Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 25
undrast hver þorparinn geti verið, sem sýnir svo litla tillitssemi og svo botnlaust ábyrgðarleysi gagnvart börn- unum, sem voru alls óvön allri var- kárni hér við þessa friðsælu götu. Og þetta gat aðeins endað á einn veg. Með slysi. Skyndilega sá hann bílinn nema staðar svo að hvein í hemlunum. Hann fylltist ískaldri hræðslu, þegar hann sá börn og fullorðna þyrpast utan um bíl- inn, og heyrði ópin og köllin. Beðið var um lögreglu og sjúkrabíl, og hann skildi að alvarlegt slys hlaut að hafa orðið. — Hver var það, sem hafði orðið undir bílnum? Var það kannski Tommy, sonur hans? Var það ef til vill hann, sem lá þarna niðri á götunni í blóði sínu? — Kannski dáinn? Axel fölnaði við hugsunina. Hann skynjaði á þessari stundu hversu skammt er á milli lífs og dauða, sorgar og hamingju. Hann hafði horft á það með eigin augum, hvernig börnin léku sér áhyggjulaus og glöð í sakleysi sínu, og andartaki seinna var gatan orðin leiksvið, þar sem harm- leikur dauðans var leikinn í allri ógn sinni. Harmleikur, sem myndi hafa djúptæk og ógleymanleg áhrif á líf allra nærstaddra. í hjörtum foreldranna ríkti nú sorg og myrkur, og heimili þeirra var hús dauðans, þar sem allt minnti svo átakanlega á barnið, sem nú var ekki lengur til. Sem aldrei framar myndi hlupa um og fylla stofurnar lífs- gleði og gáska, aldrei labba út með föður sínum á sunnudögum eða trúa móður sinni fyrir gleði sinni og sorgum. Þau áttu aðeins minningar eftir, minn- ingar, sem fyrst í stað væru aðeins kvöl og sársauki, en sem með tímanum myndu breytast í ljúfar myndir af horf- inni hamingju. Og bílstjórinn, sem af gáleysi hafði grandað hinu unga lífi, hann sat nú í bíl sínum, yfirkominn af iðrun, lamaður og sljór. Aldrei gat hann bætt fyrir brot sitt eða kveikt aftur það líf, sem hann á svo hörmulegan hátt hafði slökkt, áður en það fékk tíma og tækifæri til að sýna, hvað það fæli í sér. Um alla framtíð myndi þessi ó- gæfa hans fylgja honum eftir, eins og dimmur skuggi, sem aldrei hleypti sól- inni í gegn. Og lengi eftir að hann væri búinn að afplána refsingu sína fyrir mannanna dómstól, myndi skugginn ennþá myrkva tilveru hans. Allt þetta flaug í gegnum huga Ax- els á fáeinum andartökum. Svo flýtti hann sér niður stigann og inn til konu sinnar. Hún leit upp og brosti til hans, kaffið var einmitt tilbúið. En brosið hvarf af vörum hennar þegar hún sá svip hans, og hún fylltist angist, sem hún gat ekki sjálf skilið: „Axel, er eitt- hvað að?“ stundi hún loks. Og hann svar- aði henni með annarri spurningu: „Hvar er Tommy? Það hefur orðið slys hérna úti á götunni.“ — Þau störðu hvort á annað, orðlaus og skelfd. Já, hvar var Tommy? Hann var vanur að vera úti allar stundir. Það gat alveg eins verið hann, eins og einhver annar. Allt annað hvarf á þessari stundu og var svo FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.