Fálkinn - 08.03.1961, Blaðsíða 10
HVAD BORÐUM VIÐ MIKINN FISK ?
Það hefur mikið verið rætt og ritað
um fisk. Á hverjum morgni arka hús-
mæður, börn og gamalmenni í fiskbúð
og flestir spyrja: „Áttu ekki nýja ýsu?“
,,Nei, því miður en ég á hérna . . .“
Það hlýtur stundum að vera afar erf-
itt að vera fisksali og einnig hlýtur
stundum að vera erfitt að vera húsmóð-
ir í leit að nýrri ýsu.
Það var einn morgun að fréttamaður
Fálkans gekk til eins fisksala hérna í
bænum og ætlaði að fá viðtal og mynd.
— Nei, farðu bölvaður, sagði fisksal-
inn. Nei, nei, ég get ekkert sagt þér. Ég
veit ekkert um þetta — ég hef ekki ver-
ið við þetta nema í 3 ár.
— Hvað fólk étur af fiski? Ja, líklega
ein 30 tonn að jafnaði á dag. Það eru
sko ekki eingöngu Reykvíkingar — það
eru líka þeir sem búa í Kópavogi, Smá-
löndum og víðar.
— Eruð þið ekki uppi fyrir allar ald-
ir?
— Jú, jú. Við förum á fætur klukkan
hálf sjö til sjö á mánudagsmorgnum, en
það er aðalfiskidagurinn, til að snapa
eftir fiski.
-— Þurfið þið að ná í fiskinn í bátana?
— Nei, það er Fiskmiðstöðin sem læt-
ur okkur fiskinn í té. Þar vinna menn
nótt og dag.
Þennan umrædda morgun átti fisk-
salinn á boðstólum einar 10 tegundir af
fiski, en engan nýjan. Einstaka, sem
komu að kaupa, hættu við, þar sem nýr
fiskur var ekki til, en hinir keyptu fros-
inn, reyktan og siginn fisk eða saltaðan.
Ein frúin sagði: — Hvað áttu ekki
nýjan fisk?
Og fisksalinn brá á leik, sagði nokk-
ur gamanorð, m. a. að þeir væru nú að
grafa eftir nýjum fiski inn hjá Kletti
o. fl. í þeim dúr. Það þýðir ekki annað
en að hafa húmorinn í lagi þegar mað-
ur er fisksali og hefur ekki séð nýjan
fisk í marga daga.
— Þú ert góður í dag, sagði frúin
brosandi um leið og hún tók á móti
pakka af frosnum fiski.
— Góður? Ja, ég er nú hálf hjart-
veikur!
Fisksahnn var afskaplega feginn þeg-
ar fréttamaðurinn fór.
★
Fiskmiðstöðin er niður við Granda-
garð. Þar var heldur dauflegt um að
litast er fréttamaður kom þangað eftir
rabbið við okkar ágæta fisksala.
Gunnlaugur Kristjánsson er þarna
forsvarsmaður og hann fræðir frétta-
mann á því að Fiskmiðstöðin kaupi all-
an þann fisk, er hún kemst yfir hverju
sinni, og skipti við um 33 fisksala í
Reykjavík og annað slagið við fisksala
í Hafnarfirði. Aðrir stórir fiskkaupend-
ur og fiskseljendur eru Fiskhöllin og
Sæbjörg.
Gunnlaugur sagði að þeir væru nú
byrjaðir á að aka fiskinum í búðir og
10 FÁLKINN