Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 4
FORNBÓKASALA Kaupum og seljum vel meðfarnar, notaðar bækur. FORNBÖKAVERZL. STEFÁNS GUÐJÖNSSONAR Laugavegi 28 (2. hæð). Sími 10314. EIMREIÐIN Stofnuð 1895 Allir bókaunnendur þurfa að lesa EIMREIÐINA. Frá því fyrir aldamót hafa allir fremstu rithöfundar, skáld og menntamenn þjóðarinnar skrifað í EIMREIÐINA. EIM- REIÐIN er tímarit vandlátra lesenda í öllum stéttum, sem meta kunna fagrar bókmenntir og listir, og taka þær fram yfir dægurflugur og Stundarglamur. Nýir áskrifendur geta fengið nokkuð af eldri árgöngum EIM- REIÐARINNAR með hagkvæmu verði. Gerizt áskrifendur að EIMREIÐINNI. Áskriftargjald árgangsins aðeins kr. 100.00 (3 hefti, 228 bls.). Áskriftarsími 1 61 51 — Pósthólf 1127. EIMREIÐIN Stórholti 17 — Reykjavík. EINN mest umtalaði piparkarl í Englandi er kvikmyndaleik- arinn Dirk Bogarde, sem nú stendur á fertugu. Allt í einu brá svo við, er hann lék í kvikmyndinni um Franz Liszt ásamt frönsku kvikmyndaleik- konunni Capucine, að hann varð ástfanginn af henni og það svo að um munaði. Hann bað hennar umsvifalaust, en fékk því miður neitun. Capucine, sem hefur nýlega gert samning í Hollywood, metur meir feril sinn sem kvikmyndaleikkona, heldur en giftingu og húmmóðurstörf. Bogarde er því áfram piparkarl, en unir nú hag sínum hálfu verr en áður. ★ HIN ljóshærða sænska kvik- myndastjarna May Britt Wilk- ens, sem í nóvembermánuði síðastliðnum giftist negranum og leikaranum Sammy Davis, á von á barni. Hjónaband þeirra vakti sem kunnugt er geysimikla athygli og margir álitu að þau bæði hefðu með giftingunni eyðilagt feril sinn á listabrautinni. Samt sem áður eiga þau bæði kost á góðum tilboðum í Hollywood og ástæð- an til þess er talin sú, að hinn ókrýndi kon- ungur kvikmyndaheimsins, Frank Sinatra, hefur verið þeim mikil stoð og stytta. ★ BING GROSBY hefur látið í ljós þá skoðun sína, að mennirnir endi feril sinn sem apar að minnsta kosti hvað málið snertir. — Söngstjörnur nútímans sýna þróunina, segir hann. — Menn skyldu bara hlusta á nokkrar dægurlagaplötur og þá munu þeir taka eftir, að textinn samanstendur mest af hljóðum eins og „oh, ah, do, dee, og da-dum“. 'Ég skal raunar viðurkenna, að dægurlagatext- ar hafa aldrei verið nein bókmenntaleg meist- araverk, en hér áður fyrr samanstóðu þau þó af orðum, sem mátti skilja! ★ MRGT hafa langþreyttir og mæddir eiginmenn sagt mis- jafnt um blessað hjónabandið og kannski sumir haft ástæðu til þess. En með því versta, sem sagt hefur verið um þenn- an „helgidóm“, hraut nýlega af vörum sænska kvikmyndasnillingsins Ing- mar Bergmans. Hann sagði hvorki meira né minna: Hjónabandið er hinn eini fasti punktur hel- vítis!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.