Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 21
— lét sem hún sæi hana ekki. Það var Diana, sem hún var komin til að hitta — Diana, sem var í neyð og var þurfandi hjálpar hennar og samúðar ... hjálpar hennar og Hughs. Diana tók þessu öllu með þökkum. Þakklætið skein úr aug- unum og röddin var klökk, er hún svaraði: — Það var fallega hugsað af ykkur að koma. Já, þetta var hræðilegt áfall, ég hef ekki náð mér eftir það ennþá. Ég get ekki hugsað skýrt ennþá, og það er svo margt sem ég kannske þyrfti að gera — láta fólk vita af þessu . .. Hún baðaði út höndunum, biðj- andi, um leið og hún sneri sér að Hugh. — Þú ætlar að hjálpa mér núna líka, Hugh, er það ekki? Þú hjálpaðir mér þegar hann pabbi sálugi dó. Þú varst svo hugulsamur þá og sást um allt sem þurfti að gera. Jú( auðvitað skal ég hjálpa þér. Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur, Diana. Ég skal sjá um að allt verði gert sem gera þarf. Hann sagði þetta vingjarnlega. Það kom flatt upp á Irenu, er hún gerði sér ljóst að Hugh sá Diönu aðeins sem harmandi ekkju, sem reyndi af öllum mætti að leyna sorg sinni, og Diana sagði ekkert, sem gat látið hann halda að sorgin væri ekki sár. Jafnvel eftir að Grant var dauður var Diana stað- ráðin í að enginn skyldi fá grun um sannleikann í sambandi við hjónaband hennar. Engir aðrir en Irena, sem hún hafði þvingað til að þegja. — Þú getur ekki verið áfram hérna alein, Diana, sagði Cor- al ákveðin. — Þú verður að koma heim til mín og vera hjá mér þangað til þú hefur afráðið hvað þú tekur fyrir. Þú mátt ekki segja nei. Við Hugh komum okkur saman um það á leiðinni hingað. Diönu létti auðsjáanlega við þessa uppástungu. — Þetta er einstaklega fallega boðið, Coral, sagði hún þakk- lát. — Má ég virkilega koma og verða hjá þér? Ég hef verið að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera af mér. Hún leit kringum sig í stofunni og endurtók það, sem hún hafði áður sagt við Irenu, en lét Þau tvö leggja aðra merkingu í það: — Ég skal verða glöð þegar ég kemst héðan! — Já, auðvitað, sagði Coral róandi. Hún tók undir hand- legginn á Diönu og sagði: — Komdu og taktu saman dót í tösku núna strax — ég skal hjálpa þér. — Diana er hetja, sagði Hugh er þau fóru út úr stofunni. — Já, sagði Irena og vissi ekki hvað hún ætti að segja frekar. Hugh leit á hana og hnyklaði brúnirnar, eins og hann vildi láta í ljós að hún væri köld og tilfinningalaus. Irena var að hugsa um Coral, hvers vegna hún hafði stung- ið upp á þessu,. Hvað ætlaði hún að vinna með þessari skyndi- legu umhyggju fyrir Diönu. Hugh svaraði henni að nokkru leyti, án þess að vita af því. — Coral er sterk þegar einhver er í neyð. Undir eins og ég sagði að Diana þyrfti að komast héðan, vildi hún endilega koma til hennar. Og hann bætti við: — Hún er vinur í raun. Það var þá Hugh, sem hafði fyrstur talað um þetta. Og Coral — góðvinur hans og Diönu — hafði strax eygt tækifæri til að láta sjá sig frá beztu hlið. Næstu dagana voru það Hugh og Coral sem tóku að sér að sjá um Diönu og alla stoð, sem hún þurfti. Þegar faðir Diönu dó, hafði hún og Hugh verið trúlofuð, og það var ekki nema eðlilegt að hann sæi um allt fyrir hana. En nú var hann að- eins kunningi, og giftur annarri, en Diana hafði vanizt að treysta honum og sneri sér sjálfkrafa til hans til að fá hjálp og ráð. Og Hugh lét ekki á sér standa. Irena horfði á þau þegar þau voru saman og varð að harka af sér þegar hún sá augun í honum og heyrði undiróminn, sem alltaf kom í rödd hans þegar hann talaði við Diönu. Irena hafði varla talað orð við Coral síðan þær ræddust við forðum og samtalið slitnaði þegar hún fékk fréttina um lát Grants. En bergmál þess sem Coral hafði sagt þá, hljómaði í eyrum hennar enn í dag. Önnur tilhugsun kvaldi hana — að ef Diana elskaði Hugh ennþá, væri hún sjálf eini þröskuldurinn í götu þeirra. Ef Diana elskaði Hugh ... Elskaði hún hann? Fyrsta skiptið, sem Diana kom út í eyjuna, hafði Diana fullvissað hana um, að hún elskaði hann ekki. Hafði hún meint það, eða þóttist hún ekki mega segja annað við konu Hughs? Hún hafði verið ástfangin af honum einu sinni — eða réttara sagt: hún hafði einu sinni lofað að giftast honum. Diana mundi aldrei geta elskað neinn heitt og innilega til lengdar, þóttist Irena viss um, eftir að hún hafði kynnzt henni betur. Hún var ein af þeim, sem halda sig á yfirborði tilverunnar, en rista aldrei djúpt. Hún var taumliðug, auðvelt fyrir sterkari vilja að beygja hennar vilja af leið. Ef Hugh yrði laus og liðugur aftur, eins og Diana hafði orðið það fyrir rás örlaganna — mundi hún þá giftast honum? LOFORÐ SKULU HALDAST. Ef Hugh yrði frjáls .... Það var þetta, sem allt.valt á — og það var aðeins hún sjálf, Irena, sem gat gefið honum frelsið aftur. Það var aðeins hún, sem gat leyst þann hnút sem Coral hafði hnýtt, og sem dauðinn hafði höggvið sundur að nokkru leyti. Bara ef hægt væri að setja klukkuna aftur .... Hún var heilan mánuð að stappa í sig stálinu svo að hún þyrði að minnast á þetta við Hugh. Það var þýðingarlaust að bíða lengur — tilgangslaust að vera að gera þessa tauga- kveljandi óvissu lengri, sem var eins og skuggi yfir henni alla daga og sem martröð á nóttunni. Betra að ganga úr skugga um þetta — horfast í augu við staðreyndirnar. Það var aðeins sog undiröldunnar í rödd hennar, sem sýndi hve mikla áreynslu það kostaði hana að segja þessi orð: — Hugh, ég verð að tala við þig um framtíðina — um okkur. Núna, eftir að Diana er frjáls .... — Skiptir það nokkru máli? spurði hann snöggt. Hún andaði djúpt. Gat hann átt við að . . . . ? En svipur hans var harður og fráhrindandi og slökkti þann litla vonar- neista, sem hafði kviknað í hjarta hennar við spurninguna. — Þú játaðir, að þú hefðir verið ástfanginn af henni þeg- ar þú kvæntist mér. Ég held, að þú sért það enn. Og eftir að hún er orðin óbundin .... vil ég ekki vera Þér Þrándur í götu. Ég meina .... hún leitaði að orðunum. Gat ekki sagt það, sem hún vildi segja. Hún stamaði og orðin urðu svo barnaleg, en hún hafði ætlað sér að tala skýrt og skorin- ort. Nú reyndi hún enn: — Ég er aðeins að reyna að segja þér að ef þú vilt helzt að við slítum hjónabandinu, ætla ég ekki að hindra það. Ég veit að vísu, að of skammt er liðið frá dauða Grants ennþá, en mér datt í hug — til þess að málið skýrðist .... — Til þess að málið skýrðist, tók hann fram í. — Gleymir þú ekki mikilsverðu atriði? Hún fékk sting fyrir hjartað. — Hv-hvað áttu við? — Afstöðu Diönu, sagði hann rólega. — Hún vill alls ekki giftast mér, skilurðu það ekki? Þá höfðu þau með öðrum orðum talað um það! Hún sagði með öndina í hálsinum: — Ertu viss um það? Er þetta ekki eingöngu af því að þú ert bundinn mér? — Nei, sagði hann. — Það er ekki þess vegna. Hann þagði um stund, svo bætti hann við, hranalega: — Auk þess er hjónabandið enginn hanski, sem maður setur upp eða tekur af sér eftir hentugleikum — þannig lít ég að minnsta kosti á málið. Þegar ég geri samning þá ætla ég mér að halda hann — nema hinn aðilinn óski, að honum sé slitið. Hann horfði í augun á henni. — Óskar þú, að við slítum honum, Irena? Framh. Það var þýðingarlaust að bíða lengur, — tilgangslaust að gera þessa kveljandi óvissu lengrí. Þetta hvíldi eins og skuggi yfir henni alla daga ... FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.