Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1961, Síða 19

Fálkinn - 08.03.1961, Síða 19
bróðir minn einn sagði: „Nú þú ert hér enn“ . . . Verzlunarskólablaðið er vandað að efni og frágangi og er við flettum því, verðum við margs vísari um skólann og nemendur hans. Skólinn tók til starfa 1905. Fyrstu stúdentarnir voru braut- skráðir 1945 og alls hafa verið braut- skráðir nærri 300 stúdentar. í blaðinu er stúdentatal skólans frá upphafi. Ver- ið er að byggja nýtt skólahús rétt við gamla skólann. Húsið mun verða í fram- tíðinni 6 hæðir, en fyrst um sinn verður látið nægja að reisa tvær. ★ Það gefur auga leið, að mikil vinna liggur að baki skemmtun á borð við nem- endamótið og ekki síður Verzlunarskóla- blaðið, sem er hvorki meira né minna en 86 síður að stærð. Allt þetta starf hafa nemendur unnið í tómstundum meðfram náminu, en mestur þunginn hefur að líkindum hvílt á tveimur mönnum, Haraldi Gíslasyni, formanni nemendamótsnefndar og Herbert Guð- mundssyni, ritstjóra blaðsins. ★ Það ríkti góð stemming á nemenda- mótinu og skemmtilegur blær yfir sam- komunni. Hér var ungt og kátt fólk að skemmta sér og eignast um leið ljúfa endurminningu. Myndirnar á síðunni hér á móti eru af leikendum í „Gullna hli8inu“: Páll Stefánsson (efst), Úlfar Guð- mundsson (til vinstri) og Guðrún Agnarsdóttir (til hægri). — Myndin hér að ofan er svipmynd af nemend- um. Myndin til vinstri að neðan er af nokkrum piltum, sem sungu og léku og til hægri sjáum við Guð- mund Jónsson, óperusöngvara.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.