Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 5
hversvegna flugfélögin vilja helzt hafa sem fámennasta ahöfn á flugvélum sínum? Vitanlega vilja þau hafa þá áhöfn, sem fullnægi öllu öryggi. En meS ýmis konar fullkomnun á tækninni er stefnt af því, að komast af með færri starfsmenn en áð- ur. Og það er til þess að gera „nýtifarm“, — þ. e. farþega og borgaðan flutning, sem vélin getur flutt, meiri en áður. — Amerískt flugfélag hefur reiknað út, að ef hægt væri að spara eitt starfs- mannspláss í vélum þess, mundi vera hægt að auka tekjur félagsins um 3 millj. dollara á ári. ★ að hugtakið „luxus“ er orðið 100 ára í jámbrautarþjón- ustunni? Fyrstu járnbrautarvagn- arnir voru „meira en ófull- komnir“ og það hlýtur að hafa verið meiri kvöl að ferðast á þeim en sitja á meinhöstum brokkhesti. Og þar voru engin þægindi — ekki einu sinni hægt að kasta af sér vatni. — Ungur Ame- ríkumaður, sem hét Morti- mer Pullmann og ferðaðist mikið, sá að hér var hægt að ráða bót á merku málefni. Honum tókst að stofna fé- lagsskap, sem smíðaði vagna með þægilegum sætum, mat- arvagna og svefnvagna. Af þessari hugmynd spratt svo ið fræga Pullmannsvagna- fyrirtæki. Vagnar þess voru búnir alls konar hugsanleg- um þægindum, enda urðu Pullmannsvagnarnir frægir, og járnbrautarfyrirtæki víðs- vegar um heim tóku upp hugmyndina. AMERÍSKIR foreldrar segja, að maður eigi að bjóða börn- um sínum góða nótt með kossi, þ. e. a. s. ef maður getur haldið sér vakandi, þangað til þau koma heim. ★ ÚRKLIPPA úr blaði: Brúð- guminn hefur tvisvar verið giftur áður og auk þess tek- ið þátt í heimsstyrjöldinni síðari! KENNSLUKONA hefur sagt eftirfarandi sögu: Ég stóð upp við svarta töflu og var að gefa nemendunum fyrstu lexíuna í brotareikningi. Ég tók eftir því, að Yvonne, sem yfirleitt var alltaf úti á þekju, fylgdist með af áhuga og virtist taka mjög vel eftir. Nú, hugsaði ég. Stúlkan er bara vöknuð. Ég verð þá víst að reyna að hvetja hana á einhvern hátt. — Nú, Yvonne, sagði ég. — Þú fylgdist vel með, þeg- ar ég skrifaði á töfluna. Það er gaman að sjá, að þú hef- ur áhuga á þessu. Er nokkuð sérstakt, sem þú vildir spyrja um? — Já, fröken, sagði Yvonne. —- Þér eruð farnar að nota nýtt naglalakk. Hvaða teg- und er það? ★ EYFIRÐIN GUR orti um Þingeying: Oft með pyngju fer hann flott, fljóðin syngur kringum, er með hringað uppsperrt skott, arf frá Þingeyingum. / 1889 kom til London hinn risastóri demantur „Julius Pam“ frá Kimberley. Dem- anturinn vó 241 karat eða 90 karötum meira en hinn fagri Porter-Rhodes demant- ur, sem metinn var á um eina og hálfa milljón króna. Hinn nýi demantur var lang- ur og mjór í laginu og hafði á sér fagran, bláhvítan lit. ★ 1756 kom til Stokkhólms liðsforingi úr sænska hern- um eftir óvenjulega ævin- týralega ferð til Kína, Suður- Ameríku og Portúgal með skipinu Prinsessa Sophia Al- bertina. Meðan skipið lá við eyðieyna Ascension, sem er í námunda við eyjuna St. Helena, til þess að veiða skjaldbökur, fór Brelin liðs- foringi út í eyðieyjuna að gamni sínu. Svo illa vildi til, að Brelin gleymdist og skip- ið sigldi áfram, meðan hann dvaldist í eyjunni. Einn og yfirgefinn á þessari eyði- eyju lifði Brelin hræðilegar hörmungar og skort, og var aðfram kominn, þegar franskt skip bjargaði honum. Þegar hann kom heim, rúmu ári síðar, var hann fyrir löngu talinn af.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.