Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 34
Auglysinga- getraun 5 Sveinn Björnsson & Co., Hafnarstræti 22 í Rvík, hafa umboð fyrir sænsk- an fólksbíl, sem er alveg nýr og vekur hvarvetna mikla athygli. Hvað heitir bíllinn? Á Bárugötu 29 er verksmiðjan Signa, sem framleiðir kvenundirfatnað m. m., þar á meðal er skjört, sem er sérstaklega glæsilegt, sterkt og varanlegt og þarf livorki aö stífa né strauja eftir þvott. Það er selt í helztu tízkuverzlunum landsins. Hvað heitir skjörtið? Við Miðbæinn er heildverzlun, sem selur allskonar rafmagnsvörur. Fyrir- tæki þetta hefur einkaumboð á Islandi fyrir General Electric, sem er stærsta og þekktasta verksmiðja heimsins i framleiðslu rafmagnsheimilis- tækja. Má þar m. a. nefna: KÆLISKÁPA, ELDAVÉLAR, ÞVOTTA- VÉLAR, UPPÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARA og HRÆRIVÉLAR. Hvað heitir heildverzlunin, hvar er hún og hver er síminn? I Austurbænum, fyrir neðan Þverholt, er fyrirtæki, sem framleiðir loft- kennt efni og kemisk efni, sem m. a. eru mikið notuð við járniðnað. Fyrirtækið tók til starfa árið 1920. Hvað heitir það og hvar er það? í Skólavörðuholtinu er verzlun, sem hefur mikið úrval af barnavögnum og kerrum, barnarúmum, barnaleikgrindum og kerrupokum. Auk þess hefur hún fjölbreytt úrval af barnaleikföngum og annast líka viðgerðir á barnavögnum og kerrum. Verzlunin sendir um allt land gegn póstkröfu. Finnið, nafn, götu- og símanúmer verzlunarinnar. Við eitt aðaltorg Reykjavíkur er verzlun, sem hefur fjölbreytt úrval af úrum, sem eru sérlega hentug til fermingargjafa, t. d. hin heimsfrægu PIERPONT og OMEGA úr. Auk þess selur verzlunin allskonar stálborð- búnað og ýmiskonar stálvörur. Finnið nafn og stað verzlunarinnar. 1 Holtunum er byggingarvöruverzlun, sem selur hvers konar hreinlætis- tæki. Verzlunin hefur einkaumboð hér á landi fyrir hinar þekktu, vestur- þýzku eldavélasamstæðu AHLMANN, sem óhætt er að fullyrða að sé ódýrust sinnar tegundar hér á landi. Finnið nafn, götu- og símanúmer verzlunarinnar. Sælgætisgerð í Reykjavík, sem heitir eftir manninum, sem lifði af syndaflóðið og strandaði á fjallinu Ararat í Örkinni sinni, framleiðir sælgætistegund, sem er landskunn. Hvað heitir sælgætið? Garðar Gíslason h.f. selur m. a. reikni- og ritvélar, sem eru þekktar um land allt. Þessar vélar eru seldar á mjög hagstæðu verði. Heiti beggja vélanna byrja á sama staf. Finnið nöfn þeirra. A. Kristmanns & Co. hafa einkaumboð á Islandi fyrir nýja gerð af bíla- kertum, sem endast meðan bíllinn endist. Hlutur þessi hefur hlotið nafnið NEISTILL. Hvað heitir vörumerkið? S.l.S. selur heimsþekktar amerískar þvottavélar, sem njóta mikilla vin- sælda hjá íslenzkum húsmæðrum. Hvað heita þvottavélarnar? Skýringar: Þegar fyrsti stafur hvers orðs, sem finna skal, er tekinn og skrif- aður í fremri auðu línuna, myndast lóðrétt nafnið á verðlaunagripnum. Andvirði verðlaunanna er að þessu sinni um 2500 kr. Lausnir skulu hafa borizt fyrir 5. mai, merktar: Fálkinn. pósthólf 1411, Rvík. Auglýsingagetraun. NAFN: HEIMILISFANG: FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.