Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 16
AD GEFA PÁSKAEGG Eins og góðum heimilisföður sæmir, þá hef ég nú alltaf gefið konunni páska- egg, og síðan stelpan okkar fékk tenn- urnar, hefur hún fengið egg líka. í fyrra var ég seinn í því og varð að leita um allan bæ að hæfilegum eggj- um, því að heppilegustu stærðirnar voru allar uppseldar. Þess vegna ætlaði ég nú ekki að lenda í því sama, því ég hafði ákveðið að leita til kunningja míns, sem vinnur í sælgætisgerð, og fá hjá honum mátuleg egg, og það meira að segja í heildsölu. Lét ég konu mína vita af þessu snjall- ræði mínu fyrir víst einum tveim mán- uðum, og gumaði mikið af því; að nú myndi ég spara mikið á því að fá páska- eggin í heildsölu. Ég hafði nefnilega hitt þennan vin minn úr sælgætisgerðinni á götu og ámálgað þetta við hann, en hann tekið vel í, og sagt mér að koma og finna sig fyrir páskana. Konan var alltaf að tala um, að ég skyldi nú fara að drífa mig að tala við manninn, því óðum liði að páskum, en einhvern veg- inn dróst þetta, svo að ég fór ekki fyrr en í vikunni fyrir hátíðina. í sælgætisgerðinni var hið mesta ann-'' ríki, og mér sýndist súkkulaðivinur minn ekki neitt sérlega kátur að sjá mig, því hann byrjaði á því að tilkynna mér, að ég væri nú heldur seint á ferð- inni og mest öll eggin þegar uppseld. Þó sagðist hann hafa hér eitt egg, sem að vísu væri nokkuð stórt, en ég fengi það á sérlega hagstæðu verði. Brá hann sér á bak við og kom, ja, eiginlega rog- aðist með eitt heljarstórt egg inn og lagði það á borðið. Annað eins egg hef ég aldrei séð, nema þá kannski í út- lenzkum myndablöðum. Mér féll allur ketill í eld. Spurði ég þó, hvað svona stórt egg kostaði, en hann kvað mig geta fengið það fyrir fjögur hundruð. Það myndi kosta sjö hundruð í búð, svo ég beinlínis græddi þrjú hundruð. Ég velti þessu fyrir mér og fór að gera mér í hugarlund undrun mæðgnanna, þegar þær sæju þetta risaegg. En svo setti að mér efa og ég velti því fyrir mér, hvort þessi vinur minn, væri nú ekki meiri kaupmaður heldur en vinur, og ég meiri vinur en kaupmaður. Jú, þið getið ykkur rétt til. Ég borg- aði fjögur hundruð og rogaðist með eggið út. Það var leiðindaveður og ég fór heim í strætó. Það var hinn mesti troðningur eins og alltaf, og ég átti i hinum mestu vandræðum með byrði mína, því ég varð að halda um eggið með báðum höndum, en gat þá ekki haldið mér. Það vildi mér til happs, að ég komst um síðir í sæti við hliðina á karlfauski einum. Hann ávarpaði mig, og spurði, hvað það væri, sem ég héldi svona varlega á. Ég kvað það vera páskaegg, en hann sagðist ekki trúa, að svo stórt páskaegg væri til. Þá kom upp í mér stoltið, og ég sagðist nú skyldu sýna honum, að ég hefði rétt að mæla. Reif ég gat á umbúðirnar og leyfði honum að gægjast inn. Hann sannfærðist að vísu, en fór að spyrja, hve mikið svona egg kostaði. Sagði ég það, en tók réttilega fram, að ég hefði fengið það í heildsölu, svo ég hefði grætt þrjjú hundruð. Fer þá ekki karlræfillinn að halda yfir mér sparnaðarræðu. Hann sagði, að þetta væri ógnarlegt bruðl, og þetta bæri nú ekki vott um það, að ég færi vel með peninga. Blessuð börn- in gleddust ekki meira af svona risa- eggi heldur en hænueggi, og allt þetta sælgæti væri ekki gott fyrir heilsu þeirra. Svo klykkti hann út með því að segja, að nær hefði verið að leggja pen- ingana á bók, því það væri einmitt það, sem þjóðin þarfnaðist, að minna væri eytt í óþarfa, en meira sparað. Ég varð eldrjóður í framan, því fjöldi manna í vagninum fylgdist með samræðum okkar, og margir kímdu, en krakkar tóku að biðja mig lofa sér að kíkja á risaeggið. Varð ég þeirri stund fegnastur, þegar ég komst burt úr vagninum og strunsaði svo heim á leið með mitt egg. Ég var kominn í versta skap yfir óskammfeilni karlsins. Ekki bætti það úr skák, að ég hafði ekkf gengið nema nokkur skref, þegar ég hitti vin minn einn og skólabróður. Og nú hófst upp aftur þessi feiknar spurn- ingaleikur. Hann spurði, hvað í ósköp- unum ég væri með. Ég var afundinn og bað hann geta. Hann átti bágt með að geta, en að lokum sagði hann, að það gæti jafnvel verið páskaegg. Ég varð að viðurkenna, að hann hefði rétt fyrir sér. Hann sagði þá, að ég hlyti að vera orðinn vitlaus, og að ég væri aldeilis orðinn efnaður, að geta kastað svona peningunum, því þetta hlyti að hafa kostað fleiri hundruð. Ég kvaddi í flýti, því ég vildi ekki hlusta á meira. Þegar heim kom, fór ég beint niður í geymslu með feng minn. Á meðan ég var að opna geymsluna, sá ég kerling- arálftina í kjallaranum vera að kíkja á Framh. á bls. 26.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.