Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 8
Lesi maður rímur frá fyrri öldum er í fljótu bragði svo að sjá að skáld þeirra hafi það takmark helzt að færa ævin- týra- og forneskjusögur í bundið mál, og laungum verður það að teljast meg- ineinkenni rímnanna. Það má og til sanns vegar færa að hinir mörgu sem aðhylltust kveðskap þennan nutu þess- ara Durnis staupa drykkju tára fyrst og fremst af því að þau voru sagnalind. — Þó verður þess vart ef vel er að gáð að í nokkrum mæli gefur skáldið sér tóm til að færa sjálft sig í tal; og lesi maður rímnaflokk frá upphafi til loka má oft kynnast höfundinum náið, einkalífi hans og kjörum, skapferli, allskonar hugarástandi, náttúru til kvenfólks og brennivíns o. s. frv. Þessu hlutverki gegna mansaungvarnir, sem gera yfir höfuð að tala hlut rímnanna stærstan. í einum gömlum mansaung stendur þessi vísar Býst ég við að gefnir gulls gustkaldar í orðum að mér búi enn til fulls ekki síður en forðum. Sá er þetta kvað var eitt af merkileg- ustu alþýðuskáldum hérlendis um sína daga; höfundur Tólfsonakvæðis, Láka- kvæðis, Barbarossakvæðis, Jannesar- rímu og fleíri ljóðverka sem leingi voru afburða vinsæl meðal almenníngs: Guð- mundur Bergþórsson. Guðmundur Bergþórsson var krypp- lingur, visinn og lamaður í fótum og hægra handlegg, svo hann gat aðeins hreyft sig úr stað með því að skríða eða láta bera sig, Vanheilsa þessi lagðist á Guðmund fjögurra vetra gamlan; og segja munnmælin að er hann svaf í vöggu hjá foreldrum sínum hafi móðir Guðmundar og fóstra hans, sem báðar voru skapvargar, deilt svo harkalega með formælíngum yfir vöggunni, að orð þeirra hafi hrinið á barninu. Það hefur leingi verið tízka að heimfæra framan- skráða vísu Guðmundar til þessa at- burðar úr raunalegri bernsku hans, enda má vel vera að hann háfi sjálfur haft þennan grun um upphaf veikinda sinna. Guðmundur fæddist árið 1657 að Stöpum á Vatnsnesi nyrðra; en þegar hann var fimm vetra gamall, ári síðar en hann lamaðist, létu foreldrar hans hann frá sér að Staðarbakka í Miðfirði, en fluttu sjálf fyrir harðinda sakir vest- ur undir Jökul, að Arnarstapa; Guð- mundur dvaldi hinsvegar í 13 ár á Stað- arbakka. Þegar faðir hans dó vestra, fór móðir hans og systir að Hellnum, en Guðmundur var fluttur að norðan og vestur á Stapa, fyrst til Jakobs Bene- diktssonar sýslumanns Snæfellssýslu (1671—1680). Alls var Guðmundur Bergþórsson þá í tíu ár á Stapanum. Síð- an fór, hann útfyrir Jökul, á Hjallaland og Keflavík og var þar í sex ár. Að þeim tíma liðnum fór hann í Hólsbúð á Stapa; þar bjuggu Guðmundur Hálfdánarson og Ingibjörg Ásgrímsdóttir. Sonur þeirra Þórður naut tilsagnar Guðmundar, og hefur hann ásamt öðrum lærisveini hans skráð æviágrip hans. Þar segir þessu næst: „Hann sjálfur fortaldi, að eftir það hann veiktist fyrst fyrir norðan hafi amma sín ráðlagt að flytja sig í þrjár laugir og lauga sig þrisvar uppúr hverri laug. Þar eftir hafi sér mikið batnað og mýkzt líkami sinn og aldrei síðan auk- izt visnan eða máttleysi framar en þáng- að til var orðið, svo þegar hann var 14 eða 15 vetra, hafi hann getað skriðið á milli bæja, sem skammt var, og á Stað- arbakka, sem hann átti heima, haíi mað. urinn og konan verið að kenna syni sín- um að lesa og skrifa, en hann hafi af áheyrn framar numið og lært getað en sonur bóndans. Af þessu, að honum gekk betur að læra að lesa, hafi konan lagt á sig óþokka og meinað sér þar eft- ir að horfa á, og þar hafi hann oft bágt átt, svo sem hann segir í Finnbogarím- um. Hann hafði svo langa fætur sem fullorðinn karlmaður og voru bæði hold- lausir og máttlausir, og alltíð var hann í skinnbuxum þegar hann fór nokkuð sjálfur og skreið á endanum og dró sig áfram með annari hendinni og skreið útá aðra hliðina og var ólíkindalega fljótur að skríða svoleiðis áfram, og hvað sem hann fór, bæði þar og annars- staðar, sá ég og til vissi, og aðrir sögðu mér, að oftast keypti hann að láta bera sig, sérdeilis til kirkjunnar, og sögðu þeir hann báru, ásamt okkur, sem hann oftlega bárum, viðlíka þungan og hálf- vaxinn mann. Vel var hann hagur á lát- únssmíði og trésmíði, alla ullarvinnu, utan að vefa, gjörði hann og gat unnið, en bágast átti hann með að spinna, svo hann tíðast fékk það af öðrum. Margoft var komið til hans börnum að lesa og læra að skrifa sem og spurningar að kenna, hvar af hann nægilegt uppeldi hafði, og af skáldskap sínum og skrif- elsi, sem allmargir báðu hann fyrir að kveða, og nótt og dag sat hann við að yrkja, og allt, hvað hann skrifaði, skrif- aði hann með vinstri hendinni, og studdi niður olnboganum. Þegar móðir hans kom til hans, sem oft var, á Stapann frá Hellnum að gamni sínu, var hún að kveða stöku erindi úr rímum þeim, sem hann gjörði 12 vetra. Hafði hann þá leiðindi af að heyra til hennar, vegna þess að honum þóttu þær illa og óreglu- lega gjörðar að skáldskapnum." Við manntalið 1703 er Guðmundur talinn til heimilis að Brandsbúð á Stapa: „Guðmundur Bergþórsson húsmaður, visinn^ skáld, 46 ára.“ Guðmundur dvaldi þannig með ýmsu fólki á Stapanum til dauðadags. Athygl- isvert og undravert er það að hann hef- ur aldrei komizt í tölu niðursetnínga, enda má sjá á framanskráðu að hann hefur mikið á sig lagt til að hafa nóg til framfæris sér. Og skáldskapur Guð- mundar er meiri að vöxtum en dæmi munu til að svo farlama maður gæti innt af hendi ásamt ýmsu puði í hús- bænda þágu. Allt bendir til að Guð- mundur hafði verið gæddur afburða gáf- um, og skáldskapur hans sker sig á margan hátt úr öðru sem kveðið var um hans daga. í rímum sínum minnist Guðmundur Hér segir frá Guðmundi Bergþérssyni, sem sagt er að hafi kveðið sig í hel, og almenningur trúði að væri kraftaskáfd. ÍSLENZK FRÁSÖGN EFTIR ÞORSTEIN FRÁ HAMRI 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.