Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 32
Lausn á verölaunakrossgátu nr. 11 Fjölmargar lausnir bárust á verS- launakrossgátu nr. 11. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Gyðu Brynjólfsdóttur, Heiðargerði 19, Reykjavík. - Rétt lausn birtist hér að neðan. B A IC S A R X Á S X X X X X X D E T T U R X K X X X X X. S X F É X N 0 L 0 X X X X X K Á L F X U R A L X X X X X F L A N X N X I L X X X X X X S V I K A H R A p p U R X X X I R X X A X L A R F A R X X K X 11 E n X E R F I Ð I X X X K A R p X I R E N A N X X X A F T A N K U L X R S X X X R í N X F U R U X A 6 X p R E D I K A R I R A N I gangstéttarbrúnina og stöðvaði leigu- bil með því að lyfta regnhlífinni minni. „Stöðvarbíll,“ sagði Gip og hrifning hans náði hámarki. Ég hjálpaði honum inn í bílinn, gat með naumindum munað heimilisfang mitt, og sté svo inn á eftir honum. Ég fann fyrir einhverju óvenjulegu í jakka vasa mínum og þreifaði og fann gler- kúlu. Ég þeytti henni ólundarlega í göt- una. Um stund þögðum við báðir. „Pabbi,“ sagði Gip loksins. „Þetta var alvörubúð." Þá vaknaði hjá mér sú spúrning, hvernig hann hefði litið á þetta. Hann leit út fyrir að vera algjörlega óskadd- aður — enn sem komið var, ágætt, hann var hvorki óttasleginn né ruglaður, hann var bara alsæll eftir skemmtilegan dag, og í fangi hans voru fjórir bögglar. Fari það grábölvað! Hvað skyldi vera í þeim? „En,“ sagði ég, „litlir drengir geta ekki farið í svona búð á hverjum degi.“ Hann tók þessu með sínu venjulega jafnaðargeði, og sem snöggvast þótti mér leitt að ég skyldi vera faðir hans, en ekki móðir, og gæti þess vegna ekki kysst hann þarna í leigubílnum okkar íyrir allra augum. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, þá er þetta ekki svo voða- legt, hugsaði ég með mér. En ég var samt ekki í rónni fyrr en við höfðum opnað bögglana. Þrír þeirra höfðu inni að halda kassa með hermönn- um, ósköp venjulegum tindátum, en svo vönduðum að efni og gerð að Gip gleymdi alveg að upprunalega höfðu þeir verið töfraleikfang af hinni einu sönnu gerð. Og úr hinum fjórða kom 32 FÁLKINN kettlingur, lítill hvítur bráðlifandi kettlingur, hraustur, kátur og lystugur. Það var eins og mér gæfist stundar- fró við að sjá það, sem úr bögglinum kom. Ég veit ekki hversu lengi ég var á vappi í barnaherberginu .... Þetta átti sér stað fyrir sex mánuð- um, og nú er ég farinn að halda, að allt sé með felldu. Kettlingurinn var einung- is gæddur þeim töfrum, sem kettlingum eru eiginlegir, og hermennirnir virtust svo staðbundnir sem nokkur herforingi gat óskað sér. Og Gip? Allir hugsandi foreldrar hljóta að skilja, að ég verð að fara varlega í sak- irnar við Gip, en dag nokkurn gekk ég þó svo langt, að ég sagði: „Hvernig þætti þér, ef dátarnir þínir lifnuðu við og færu að ganga um af sjálfsdáðum?“ „Mínir gera það,“ sagði Gip, „ég þarf ekki annað en að segja eitt orð, sem ég kann áður en ég opna lokið.“ „Og þá ganga þeir einir um?“ „Já, pabbi, alveg. Ég mundi ekki vilja þá, ef þeir gerðu það ekki.“ Ég lét ekki í ljós neina undrun né vanþóknun, en síðan hef ég einu sinni eða tvisvar sætt lagi að koma honum að óvörum, þegar hermennirnir hafa verið uppi við, en fram til þessa hef ég ekki séð þá hafa neitt það í frammi er minnt gæti á galdra .... En það er aldrei að vita. Svo er það líka hin fjárhagslega hlið málsins. Ég hef þann óviðráðanlega vana að greiða alla reikninga. Ég hef oftsinnis gengið upp og niður Regent Street í leit að þessari búð, og satt að segja liggur mér við að halda að heiðri mínum sé borgið, hvað þetta snertir. Og úr því þeir þekkja nafn og heim- ilisfang Gips, þá get ég eins vel látið þessa menn, hverjir sem þeir kunna að vera, senda reikninginn þegar þeirra tími kemur. Parísartízkan - Frh. af bls. 11 Sniðið er allt mjög laust og mikið um lausar slæður, sem vafið er um háls og herðar og endarnir látnir lafa. Ann- ars gefa myndirnar nokkra vísbend- ingu og sýna, að sniðin eru mjög marg- vísleg. Helztu litirnir eru allir fölir og mattir litir, einna líkastir pastellitum. Allir grænir litir eru mjög mikið í hinni nýju tízku og einnig er hvítt og blátt mikið notað. Mjúk og lin efni eru mikið notuð. „Slim Look“ mun sennilega hafa það í för með sér, að megrunaræfingar verði enn þá tíðari meðal kvenfólks en þær hafa verið. Það er nefnilega í anda þessarar nýju tízku, að vera tágrönn í útliti. Einnig á kvenfólkið að vera ung- legt og barnslegt í útliti, og er fyrir- myndin hin nýja og unga forsetafrú Bandaríkjanna, Jacqueline Kennedy. Lykillinn - Frh. af bls. 26 sér í fallinu. En ég reisti hann við til þess að geta slegið hann niður aftur. Svo lagði ég hann til ofan á mélsekki í vagninum, svo að hann fengi að sofa á mjúku og svæfi það sem eftir var leið- arinnar. Og svo fór ég að leita að lyklinum að handjárnunum. Ég varð að losa um tengslin- okkar sem fyrst, því að eftir kortér mundi lestin fara upp brekku og hægja á sér. Og þá yrði hægur vandi að hoppa út í frelsið. Ég leitaði og leitaði. Nú var lestin komin neðst í brekkuna, og smátt og smátt dró úr hraðanum. En ég fann engan lykil. Ég leitaði í öllum vösum sýslumannsins með frjálsu hendinni og á öllum hugsanlegum stöðum. En hvergi fann ég lykil . . . Ég froðufelldi af vonzku og hlamm- aði mér á dausinn við hliðina á sýsla — það reyndist miklu erfiðara að losna við hann en mér hafði dottið í hug. Kortéri áður en við áttum að koma til Green West opnaði hann glyrnurnar. Ég laut niður að honum. — Fáðu mér lykilinn, sagði ég. — Annars . . . Hann hló lágt og spekingslega. — Ég hef alltaf þá venju að fleygja lyklinum undir eins og ég hef hand- samað hættulega glæpamenn, sagði hann. Það getur alltaf hugsazt, að lyk- illinn komist í annarra manna hendur. En á lögreglustöðinni er enginn vandi að saga handjárnin sundur. Ég andskotaðist yfir þessari óheppni. Undir eins og lestin nam staðar í Green West og kipptist við um leið, var hurðinni lokið upp. Tveir lögreglumenn komu inn í dyrnar — með skammbyssur á lofti. — Verið þér velkominn, sýslumaður. En hvað hefur komið fyrir . .. Þeir sáu á svipstundu hvernig kom- ið var. — Það tekur varla að minnast á það, sagði hann. — Það kemur oft fyrir að svona peyjar komast í vont skap. Vilj- ið þið gera svo vel að opna handjárnin. — En lykillinn? — Æjá, lykillinn, vel á minnst, sagði hann og sneri sér að mér. Ég stakk hon- um í vasa þinn. Mér þótti hann vera öruggari þar en í mínum eigin vasa. Mér datt í hug að þér mundi ekki detta í hug að leita í þínum vasa, ef þú færir að beita brellum . . . Annar lögreglumaðurinn stakk lúk- unni ofan í hægri vasa minn. Þar lá lykillinn, sem ég hafði verið að leita að! í vasa mínum! Lögreglumennirnir í Green Town voru ekki eins sniðugir og sýslumaður- inn í heiðabyggðinni. Ég strauk nefni- lega um nóttina og enn er ekki farið að herða snöruna að hálsinum á mér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.