Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 19

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 19
Salómonsson, sem er að æfa undir Erm- arsund. Já, og svo er það Pétur Ólafsson í ísafold, sem er morgunmaður. Hann er yfirleitt fyrstur ofan í. Hann hefur nú ekki mætt í morgun. Maður kemur á gluggann. — Hver er þessi? — Ég man nú ekki hvað hann heitir, en hann er einn af þeim, sem ekur bankastjóra, — hann er á R 64. — Svo kemur lögreglan oft á morgn- ana, heldur Stefán áfram. Eftir að morg- unmennirnir fara upp úr lauginni, er dauður tími dálitla stund, en svo fara konurnar að koma um níu og hálf tíu Þar á meðal er Unnur Ólafsdóttir — hún er fræg fyrir útsaum. — Nú fer að sókn að aukast aftur, fólk hverfur svo aftur á haustin. Á leiðinni mætum við Jóhannesi Björnssyni lækni, og hann staldrar við meðan myndavélin vinnur sitt verk. — Taktu ekki magamynd, segir hann í spozkum tón. Jón Björgvin Jónsson heitir hann. Hann sat í fatahenginu. — Ertu gamall skipstjóri? (Tattóveruð mynd á hand- legg var orsök þessarar gáfulegu spurn- ingar). — Nei, ekki er ég nú það, — en gam- all sjómaður er ég. — Hvað koma margir á slíkum degi sem þessum? — Svona 300 manns, og þá er ekki reiknað með skólabörnum. f sumar kom flest 2100 manns á einum degi, og yfir sumarmánuðina 3 komu 29 þúsund manns á mánuði, og yfir árið komu 240 þúsund manns — og það er met-aðsókn. Ég var að tala við morgunmennina í sundlaugunum, sagði fréttamaðurinn við einn málkunnugan á meðan beðið var eftir strætisvagninum. — Já? Það hefur verið sagt mér, að það séu einhverjir sem keppist um að mæta fyrstir, og annar þeirra er svo ákafur, að hann er byrjaður að klæða sig úr úti á miðri götu — ef hann grun- ar, að hinn sé nýsloppinn inn! Svo kom strætisvagninn. Á myndunum sjáum við nokkra af „morgunmönnunum“ í Sundlaugun- um. Myndin hér að ofan er af Óla Hjaltested lækni. Efst til hægri er Guðmundur Pálsson, leikari, þá kem- ur Jóhannes Björnsson læknir, og neðst er Bjarni Guðmundsson, rit- stjóri og útgefandi Hreppamannsins. Á myndinni hér að neðan sjáum við Kaldal ljósmyndara og Gunnlaug hjá Eimskip. Á stóru myndinni á síðunni hér á móti eru meðal annars: Björg- vin í Vaðnesi og Þorvaldur í Síld og fisk (fyrir miðju), Pétur Andrésson og Björn í Brynju til hægri og fleiri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.