Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 18
ÞAÐ VAR einn kaldan morgun um miðjan marz, að frétta- maður Fálkans fór óvenjulega snemma á fætur. Á götum bæjarins voru unglingar með skólatöskur í meirihluta, syfju- og kuldalegir ásýndum. Á einum stað í bænum voru nokkr- ir, sem létu fara vel um sig og stripluðust á sundfötum meðan unglingarnir norpuðu á götum bæjarins. Þessir voru sundlaugagestirnir, sem mæta flesta morgna árið um kring. Hvaða fólk er þetta, sem er hlaðið slíkri lífsorku að byrja daginn á því að fara í Sundlaugarnar? Jú, það er fólk af öllum stéttum: Forseti íslands, háskólaborgarar af ýmsu tagi, verzlunarmenn, iðnaðarmenn, leikarar, prédikarar og húsmæður. ★ Fréttamaðurinn stendur á sundlaugarbarminum við grunnu laugina og rýnir út í laugina, því að þarna eiga „þeir“ að vera. Það heyrist mikið skvaldur og síðan sviptir golu- stroka gufunni frá og það grillir í nokkur andlit. — Eruð þið „fastagestirnir11? — Ha? Já, við erum morgunmennirnir. — Hvað mætið þið margir? — Þegar kaldast er svona 10, annars 25 — 30 . Þeir fyrstu koma hálf átta og við förum upp úr um hálf níu. — Já, og ef einhver kemur eftir hálf níu, þá bjóðum við gott kvöld! (Það var Guðmundur Pálsson leikari, sem skaut þessu inn). — Já, svo er þetta mesta kjaftabæli landsins! Héðan er þjóðinni stjórnað! 18 Það hlýtur að bæta húmorinn, að mæta í laugunum á hverjum morgni. — Vanti einhvern í hópinn, þá er vitað, að hann hefur verið fullur kvöldið áður! — Hver er aldursforseti? — Það er líklega hann Siggi á kassanum — hann Sigurð- ur Sveinbjörnsson. Hvað er hann gamall? Ja, hann er lík- lega 85, en hann er nú hádegismaður. Við erum beztu menn- irnir. Það eru líka hádegismennirnir og svo eftirmiðdags- menn .... hér er annars einn úr Kópavoginum, svona, komdu fram í dagsljósið maður .... ★ Nú kemur sundlaugarvörðurinn, Stefán Steingrímsson, stingur risastórum mæli niður í vatnið, horfir á hann og segir: 38° Celsíus. Myndatakan er afar erfið vegna gufunnar. — Mesti ólátabelgurinn er hann Björgvin í Vaðnesi, segir einhver. ★ Inni hjá Stefáni sundlaugaverði er hlýtt og notalegt. — Hverjir eru það nú, sem eru morgunmenn? — Það er t. d. Einar Baldvin, lögfræðingur, Ottó Guð- mundsson, málarameistari, Björgvin kaupmaður í Vaðnesi, Óli Hjaltested dr. med., Guðmundur Pétursson lögfræðing- ur, Jóhanns Björnsson, dr. med., Einar í Sindra og fleiri og fleiri, sem ég man ekki eftir í svipinn. Seinna koma Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, Jón Axel Pétursson og Pétur FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.