Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 28
Krypplingurinn á Stapa - Frh. af bls. 9. Dag einn þegar gott var veður, lét Guðmundur bera sig útfyrir grindgarð á Stapa, sat þar nokkra hríð og var að skrifa. Reið þá maður í hlaðið, oflátúng- ur einn; fældist hesturinn undir hon- um er hann sá krypplínginn undir garð- inum. Maðurinn reiddist og spurði hvaða bölvað skrímsli þetta væri; bað það hypja sig á burt, ella kvaðst hann lemja það til bana. Guðmundur þagði við og lét bera sig inn aftur. En er gesturinn hugðist ríða úr garði var hestur hans svo staður að hann kom honum hvergi úr sporunum hvernig sem hann brauzt um. Þetta var Guðmundi sagt. Lét hann þá bera sig út aftur, ávítaði gestinn harðlega og kvað honum hollast að sví- virða ekki vesalínga þótt hann þættist ______________________________________ „Anna! Heddy! Henny! Hafið þið heyrt það? Guð minn almáttugur! Ég hef aldrei á ævinni vitað ann- dð eins.“ 28 FALKINN heill sjálfur. Eftir það komst maðurinn leiðar sinnar, ekki erindi feginn. Sagt er að við heimsókn Jóns biskups Vídalíns, sem getið er hér að framan, hafi einn sveina hans veitzt að Guð- mundi þar sem hann lá í hlaðvarpanum á Stapa: „Hvaða ókind er þarna? Skyldi það vera reisa meri?“ og kastaði á Guð- mund hæðniskveðju. Guðmundur leit við honum og kvað: Ljóð af móði læt ég hér upp bera: maður, hvar sem meri sér, maki hennar verið þér. Manninum brá svo við svar Guð- mundur, að hann hljóp í haga þar sem hross voru mörg og tók að sýna þeim nærgaungul ástarhót. Guðmundur lét fyrir bænarorð biskups til leiðast að taka kviðlinginn og verkanir hans til baka. Einu sinni mætti Guðmundur ríkum manni og rembilátum. Guðmundur heilsar honum og tók ofan, en hinn tók ekki undir það. Þá kvað Guðmundur: Fyrst þú vilt ei veita anz versti fjandans maki, andskotinn og árar hans ofan fyrir þér taki. Komst hinn þá ekki leiðar sinnar fyr- ir púkum sem þyrptust að honum og voru sífellt að taka ofan, unz hann auð- mýkti sig fyrir Guðmundi; kvað hann þá árana frá honum. Einnig fóru sögur af því hve laginn Guðmundur var að verja fólk fyrir draugum og öðrum forynjum og koma slíkum vættum fyrir. Því var og trúað að eitt sinn hefði hann verið nálægt því að lækna kröm sína. Hefði hann sært dverg úr steini sínum. en þá hefði maður komið að svo dvergurinn hvarf í steininn aftur og þar með smyrsl þau er Guðmundur ætl- aði að hafa af honum og duga skyldu til að bæta mein hans. Guðmundur tók þessu með stillíngu sem öðru og bar mein sitt ætíð með þolinmæði. Hér hefur aðeins lítillega verið drep- ið á nokkrar þeirra sagna, er lýsa aðdá- un fólks á þessum gáfaða kararmanni-. ★ Eitt af því sem Guðmundur orti um dagana voru hin svonefndu Skautaljóð, en þau voru skopvísur um nýja tízku í höfuðbúnaði heldri kvenna. Lét Guð- mundur óspart í ljósi að þar væri um að ræða glíngur bæði fánýtt og ósmekk- legt. Hér skulu til færðar nokkrar vís- ur úr Skautaljóðum: Kauptu trafið hvítt og hreint, hirtu ei um þó það sé steint, Svo sterturinn geti staðið beint sem stikill fram þá til er reynt. Hugsaðu um að hvirfillinn að hálfu leyti ber sé þinn, byrgður í innra brotið inn, svo beygist áfram sterturinn. Aftur á hnakkann einsog stall á að vera reikarfjall; það er næsta kíminn kall sem klúkir framaná einsamall. Heingir þú þar höttinn þá, heiðarlega hann skartar þá, einsog hángi á uglu sá, ofan á nefið beygjast má. Áður fyrri fald bar frú, falleg þótti breytni sú, en þær vilja, er mín trú, einhyrníngi líkjast nú. Þótt vísur þessar hljóti að teljast í röð hins ómerkara, er Guðmundur kvað, urðu þær mjög fleygar og spannst útaf þeim margháttaður kveðskapur sem ýmsir ortu, með eða móti. Þórður Halldórsson hét maður og bjó í Haukatungu og einnig í Öndverðar- nesi. Hann var einn þeirra er ortu á móti Skautaljóðum Guðmundar. Guð- mundur svaraði honum og Þórður Guð- mundi á ný — og þá harla ómannúð- lega. Þá reiddist Guðmundur heiftar- lega og svaraði enn; þar í var þetta er- indi: Þrútni hann nú, en þó má senda þriðja frakið mér að benda saklausum við upphaf ört. Hér um sinn ég læt við lenda leirgleyparans svarið kennda. Margt er sér til gamans gjört. En sagt er, að þegar Þórður hugðist svara í þriðja sinn, hafi kverkar hans bólgnað svo að það leiddi hann til bana. Séra Jón Grímsson á Hjaltabakka (d. 1724) orti og á móti Skautaljóðum; er sagt að einginn þeirra er deildu á Guð- mund hafi tekið séra Jóni fram í níði. Meðal annars brigzlaði hann Guðmundi um kröm sína og tildrög hennar: Manstu nokkuð, tjörgutýr, til hennar móður þinnar? Var henni dentur vafinn rýr að völlum heyrnarinnar. Enn hafði hann í flimtíngum líkam- legt ástand Guðmundar á þann hátt að telja honum maklegastan merarstert fyrir gaungustaf. Þessari illgirni svar- aði Guðmundur; þar í var þessi vísa: Með stertinum þarftu ei styðja mig, staflaus kör mér veldur, en þegar beygir ellin þig á hann þar við heldur. Enda er mælt að Jón prestur feingi hnémein svo mikið að hann hafi dreg-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.