Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 26
L*' $3 ícjj r Smásaga að „westan' eftir JERRY STONE óendanlega lítilmótlegt og smátt. Hvaða þýðingu hafði þetta allt, samanborið við þetta hræðilega? Axel hvarf til konu sinnar og strauk hár hennar blíðlega, og hann hét sjálf- um sér, að hann skyldi aldrei framar nota slíkt orðbragð og það sem hann viðhafði í dag. Hér eftir skyldi hann leggja sig allan fram til þess að vera henni góður, því að lífið væri svo stutt og of dýrmætt til þess að eyðileggja það með smámunasemi. Sorgirnar kæmu víst nógu fljótt samt. — Og Jenny hall- aði sér að manni sínum og hvíldi höfuð sitt við öxl hans, eins og hún gerði svo oft þegar þau voru í tilhugalífinu. og hvíslaði að honum, að hún elskaði hann, og vildi aðeins hans hamingju. Andartak stóðu þau þannig, lömuð af helkaldri angist út af barninu, og uppfyllt af heitri ósk um framvegis að gera allt betra. Um hug þeirra og hjörtu streymdi ást og skilningur á vandamáli hvors annars, og sterk til- finning yfir því að vera tengd órjúf- andi böndum, hvað sem kynni að bera að höndum. — — Einmitt þá, á því augnabliki ástar og skilnings, var hurð- inni hrundið upp og inn þaut Tommy. „Pabbi, mamma, hrópaði hann æstur, „það varð slys hérna úti. Það var bíll, sem keyrði á hann Jón í nr. 10.“ — Svo snarstanzaði hann á miðju gólfinu og starði á foreldra sína á víxl. Hann þagn- aði. Barnssál hans skynjaði óljóst til- finningar þeirra. Svo hvíslaði hann lágt, og röddin titraði af geðshræringu. „Hélduð þið að það hefði verið ég, sem varð fyrir bílnum?“ í dagsins önn - Frh. af bls. 15 mig, en ég lézt ekki sjá hana, því ég kærði mig ekki um fleiri yfirheyrslur. Það var nú meira, hvað mannskepn- urnar voru forvitnar. Fyrr mátti nú vera. Konan varð hneyksluð alveg ofan í tær yfir þessum eggjakaupum, því þeim gat ég náttúrlega ekki haldið leyndum lengi. Hún hélt yfir mér langa sparnaðarræðu, sem ég gat ekki komizt undan. Þó kastaði fyrst tólfunum, þeg- ar bannsett eggið var opnað, því á málshættinum stóð: Græddur er geymd- ur eyrir. Dagur Anns. MriAtjáh (juilaugMch hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 11. — Sími 13400. Reykjavík. 26 FÁLKINN VIÐ GENGUM fram Aðalstrætið, sýslu- maðurinn og ég. Hitinn var kæfandi. Fyrir utan knæpuna stóðu nokkrir hest- ar bundnir og í dyrunum stóðu dólgarn- ir og gláptu á okkur. Ef ég segi að við höfum verið bundnir tryggum böndum, sýslumaðurinn og ég, er ykkur óhætt að trúa því. Um vinstri úlnliðinn á mér var hringur, og úr hon- um hlekkjafesti í annan hring um hægri úlnliðinn á sýslumanninum. Ég var stórhættulegi vitfirringurinn, sem hafði komið öllu í uppnám í knæp- unni fyrir rúmri viku. Einhver kyn- blendingur norðan úr fjöllum hafði gerzt svo bíræfinn að ganga í veginn fyrir eina af kúlunum mínum. Og þá skarst sýsli í leikinn. í heila viku dvöld- um við saman öllum stundum í skrif- stofunni hans. Það er að segja: þræl- sterk járngrind var á milli okkar, en þó gátum við rætt ýmis málefni ítar- lega. Snemma í morgun fór simaritunar- tækið á borðinu hans að tifa. „Skipun frá lögreglustjóranum í Green West Town: Sendið fangann hing- að. Hann verður hengdur á morgun!“ Við vorum á leiðinni í þessa hengingu núna. Og ég sárvorkenndi sýslumanninum, því að við vorum orðnir mestu mátar þessa viku. Að hugsa sér að vera sýslu- maður og láta skipa sér að framselja hættulegan skammbyssubófa eins og mig. Og koma svo slyppur á leiðar- enda... Ég ætlaði nefnilega að flýja. Maður fer ekki sjálfviljugur í snöruna þegar allt westrið stendur manni opið og maður er ekki nema þrítugur. Lestin másaði inn á stöðina, og okk- ur var stungið inn í vöruvagn. Og slag- brandar settir fyrir dyrnar þegar við vorum komnir inn. Lestin var varla komin af stað aftur fyrr en ég greiddi sýsla hnefahögg und- ir hökuna með hægri hendinni, sem var laus. Hann varð hvo hissa að hann valt um koll og flutti kerlingar á gólfinu, og munaði minnstu að hann drægi mig með Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.