Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 7
fólk vill helzt ekki vera í leikhúsinu nema 2—3 tíma. En fyrrum vildi fólk vera sem lengst í leikhúsinu. Þá var leikið í dagsbirtu og leikirnir stóðu stundum yfir 4 tíma. Meðan á sýning- um stóð gekk fólk milli áhorfenda og seldi brauð, bjúgu og ávexti, en matföng og bjór höfðu áhorfendur með sér í nesti. Og fólki leyfðist að ganga upp á leiksviðið og rabba við leikendur, nema ef eitthvað alvarlegt var að gerast á sviðinu. París upplifði endurfæðing leiklistar- innar með gamanleikaskáldinu Moliere. En til Norðurlanda kom leiklistin ekki fyrr en síðar. í Shakespeares tíð var ekk- ert leikhús til í Kaupmannahöfn. Vitað er að enskur leikflokkur lék fyrir Frið- rik II. (föður Kristjáns IV.) í Helsingör, og gizkað er á að Shakespeare hafi verið í þeim hóp. Sú ágizkun byggist á því, að S. lætur „Hamlet“ gerast á Kronborg við Helsingör. En á þeim tíma sem ,,Hamlet“ gerist var engin Krónborgar- höll til, en hún varð brátt fræg, því að öll skip urðu að leggjast þar og borga Eyrarsundstollinn. ,,Hamlet“ segir frá dönskum prins og Shakespeare hefur fengið heimildina frá Saxo Gramma- ticus. Það voru viðvaningar, sem héldu uppi leiksýningum á Norðurlöndum. Stúdent- ar léku á hirðskemmtunum konungs, t. d. í hallargarðinum í Khöfn í tíð Krist- jáns IV. Þá var sýnt leikrit um Gyð- inga og Filistea. En þegar þeir áttu að berjast, vildu stúdentarnir, sem léku Filisteana, ekki láta Júðana berja á sér í viðurvist hirðarinnar og var því bar- izt í alvöru. En þegar rimman stóð sem hæst gekk hinn gamli Peder Schram upp á leikpallinn, brá sverðinu og Fili- stear urðu og flýja! En margir leikend- anna særðust. Og fólkið skemmti sér prýðilega. LUDVIG HOLBERG. í Þýzkalandi og Frakklandi fóru leik- flokkar milli borganna, og við frönsku hirðina var leiklistin í miklum blóma. Jafnvel kóngurinn sjálfur lék -— oftast sorgarleiki um grískar og rómverskar hetjur. En í Danmörku hófst leiklistin til vegs með Ludvig Holberg. Hann stældi franska leiklist og leikir hans voru sýndir í litlu leikhúsi við Grönnegade í Khöfn. Holberg stældi fyrst og fremst Moliere og samdi fjölda leikrita, þó hann væri æruverðugur prófessor í sögu. Árið 1728 varð bruninn mikli í Khöfn og margir héldu því fram, að bruninn væri refsing fyrir syndsamlegt líferni, svo sem það að horfa á leikrit Holbergs. Voru gamanleikir bannaðir í Danmörku um skeið og Holberg var orðinn gam- all, þegar þeir voru leyfðir á ný. Leikritagerð og leiklist hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan á dögum Holbergs. Nú var farið að vanda til leik- sviða og umhverfis, — ef leikurinn átti að gerast í skógi, var þess krafizt að leiktjöldin sýndu skóg, o. s. frv. Og efni leikjanna varð fjölbreyttara. Nú var farið að skrifa um stjórnmál og vandamál mannlífsins. En eitt vantaði til þess að gera leiksviðin eðlileg, og það voru ljósin. Lengi vel voru notuð kertaljós, bak við hlíf fremst á leik- sviðinu, síðan kom gas, en eftir að raf- ljósin komu til sögunnar, urðu allir vegir færir. Og leiksviðstækninni fleygði óðfluga fram. KVIKMYNDIN OG LEIKHÚSIÐ. Eftir fyrri heimsstyrjöldina (1914— 18) hófst nýtt tilraunaskeið hjá leik- húsunum, ekki sízt vegna þess að þau hræddust samkeppni frá kvikmyndun- um, sem fullkomnuðust óðum og gátu notað fjölbreyttari ,,leiksvið“ en leik- húsin geta nokkurn tíma gert. Leikhús- in urðu að endurnýjast til þess að stand- ast nýju samkeppnina. Margt var reynt, sumir hurfu aftur í tímann og fóru að nota tjöld í stað ,,realistiskara“ um- búnaðar, aðrir lögðu kapp á að gera Svona var umbúnaðurinn, sem umferðaleikflokkarnir höfðu fyrrum. Og svip- aður var hann líka í helgileikjunum. (Myndin á síðunni hér á móti.) Globe- leikhúsið í London, sem Shakespeare var hluthafi í (til hægri). Italskt leik- svið fyrir alla þætti leikja. — Takið eftir ljósahjálmunum (að neðan). umbúnaðinn sem allra eftirtektarverð- astan. En svo var aftur horfið að því að láta leiktjöldin líkjast sem mest því, sem höfundurinn hafði mælt fyrir. Og leikhúsin sjálf urðu stærri og betri. Á 19. öld var mest áherzlan lögð á útflúr og gyllingu, en síðan hefur ,,funktionalisminn“ ráðið meiru. Og leiksviðin hafa stórbatnað, með aukinni tæknikunnáttu. Margir óttuðust, að kvikmyndin yrði banabiti leikhúsanna, en sá ótti er nú horfinn. Jafnvel bezta marglit talmynd getur aldrei orðið það, sem leiksviðið er. Engin grammófónplata jafnast á við að heyra söngvarann sjálfan syngja, og þó verður munurinn enn meiri á kvik- myndinni og leik fólksins, sem maður hefur fyrir augum í eigin persónu, Á leiksviðinu er lífið sjálft, en á kvik- myndatjaldinu og sjónvarpstækinu sér maður aðeins ljósmynd — eða jafnvel ekki nema prentmynd — lífsins. Og þá verður munurinn sá sami og að sjá mynd af manni í stað mannsins sjálfs eða mynd af fögru landi í stað lands- ins sjálfs. Kvikmyndin á sinn tilverurétt fyrir því. Hún hefur kynnt milljónum manna lönd og list, sem þeir hefðu annars aldr- ei séð, og hvað suman leik snertir, eink- um svipbrigði og sálræna túlkun mann- legra tilfinninga, hefur hún betra tæki- færi til að sýna slíkt með nærmyndum en leikari á sviðinu getur gert.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.