Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 20
Þetta þýddi, að hún varð að senda afboð fólki, sem hún hafði boðið í miðdegisverð, en hann setti það ekki fyrir sig, úr því að þáð var vegna Diönu, en ekki vegna hennar sjálfrar. Coral var farin. Hún hafði strunsað út án þess að segja orð. Irena lagði hiklaust af stað. Nú varð hún að komast út í, Ilha das Pedras hjálparlaust. NEYDD TIL AD ÞEGJA. Diana varð fegin að sjá hana. — En hvað þú varst væn að koma. Sagði Brian þér um Grant? Irena kinkaði kolli. — Hann hringdi til mín. Það var tals- vert vandamál hvað hún átti að segja við Diönu. Eftir það sem hafði gerzt í gær átti það varla við að fara að láta hlut- tekningu í ljósi. Diana var alls ekki yfirbuguð af sorg, þó hún væri föl og auðsjáanlega uppvæg. — Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt áfall fyrir þig, sagði Irena vingjarnlega. — Ég vil ekki trúa að það sé satt, sagði Diana. -—• Það get- ur ekki verið mögulegt. Hann var hérna í morgun, fyrir fá- einum klukkutímum — og sagðist mundu koma aftur á föstu- daginn. Hann glotti og bað mig um að gleyma sér ekki meðan hann væri burtu . . . og ég sagði . . . ég sagði . . . Hún þagnaði og varirnar skulfu. — Hvað sagðirðu? spurði Irena. Diana nötraði. — Ég sagði að mér stæði á sama þó hann kæmi aldrei aftur . . . og hann hló og sagði: — Ekki skaltu gera þér neina von um það. Ég kem aftur og ég kem kannske fyrr en þig grunar, svo að þú skalt haga þér skikkanlega með- an ég er að heiman. Það var það síðasta, sem hann sagði áður en hann fór. — Vertu ekki að hugsa um þetta, Diana, sagði Irena. — Það er ekki til neins að vera að hugsa um það. En augu Diönu voru dimm af angist. — Ég er hrædd, Irena, sagði hún. -— Ég var alltaf hrædd við Grant og ég er það enn. Allt er nákvæmlega eins og — ja, ég veit að það er flóns- legt að segja það, en mér finnst eins og hann sé hérna enn. Hún skimaði hikandi út um gluggann. Verkamennirnir, hugsaði Irena með sér. Pedro, sem Brian sagði að væri óróaseggur, og hinir verkamennirnir, sem mundu trúa öllu sem æsingamennirnir segðu þegar þeir höfðu fengið of mikið að „Cachaca". Hvernig mundi nú fara, þegar Grant kæmi ekki aftur „til að snúa úr hálsliðnum“ alla þá, sem dytti í hug að ybba sig meðan hann væri burtu? Hún minntist á þetta við Diönu, en hún eyddi því. — Æ, það er ekki það. Verkamennirnir gera ekki neitt illt af sér. Þeir eru alltaf að kvarta, en það er bara í nösunum. En Grant hafði gaman af að láta sem það væri hann, sem héldi öllu í skefjum. Hann hafði yndi af því að líta á sjálfan sig sem „sterka manninn“, sem allir væru hræddir við. Þau uppþot, 'sem verið hafa hérna síðan ég kom, hefur hann knúð fram sjálfur með meðferðinni á fólkinu. Pedro er fauti, en hann gerir engan alvarlegan skaða. Þeir hlæja að honum, hinir. Ég hef séð þá. Og hann hataði Grant. Það gerðu þeir allir, og þess vegna var stundum uppistand. Þegar nýi yfir- maðurinn tekur við, mun hann komast að raun um að það er auðvelt að tjónka við þá. — Verður þú ekki að flytja burt héðan úr húsinu? — Jú, vitanlega, sagði Diana og leit kringum sig í stofunni. — Ég hlakka til að komast burt héðan. Hlakka til að komast burt frá öllu sem minnir mig á siðustu mánuðina -— og á Grant. Hún stóð upp og gekk út að glugganum. — Þarna er bátur að koma inn, sagði hún. — Varla getur það verið að Brian sé kominn aftur svona fljótt. . . — Það er Hugh, sagði Irena og horfði yfir öxlina á henni, — hann sagðist ætla að koma og spyrja hvort hann gæti ekki gert eitthvað til að hjálpa þér. Hann hefur farið snemma af skrifstofunni, hugsaði hún með sér. Það getur hann gert fyrir Diönu en aldrei gerir hann það fyrir mig. — Það er einhver með honum, sagði Diana. Irena hrökk við þegar hún sá hver það var. Coral var með honum. Hún kom upp að húsinu, örugg og róleg eins og hún var vön — og rétti fram báðar hendurnar móti Diönu. Hún sagði smeðjulega: — Elskan mín, Hugh sagði mér frá þessu hræðilega, sem hefur komið fyrir. Ég varð að koma hingað til að spyrja hvort ég gæti gert nokkuð til að hjálpa þér. Ég tek þetta svo hræðilega nærri mér, þín vegna, góða. Röddin var hlý og hluttakandi. Hún sagði ekkert við Irenu FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.