Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 9
oft á sjálfan sig og kjör sín, t. d. í Bert- rams rímum og Ferakuts rímum. Volað hefur mig venja og synd, varla er um að hælast, herfilegri hlaut ég mynd en hrædýr, sem menn fælast, kveður hann. En hvar sem Guðmundur drepur á örlög sín, er hann æðrulaus og ber sig hraustlega: Gott sé þeim með geðið kátt, sem glaður sést í hverjum stað, þó drottinn leggi á mótgangsmátt, maður er sá sem umber það. Guðmundur naut sakir gáfna sinna og kveðskapar álits og virðíngar margra samtíðarmanna sinna, og rímur hans og kvæði urðu snemma vinsæl og fóru um land allt í afskriftum. Sagnir herma að árið 1701 hafi Jón biskup Vídalín komið við á Stapanum á yfirreið um Vesturland; hafi hann lángað til að „sjá Stapakrypplínginn“. Er þeir Guðmundur tóku tal saman slóst fljótlega í kappræðu með þeim, og hljóp biskup bálreiður út eftir ádrepur Guð- mundar. Gekk hann þó inn til hans á ný, er honum rann reiðin, og samdi þeim þá betur. Gaf biskup Guðmundi penínga að skilnaði og kastaði fram þessari stöku: Heiðarlegur hjörvagrér hlaðinn mennt og sóma; yfir hann ég ekkert ber utan hempu tóma. í sögnum er að Friðrik konúngur IV. hafi haft spurnir af Guðmundi og haft hug á að ala önn fyrir honum sem kon- úngsgersemi, en Guðmundi verið þvert um geð að fara af landi burt. Hafi hann er mál þessi stóðu yfir, kveðið sig í hel, og er það í samræmi við þá trú almenn- íngs, að Guðmundur væri kraftaskáld. Árið 1705 fór Guðmundur til lítillar dvalar til kunníngjakonu /sinnar áð Mávahlíð, er Halldóra hét, þeirra erinda að ræða við hana um sálm er hann orti um mann hennar látinn. Er hann kom úr þeirri för var honum brugðið. Segir svo í æviágripinu: „. ... kvartaði hann um veikleika, svo varla fylgdi fötum þar eftir í viku. Á sunnudagsmorgun settist hann upp Og ætlaði að lesa húslestur sem hann var vanur, og sagði hann þá sér ætlaði aið verða illt og hallaði sér á bakið að kodd- anum og sofnaði um nónbil sama dag sætt og sáluhjálplega. Var þetta á góu 24. martii anno sautján hundruð og fimm .... Átti hann þá nóg eftir til begrafelsiskostnaðar og hvíldar í Búða- kirkjugarði.“ ★ Því er svo farið um Guðmund Berg- þórsson eins og fleiri merka menn áð þær heimildir sem flest hafa um hann að segja eru þjóðtrúarlegs eðlis. Það þarf að vísu eingu að spilla, enda bregða sagnir þessar upp skýrri mynd af mann- inum einsog alþýða hugsaði sér hann forðum. Hér verður nú drepið á nokkr- ar munnmælasögur um Guðmund. Guðmundur var sagður framsýnn og forspár auk þess að hann var bendláð- ur við ákvæðaskáldskap. Því er hins- vegar við brugðið, hve vandaður Guð- mundur var til orðs og æðis, og aldrei beitti hann gáfu sinni til ills nema hann ætti sín í að hefna. — Ein saga brýtur þetta þó, enda er þar verið að klekkja á danskinum. Hún er á þessa leið: íslenzkur kaupmaður og danskur kaupmaður veðjuðu um það 100 dölum, hvor gæti komið með betra skáld. Hélt Daninn með dönskum skáldum, en hinn hélt Íslendíngum fram af kappi. Guð- mundur var hjá íslenzka kaupmannin- um, og hugðist kaupmaður bera hamr fyrir sig í veðmálinu. Guðmundur bað hann láta sig vita þegar sæist til skips- ins, er danska skáldið átti að koma méð. Er skipið kom í ljós, var Guðmundur færður til sjávar. Var skotið báti úr skipinu, en áður en hann náði landi, hafði Guðmundur kveðið þrjár vísur, og brá þá svo við að danska skáldið hné niður örent í bátnum. Honum var róið til skips aftur, en þeir kaupmenn hittust síðar og fékk hinn íslenzki veðféð greitt. Frh. á bls. 28 FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.