Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 12
Efnið í þessum kjól frá Pierre Cardin er eins skásniðið og frekast er unnt. — Beltið und- irstrikar þetta fullkomlega. Laus slá úr sama efni og pils- ið á samkvæmt skoðun Ninu Ricci að koma í staðinn fyrir kápu í vor og sumar. pG HAFÐI oft séð Galdrabúðina og einu sinni eða tvisvar hafði ég. farið framhjá henni, glugga með freist- andi smáhlutum, svo sem töfrakúlum, töfrahænsnum, undursamlegum keilum, búktalarabrúðum, efni í körfugaldurinn, spilum, sem litu út eins og venjuleg spil, og öðru þvílíku. En mér hafði aldr- ei komið til hugar að fara þar inn, fyrr en dag nokkurn að Gip togaði mig á fingrinum alveg upp að glugganum, og það eiginlega mér að óvörum. Og hann hegðaði sér þannig, að ég gat ekki ann- að en farið inn með hann. I sannleika sagt hafði ég ekki haldið að hún væri á þessum stað. Þetta var yfirlætislaus framhlið af Regent Street, á milli mál- verkabúðarinnar og búðarinnar þar sem hænuungarnir hlaupa um nýkomnir úr útungunarvélunum. En það vaj- ekki um að villast, þarna var hún, Ég hafði ímyndað mér að hún væri nær Cirkus, eða handan við hornið í Oxford Street, eða jafnvel í Holborn, mér hafði alltaf virzt hún í þeirra átt, dálítið óaðgengi- leg og eins og í hillingum. En hvað sem því leið, hér var hún og það iskraði í rúðunni undan feita vísifingurgómnum hans Gips. ,,Ef ég væri ríkur, mundi ég kaupa mér þetta,“ sagði Gip, og benti á Egg- ið sem hverfur, „og þetta,“ sem var Grátandi barn ákaflega eðlilegt, „og þetta,“ sem var eitthvað mjög dular- fullt og hét að því er smáspjald til- kynnti, Kaupið eitt og vekið undrun vina yðar. „Það er hægt að láta allt hverfa undir svona keilu,“ sagði Gip, „ég hef lesið um það í bók.“ „Og þarna, pabbi, er fimmeyringur- inn, sem hverfur, þeir hafa bara snúið honum svona, svo að maður geti séð hvernig farið er að því.“ Hann Gip hefur hæverskuna frá henni móður sinni, blessaður drengurinn, og hann var ekkert að rella um að fá að fara inn, heldur togaði bara ósjálfrátt í fingurinn á mér, í áttina að dyrunum, og lét þannig skiljast hvað hann vildi. „Þessi þarna,“ sagði hann og benti á Galdraflöskuna. „Ef þú ættir þessa?“ sagði ég, og við þetta hálfkveðna loforð leit hann upp, og andlit hans ljómaði. „Ég mundi sýna Jessie frænku hana,“ sagði hann, hugulsamur eins og hans er vandi. „Það eru innan við hundrað dagar þangað til þú átt afmæli Gibles“, sagði ég og tók um hurðarhúninn. Gip anzaði ekki, en tók þéttar um fingurinn á mér og þannig gengum við inn í búðina. Þetta var engin venjuleg búð, það var galdrabúð, og í stað þess að taka forystuna og verða mikil'l á lofti eins og Gip hefði gert í venjulegri leikfanga- búð, lét hann mig bera vandann. Þetta var lítil og þröng búð, ekki sér- lega vel lýst, og bjallan yfir hurðinni gaf aftur frá sér raunalegan hljóm þeg- ar við lokuðum á eftir okkur. Um stund vorum við einir og gátum litast um. Það stóð tígrisdýr úr hertum pappa á gler- kassanum, sem var yfir lágu afgreiðslu- borðinu — alvarlegt tígrisdýr með vin- gjarnlegt augnaráð, sem velti vöngum á kerfisbundinn hátt. Þarna voru marg- ar krystalkúlur, postulínshönd, sem hélt á galdraspilum, ýmsar stærðir af skál- um með töfrafiskum, og óskammfeilinn galdrahattur, sem blygðunarlaust lét skína í gormana. Á gólfinu stóðu spé- speglar, einn sem gerði mann langan og mjóan, annar sem sýndi mann fóta- lausan og með úttútnað höfuð, og sá þriðji sýndi mann stuttan og digran eins og aumingja, og á meðan við vorum að hlæja að þessu kom kaupmaðurinn fram, eða það held ég að hann hafi verið. Að minnsta kosti stóð hann þarna á bak við afgreiðsluborðið, einkennilegur, gugginn, dökkhærður maður, með ann- að eyrað stærra en hitt, og höku eins og táhettu á stígvéli. „Hvernig get ég þóknast yður?“ sagði vhann og breiddi sína löngu útglenntu töfrafingur á glerkassann. Við hrukk- um við þegar hann birtist okkur þann- ig allt í einu. „Mig langar til að kaupa nokkrar auð- veldar smáglettur handa drengnum mínum,“ sagði ég. „Sjónhverfingar? Vélfræðilegar? Eða úr dýraríkinu? sagði hann. „Eitthvað skemmtilegt," sagði ég. „Hm, sagði kaupmaðurinn og klóraði sér í höfðinu eins og hann væri að hugsa sig um, svo dró hann glerkúlu út úr höfðinu á sér. „Eitthvað í þessa átt?“ sagði hann og rétti hana að okkur. Þetta kom mér á óvart. Ég hafði þrá- sinnis séð þetta bragð leikið á skemmt- unum, það er fastur liður á dagskrá galdramanna, en ég átti ekki von á því hér. „Þetta er ágætt,“ sagði ég og hló. „Já, er það ekki?“ sagði kaupmaður- inn. Gip rétti fram lausu hendina til að taka við kúlunni, en greip í tóman lófa. „Hún er í vasa þínum,“ sagði kaup- maðurinn. Og þar var hún. „Hvað kostar hún?“ spurði ég. „Við tökum ekkert fyrir glerkúlur," sagði kaupmaðurinn kurteislega, „við fáum þær.“ Hann tíndi eina út úr oln- boganum á sér „ókeypis" Hann tog- aði aðra úr hnakkanum og lagði á borðið við hlið þeirrar fyrri. Gip skoð- aði kúluna sína af mikilli kostgæfni, leit svo spurnaraugum á hinar tvær og loks rannsakandi á kaupmanninn, sem brosti og sagði: „Þú mátt eiga þessar líka, og ef þú hefur ekkert á móti því, eina úr munninum á mér. Svona.“ Gip ráðfærði sig þögull við mig um stund, lagði síðan kúlurnar fjórar til hliðar án þess að mæla orð, tók svo aftur fingur minn traustataki og jafnaði sig fyrir það sem næst kæmi. „Allar smáglettur fáum við á þennan hátt,“ sagði kaupmaðurinn. Ég hló, eins og maður hlær að skrítlu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.