og hvíld fæ ég nóg af seinna og ef ég verð hér til morguns, vil ég verða til gagns eins og þið hin. Þeirra launa krefst ég, skaltu vita, Ingjebrikt. Síðan gekk hún aftur til bæjar og Árni litli skildi, að fleira yrði ekki sagt í þessu máli. En hann varð að bæta eitthvað úr þessari nagandi óvissu, sem ætlaði alveg að kæfa hann. A.m.k. varð hann að deila henni með öðrum. — Inga, hvíslaði hann varlega að systur sinni. — Sefurðu, Inga? — — Nei, en þú? — Nei. — Veiztu, að Ane er kom- in —? — Já, ég heyrði til hennar í fjósinu áðan. — Hvað heldurðu um það —? — Ég held, að við höfum eignazt nýjan bróður, sagði Inga stolt. — Af hverju heldurðu það? — Ég heyrði þau minnast á það áðan. — Ertu alveg viss? — Já, næstum. Það varð dauðaþögn. Það var eins og þetta hvísl hefði fært þau þangað, sem orð voru bannhelg. Þegar börnin þrjú komu til bæjar fundu þau strax, að eitthvað hafði kom- ið fyrir og að eitthvað var ekki eins og áður. Þeim fannst eins og það væri aðfangadagur, og þó ekki aðfangadagur. Þau gátu ekki fyllilega gert sér grein fyrir hvort eitthvað væri að og hvað það gæti þá verið. Ane gekk þarna að störfum, eins og þau höfðu búizt við. Afi og amma voru þarna líka og einnig mamma. En byssan hans pabba lá brot- in við skápinn, og hvar var pabbi? Þau ætluðu að spyrja að því, þegar mamma kallaði til þeirra gegnum opnar dyrnar. — Þið verðið að koma og sjá hann litla bróður ykkar. Þau urðu svo undarlega lítil og magn- laus við þessa rödd. Það var sem ís- múr hryndi — og þau stóðu þarna og horfðu á mömmu brosa — milt og ást- úðlega, svo fallega klædda, að þau urðu næstum feimin. -— Svo stóðust systurnar ekki freisting- una. Þær komu alveg að rúminu og sögðu báðar í kór: — Ó, hvað hann er lítill og falleg- ur — — Árni litli stóð og barðist við grát- inn og vissi ekki hvað hann átti að segja. Loks sagði hann: — Hvar er pabbi? Þessu var ekki svarað, því að í sömu andrá birtist pabbi í dyrunum. Andlitið var torkennilegt og bundið um vinstra handlegginn, svo aðeins sást á fingur- gómana. — Jæja, Árni, sagði hann hlæjandi, þegar hann sá, hvernig barnið starði á hann. — Þarna sérðu hvernig fer, þeg- ar maður reynir að handsama úlfa með berum höndum — — — Með berum höndum? sagði Árni ruglaður. — En hafðir þú ekki byssu? — Jú, byssuna. En heldurðu ekki að brennisteinninn hafi eyðilagzt, svo að hún varð óvirk, þegar ég ætlaði að skjóta öðru skotinu. — Ég átti í höggi við tvo úlfa, og það var aðeins fyrir heppni, að mér tókst að rota annan áð- ur en ég datt og-------- — Og hvað — —? — Já, og svo, sagði pabbi hægt, — svo — það verður þú heldur — —. Hann sagði ekki fleira, því að afi kom skyndilega og allir þögnuðu. — Já, já, sagði hann lágt. — Það var áreiðanlega ekki okkur að þakka, að fór sem fór, jafnvel þótt það væri á elleftu stundu. — Annars — hann ræskti sig og þagnaði — annars held ég, að við ætt- um ekki að segja meira um þetta núna, því að ef við ætlum að halda jólin hátíðleg á þessum bæ, finnst mér kom- inn tími til að hugsa um það. Ég held við ættum að byrja á að fara með jóla- glaðning til fuglanna, — finnst þér ekki, Árni? Rödd hans skalf, er hann sagði það síðasta. Veikur, næstum ókennilegur skjálfti .... (Saga þessi ar byggð á sannsöguleg- um viðburðum, sem gerðust í Sunnylven á Sunnmöre í Noregi 1848. Býlið fór í eyði skömmu síðar, þar sem lífshœttu- legt var að ganga gegnum dalinn að býlinu mestan hluta vetrar). FALKINN 49

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.