Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Síða 50

Fálkinn - 07.12.1960, Síða 50
Minnisstæðasta jólakvöldið - Frh. af bls. 29 Ég sat í herberginu og las. Ég hafði fengið nóg af bókum á Landsbókasafn- inu. Um kvöldið fór ég út og gekk um bæinn. Og þá fann ég þá mestu matar- lykt, sem ég hef fundið um ævina. Ég gekk um bæinn þveran og endilangan og ég hef aldrei á ævi minni fundið aðra eins matarlykt. Ég finn hana enn. Mér er þetta jólakvöld minnisstætt af því, að það varð jólakvöld úr þessu, þrátt fyrir allt. Ég rölti heim í her- bergið, sat í frakkanum við gluggann, sem var alsettur frostrósum, Ég sat lengi og horfði á þetta jólaskraut á rúð- unni, — sat þar til ég varð syfjaður og datt út af. Seinni jólin voru síðustu jól mín í Noregi 1936. Þar bjó ég við allsnægtir. Ég hafði 'mjög fallega íbúð í Osló og hélt vinum mínum veizlu. Um kvöld- ið, þegar dóttir mín var sofnuð, fór ég út og gekk um Osló nákvæmlega á sama hátt og ég hafði gengið um Reykja- vík forðum. Þá uppgötvaði ég allt í einu, að sál borgarinnar var horfin mér. Ég átti ekki erindi við neinn. Það var 24 stiga frost og ég var vel klæddur. Það var undarlegt að sjá auðar göturn- ar, húsin, lokaða gluggana, — þessa borg, þar sem ég hafði fengið allt, sem ég vildi. Nú var þetta allt orðið dautt og sálarlaust. Horfið úr hlutunum það sem gerði þá ríka og gaf þeim lit. Mér fannst eins og ég væri staddur á jörð, sem einhverntíma hefði verið búið á. Það var allt farið. Dautt .... Heimþráin hafði náð tökum á mér. Alkar að norðan - Frh. af bls. 13 — Þessi, sem var með húfuna. — Sagðirðu ekki hann væri alkóhól- isti? — Hann getur unnið i verzlun fyrir því. — Það er skrítið. — Það er engin sönnun upp á aum- ingjaskap að vera alki, sagði ég. — Nei, hvað er þá aumingjaskapur? — Við getum bæði verið alkar, þótt við vitum það ekki. — Ég anza ekki þessari vitleysu. — Kannski eru allir alkar, en fara bara misjafnlega með það. — En bindindismenn. — Það eru ekki annað en skynsamir alkar, sagði ég. — Það er skrítið. — Hann vinur minn, þessi berhöfð- aði, vissi ekki honum þætti gott brenni- vín fyrr en hann byrjað að drekka það. 50 FALKINN — En þessi Lalli eða Balli með húf- una? — Hann drakk brennivín til að herða sig upp. — Herða sig upp? — Já, strákur, sem lendir í ýmsu, verður að herða sig upp. — Þurftir þú að herða þig upp. — Auðvitað. — Og hvernig herðist maður upp. — Þarna sérðu; þú værir til með það. — Ég var nú ekki að hugsa um ann- að en lífsbaráttuna almennt. — Þú yrðir prýðilegur alki. — Nú? — Þetta með lífsbaráttuna. Það var gott. — Æ, mig varðar ekkert um þetta. — Hann þurfti líka brennivín vegna baráttunnar. — Hver? — Balli. — Heyrðu, — Já. — Hvernig stendur á að þú ert ekki alki. — Ja, það væri nú ekki þægilegt. — Er nokkuð spurt að því. — Að vera alki er líka að vera stolt- ur af veseninu. Ég hef mitt vesen. Það er þessi hjólastóll. — Og ef þessi Lalli eða Balli væri í hjólastól? — Þá hefði hann aldrei lent í þessu með baunadósina. — Hvað kemur þetta baunum við? — Það þarf heila fætur til að brjót- ast inn í verzlun eftir baunadós. — Hafði hann hert sig upp til þess? — Nei, ekki til þess, en hann var orðinn svangur. — Hvað gerðu þeir við hann? — Ekkert. Þeir fundu hann um morg- uninn sofandi undir hrúgu af niður- suðuvafningi og reistu hann upp, dust- uðu af honum og báðu hann vel að lifa. — Þá held ég hann hafi ekki þurft að kvarta. — Þú skilur þetta ekki. Það var slæmt að lenda í þessu fyrir norðan. Hérna veit enginn af svona gluggavillu, og þótt blöðin birti frétt um hana, fylgir nafnið aldrei. Fyrir norðan þurfti engin blöð og enga nafnbirtingu. Fólk bara vissi þetta, en það hugsaði aldrei út í þá stað- reynd, að næstu dyr voru að verzluninni þar sem hann vann. — Og nú er hann kominn á Bláa bandið. — Einmitt. — Hann hefur þurft að herða sig þetta mikið upp. — Einmitt. — Samt hefur hann borgað baunadós- ina. — Hann fann aldrei neina helvítis baunadós. Konan fór fram og ég var einn eftir í stofunni að hugsa um þessa vini mína að norðan, sem voru þessa dagana að láta hressa upp á skrokkinn og andann á Bláa bandinu. Ég hafði heyrt að Al- máttugur sjálfur væri dálítið hafður um hönd í þeirri stofnun og það gat verið hollt fyrir þá að kynnast honum þótt seint væri. Menn voru að minnsta kosti ekki eins heiftarlega eftir sig af honum og brennvíni. En samt sannaði það eitt með öðru, að fólk gat orðið alkar í mörg- um greinum. Konan hafði verið stutt frammi, þeg- ar hún kom aftur eftir ganginum og kallaði: — Þeir eru á leiðinni hingað. — Þeir hverjir. — Þessir að norðan. — Heyrðu, hentu hálsbindinu í mig. Ég get ekki tekið á móti þeim eins og ræfill. — Og þú verður að fara í jakkann. — Auðvitað. Stattu ekki þarna eins og þvara. Hún henti þessu í mig í sama mund og þeir hringdu dyrabjöllunni og ég setti á mig bindið og mjakaði mér í jakkann meðan hún fór til dyra. Stóll- inn minn er þannig, að ég get ýtt mér áfram með höndunum þegar ég vil og ég færði mig fram í ganginn til að taka á móti þeim. Þeir voru ósköp fölir og alvarlegir þegar þeir komu upp. Ég fór á undan þeim inn í stofuna, þegar við höfðum heilsast. Þeir sögðust hafa verið að leita að húsinu en ekki áttað sig á númerun- um fyrr en þeir voru komnir neðar í götuna. Seinna, þegar þeir höfðu drukk- ið kaffið og þegar ég hafði sagt þeim allt um það, hvernig ég lamaðist og hvernig tryggingarnar greiddu mér ör- orkubætur og hvernig ég væri öðru hverju að skrifa til að auka tekjurnar, þá datt það upp úr Balla, að þeir væru hér í Reykjavík til að keppa á lands- móti 1 skák. Indriði G. Þorsteinsson. Miðsvetrarveizlan- Framh. af bls. 19. heimtar hún dýrkun nokkurs manns, ekki einu sinni þakklæti. Menn þekkja hana, virða og óttast. Nú bar okkur aðeins að gera hinum byggðunum við- vart, þá kæmu gistivinirnir og dagarnir liðu við bumbuslátt og félagsgleði, en þó fyrst og fremst við mat. Fám dögum síðar hélt ég ferð minni áfram með sleðann hlaðinn kjöti og ná- hvelistönnum, og mér fylgdu minning- arnar um allt það, sem ég hafði séð, um jól, þar sem hver mínúta var lof- söngur til gleðinnar og þrunginn þeirri elsku til lífsins, sem ég mun aldrei geta gleymt meðan ég lifi. HriAtjáh (juÍlauyAMh hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 11. — Sími 13400. Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.