Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 14
GLENS UM STEINDÓR OG FLEIRA FÓLK STEINDÓR EINARSSON hefur til skamms tíma staðið sjálfur í afgreiðslu bílastöðvar sinnar, eins og þeir vita, sem skipt hafa við hann. Eftirfarandi saga gerðist á þeim árum, þegar „á- standið" svokallaða var í algleymingi: Það var mikil ös á stöðinni. Stúlka, sem bendluð hafði verið við „ástand- ið“, og Steindór kannaðist við, kemur inn og pantar sér leigubifreið. —- Þér verðið að bíða, sagði Steindór. Nokkru seinna kemur borðalagður liðsforingi og Steindór lætur hann hafa bíl á undan stúlkunni. — Hvaða ósvífni er þetta, segir stúlk- an. — Látið þið Ameríkanana ganga fyrir? — Nú gerið þið það ekki líka, svar- aði Steindór. ★ AÐSTOÐARLÆKNIR á Kleppi stund- aði mest þá deild, þar sem sjúklingar eru óðir og ódælir og almennt er köll- uð órólega deildin. Þegar hann gekk stofugang á deild- inni, var hann oft vanur að banda hend- inni til þeirra, sem verst létu, og segja: -—- Svona, svona, stilltir, stilltir. A deildinni var stór maður vexti og sterkur með afbrigðum. Hann átti til að vera bæði stríðinn og hrekkjóttur. Eitt sinn, þegar læknir kemur á stofugang, steypir þessi sjúklingur yfir hann úr fullum náttpotti. Læknirinn varð ókvæða við, sem vonlegt var, saup hveljur og rak upp angistarvein. Þá bandaði sjúklingurinn rólega til hans hendinni og sagði: — Svona, svona stilltur, stilltur. ★ TILSVÖR BARNAgeta oft verið hnytt- in og skemmtileg og ímyndunarafl þeirra með eindæmum. Eftirfarandi frásögn sannar þetta glöggt: Faðir var í ökuferð með syni sínum. Hann stanzar fyrir utan verzlun á leiðinni og bregður sér inn andartak, en strákurinn, sem var fimm ára gam- all, bíður úti í bílnum á meðan. Hann 14 FÁLKINN horfir út um gluggann og sér gamla konu koma út um lágar dyr á skúr. Gamla konan er bogin í baki og réttir ekki úr sér, þóttt hún sé komin út um skúrdyrnar. I þessum svifum kemur faðir drengs- ins úr búðinni og strákurinn tekur strax að spyrja hann spjörunum úr um gömlu konuna. — Hvers vegna er konan svona bog- in í baki, pabbi, spyr hann. — O, það er af því að hún er orðin svo gömul, svarar faðirinn. Strákur þegir um stund, hugsar sig um, en spyr síðan: — Fer hún 'þá alveg í hring, þegar hún deyr? ★ AUGLÝSINGASLAGORÐ eru geysi- lega mikils virði fyrir fyrirtækin. Hér á landi eru mörg þeirra fyrir löngu orðin alþekkt og hafa vafalaust haft mikil áhrif. „Gæfan fylgir trúlofunarhringunum frá Sigurþór“, er alþekkt auglýsing frá Sigurþór úrsmið. Einu sinni kemur maður til Sigþórs og er hinn æfasti og segir, að auglýs- ingin hans sé hið mesta skrum og hér sé um hreinustu fölsun að ræða. — Kærastan mín sagði mér upp hálfum mánuði eftir að ég keypti af þér hringana, sagði hann og var eld- rauður af reiði. •—- Ja, er það kannski ekki gæfa, þegar þær svíkja svona strax? spurði Sigþór. ★ JÓN HELGASON prófessor í Kaup- mannahöfn, getur verið manna spaug- samastur. Hann hefur gefið út eina ljóðabók, eins og kunnugt er og nefn- ist hún „Úr landssuðri“. Skömmu eftir að hún kom út, sendi hann kunningja sínum eintak af bókinni með svofelldri áletrun: Ef opna ég þetta yrkingakver, með andfælum við ég hrekk. Hvort er þetta heldur ort af mér eða þá Richardi Beck? Á LANDI ÞVÍ, er' staðurinn, sem við lýsum að þessu sinni, stendur á, var áð- ur prestsetur og kirkja. Staðurinn er nafnkunnur frá fyrri tíð vegna séra Jóns Magnússonar þumlungs, er þar var prestur á seinni hluta 17. aldar (1645 —1690), og galdramála hans. Samdi séra Jón bók, sem nefnist Píslarsaga og fjallar um ofsóknir, sem hann þóttist verða fyrir af völdum tveggja feðga. Þeirra viðskiptum lauk þannig, að hann fékk þá báða brennda, en samt sem áð- ur batnaði ekki sjúkleiki hans. Píslar- saga þessi er víðfræg og þykir frábær lýsing á því, sem kom fyrir prest, og einnig er málfæri og orðkynngi með af- brigðum. ☆ Um miðja 19. öld er risið þarna sjó- þorp, sem fær kaupstaðaréttindi árið 1866. Á seinni hluta aldarinnar og fram yfir 1900 var kaupstaðurinn í stöðugum og öruggum vexti. Stunduðu bæjarbú- ar og stunda enn fiskveiðar, fiskverk- un, verzlun og iðnað. Hin örugga og sjálfgerða höfn studdi mjög að þessum viðgangi. ☆ Nafnið á kaupstaðnum er ekki ís- lenzkt að uppruna, heldur tilbúningur danskra kaupmanna sakir ókunnugleika. Upp af staðnum er brött skriðuhlíð með hamrasnasir í brúnum. ☆ Aðalgötur staðarins heita hinum al- gengu nöfnum Aðalstræti og Hafnar- stræti og liggja eftir endilöngum kaup- staðnum. Þær liggja í bug eins og fjaran og byggðin er mjög strjál milli þeirra og sjávarins. í nánd við yztu byggðina er ríki manns nokkurs, sem eitt af kúnst- ugustu skáldum þjóðarinnar hefur gert frægt í einni af bókum sínum. ☆ Myndin, sem fylgir þessari lýsingu gæti vissulega verið tekin í hinum sól- heitu Suðurlöndum, og sýnir okkur glöggt, að menn þurfa ekki að leita út fyrir pollinn til þess að finna fagra og unaðslega staði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.