Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 29
izt áfram við staf með harmkvælum og aldrei beðið þess bætur. Margir fleiri ortu kvíðlínga útaf þessu efni, en Guðmundur sinnti því ekki nándar nærri öllu, enda sjaldnast um ósvífni að ræða á borð við kveðskap Þórðar og séra Jóns. ★ Skáldskapur Guðmundar Bergþórs- sonar var af ýmsu eðli og allsérstæður þarsem honum tókst bezt upp. Af and- legum kveðskap og sálmum orti hann lítið. í flestu sem eftir hann liggur koma fram skýr dæmi vitsmuna og spaklegr- ar íhugunar. Hann orti kynstrin öll af kvæðum og vísum, þ. á. m. mikið af söguljóðum sem hann færði gjarnan í dæmisagnabúníng með það fyrir aug- um að þau yrðu nytsöm til fræðslu og heilræða. Kvæði hans dreifðust ört í uppskriftum og voru mikið lesin og súngin, en ekkert var prentað af skáld- mælum hans meðan hann lifði, og raun- ar tiltölulega lítið síðan. Heimspekínga- skóli var prentaður í Hrappsey 1785 og tvisvar eftir það; hann er kvæði í 18 greinum og fjallar um ótal hluti milli himins og jarðar, þarsem Guðmundur notar sér kenníngar forngrískra og lat- neskra spekínga. Ber kvæðið vitni um fádæma þekkíngu íslenzks almúga- manns á þessum tíma. Tólfsonakvæði, Barbarossakvæði og fleiri sagnakvæði hafa og verið prentuð. Af rímum orti Guðmundur fjölda, líklega a. m. k. 15 flokka, og eru 13 þeirra varðveittir. Þeirra mestur er Olgeirs rímur danska, sem raunar er stærsti rímnaflokkur sem ortur hefur verið, 60 rímur að tölu; þær orti Guðmundur 23 ára gamall eftir hinni dönsku Olgeirskroniku, um einn af frægustu köppum Karlamagnúsar. Guðmundur var vel að sér í dönsku, og víða sækir hann yrkisefni í erlend rit. Olgeirsrímur voru prentaðar 1947. Af öðrum rímum hans hefur Jannesarríma ein verið prentuð. Flestar rímur sínar orti Guðmundur útaf útlendum skáld- ritum eða þá riddarasögum, en sótti lítt yrkisefni í íslenzk fornrit. Hér hefur aðeins lauslega verið drep- ið á ævistarf þess umkomulitla vesal- íngs sem fyrrum var barinn frá bók- inni norðurá Staðarbakka. Hinsvegar veit ég eingin ummerki né vott um starfsemi þess slektis sem þar neytti líkamlegs aflsmunar, og hætt er við að þessi minníng um það lifi leingst: að þar hafi krypplíngurinn á Stapa bágast átt. (Heimildir: Formáli fyrir Ol- geirsrímum útg. 1947, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar. íslenzkir vikivakar og vikivakakvæði, Saga íslend- inga V. bindi( Páll E. Ólason) o. fl.). flAtrí Ákrí^at FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR Ég er fæddur 1913 í Reykja- vík. Fór að læra iðn mína í nóvember 1927. Varð verk- stjóri í henni 1939 og var það til 1954. Hef unnið sem sveinn síðan. Gifti mig í janúar 1940 og skyldi við konuna 1945 og á fjögur börn. Flutti austur 1958 til að drekka minna og það hefur tekizt. Mig langar að stofna heim- ili ef ég fyndi konu við mitt hæfi og er forvitinn þar um. Ég tapaði ökuréttindunum í sumar á sérlega dularfullan hátt. Hef tapað þeim áður en fæ ég þau aftur? Með fyrirfram þakklæti fyr- ir spádóminn. Alex. Sveinsson. Svar til Alex. Sveinssonar. Þú ert fæddur undir sól- merkinu Mey. Þetta gerir þig mjög glöggan og þeir sem hér eru fæddir eru oft gæddir næmri gagnrýnisgáfu og sjá andstæðinginn oft niður í kjölinn. Þú ert fljótur að átta þig á hlutunum og laginn að hagnýta þér og öðrum þá þekkingu sem þú býrð yfir. Mánaafstaða þín í Krabba- merkinu bendir til drykkju- hneigðar, en einnig bendir hún til þess að þú búir yfir ríkri þrá í brjósti þínu til að eignast heimili, sem veitir þér þá hvíld og ró sem þú þarfn- ast. Saturn og Marz í Tvíbura- merkinu eru slæm tákn um allt sem lýtur að bifreiðum og sambandi þínu við þær. Ég mundi því segja að þú eigir ekki afturkvæmt með öku- skírteinið. Því ástæðan mun mjög sennilega hafa verið áfengisneyzla. Þessar afstöð- ur voru ertar mjög upp síðast- liðið sumar þannig að afleið- ingin varð ökuréttindamissir þinn. Uranus í Vatnsberamerkinu bendir til þess að þú eigir sem minnst að treysta á vini þína enda virðast þeir ekki hafa sérlega heppileg áhrif á þig. Þú ættir að endurskoða af- stöðu þína í sambandi við öll vinabönd sem þú hefur bund- izt um ævina. Þessi afstaða Uranusar hefur einnig nokk- uð óheppileg áhrif á tauga- kerfi þitt og magann, þannig að þér hættir til að fá veik- indaköst í líffærum tilheyr- andi kviðarholi. Afstöður Jupiter í Stein- geitarmerkinu benda til að þú hefðir átt að geta náð viður- kenningu í starfi þínu, en ég sé ekki betur en að heimilis- líf þitt hafi orðið þér til traf- ala, þannig að þú náðir ekki þeim árangri sem annars hefði mátt vænta. Áhyggjur út af heimilinu og árekstrar innan þess hafa eyðilagt vilja- kraft þinn þannig að þú eydd- ir tíma, fé og orku til óæski- legrar dægrastyttingar. Viðvíkjandi spurningunni um það hvort þú mundir ná í kvonfang aftur, þá er alls ekki útlit fyrir það að svo stöddu, því næstu árin eru mjög óhagstæð með tilliti til þessa. Þú misstir konuna og verkstjórastarfið 1954. Þetta var á þeim tíma sem Uranus var í Krabbamerkinu og hafði hann mjög óheppileg áhrif á heimilislíf þitt og atvinnu. Einnig mun heilsufar þitt hafa verið með lakara móti þá, það er að segja geðsmuna- legt jafnvægi, sem síðan hefur komið fram sem tíðari árekstr- ar milli þín og fjölskyldu þinnar. Hins vegar býr alltaf sterk löngun hjá þér til að stofna heimili og mundi ég ráðleggja þér að reyna að koma þér upp íbúð fyrir þig einan, þar sem þú hefðir frið og ró. Það eru engin merki um tvær giftingar 1 korti þínu og spái ég þér því ekki annarrar gifting- ar. En það má margt sér til gamans gera og þú getur eignazt nýja vini, sem hæfðu betur þeim hugsjónum, sem ég veit að þú gerir þér um líf- ið. Þegar maður vill brjóta blað í lífi sínu og fara að lifa betra lífi verður maður einn- ig að segja skilið við marga fyrri vinl. ^ Ef lesendur langar til að vita, hvað stjörnurnar segja um örlög þeirra og vandamál, þá er auðvelt að verða við þeirri ósk: ASTRÓ spáir í stjörnurnar fyrir lesendur FÁLKANS Bréf til hans sendist til Fálkans, pósth. 1411 - merkt ASTRÓ FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.