Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Qupperneq 19

Fálkinn - 22.02.1961, Qupperneq 19
kvöld kom danssýningarpar og sýndi nýjustu dansana. Vasasöngbók er á hverju borði og allir syngja í kór inn á-milli. Það er voðalegur hávaði, segir ; Svainhildur, því allir syngja fullum rómi! V Nú er Magnús mættur og hann tekur strax til við að stjórna dansinum. Það er mars og síðan skiptingar útávið og inn- ávið — 10 pör upp á loft og 10 pör niðri og svo kemur þjófavals og Magnús hvet- ur alla að nota sér tækifærið og ,,stela“ sér dömu! Hér ríkir ósvikið fjör og kátína. Stúlk- ur virðast í meirihluta og þegar herrar eru ekki fyrir hendi þá dansa þær bara saman. Hér er enginn undir áhrifum. Flestir eru 16—17 ára, en nokkrir eldri; einn eða tveir yfir fertugt, segir Svan- hildur V Það er gert hlé á marsinum og kölluð upp fjögur herranúmer. Herrunum er stillt upp við annan enda dansgólfsins og epli í spotta eru næld í bakhlutann á þeim og eldspýtustokkur lagður við fætur hvers og eins. Síðan hefst skemmtileg og spennandi keppni, sem Ier fólgin í því að herrarnir eiga að sveifla eplunum milli fóta sér og reyna að hitta eldspýtustokkinn og reka hann þannig áfram. Einn þátttakenda var furðu snjall í þessum leik, en einn varð að gefast upp og vakti það mikla kát- ínu viðstaddra. y Og aftur er tekið til við dansinn. Svitinn perlar á andlitum herranna og dömurnar eru rjóðar í kinnum. Þetta er hið frjálsborna líf, eins og karl einn á Akranesi sagði alltaf þegar hann var kominn á trillu sinni út á sjó. Hjartaklúbburinn er ánægjulegur fé- lagsskapur og ekki þurfa foreldrarnir að óttast um börn sín á meðan þau halda f sér í þessum félagsskap. Stjórn Hjartaklúbbsines skipa; Magn- ús Jónsson formaður, Svanhildur Karls- dóttir gjaldkeri, Ásta Hálfdánardóttir *' ritari, Sveinn Jónsson varaformaður og Vera Sigurðardóttir, vararitari. r, syngur fer heilbrigðan hátt SURINN Það er marsérað um húsið þvert og endilangt, meira að segja upp á loft og aftur niður. Hér á myndinni sjá- um við f jögur ung og myndarleg pör á leið niður í salinn til þess að halda áfram að dansa. (Ljósm. Fálkinn.) Við kveðjum Hjartaklúbbinn sann- færðari en nokkru sinni fyrr um ágæti æskunnar nú á dögum, -—- þeirrar sömu æsku, sem þykir óalandi og óferjandi og borið er brýn alls kyns vammir og skammir. Það er ekki spillt æska, sem skemmtir sér í Hjartaklúbbnum, held- ur heilbrigt og glaðvært ungt fólk. Við vildum ráðleggja öllum þeim, sem hafa áhyggjur af unga fólkinu, að bregða sér niður í Breiðfirðingabúð eitthvert miðvikudagskvöldið til þess að kynnast af eigi raun starfsemi Hjartaklúbbsins. Og hver veit nema þeir fylli flokk þeirra tveggja meðlima, sem komnir eru yfir fertugt .... í Hjartaklúbbnum er margt gert sér til skemmtunar og auk alls þess eru skemmtiatriði hverju sinni. Síðast kom Júdóflokkur og sýndi listir sínar, en að þessu sinni kom danssýningarpar og sýndi nýjustu dansana. Stóra myndin vinstra megin á síðunni og myndin hér að neðan eru ofurlitlar svipmyndir af dansinum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.