Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 22
HÖRUNDID Nokkrar staðreyndir um húðina og með- höndlun hennar sem allar kon- ur þurfa að vita um. Þurr húð. Einkenni: Húðin er þurr á að líta, gagnsæ og hrukkar auðveldlega. Hita- sveiflur og veðurfar hefur mikil áhrif á hana. Þurr húð á rætur sínar að rekja til dauðra fruma, sem stífla -fitukirtl- ana og hindra starfsemi þeirra, er einn- ig oft arfgeng. En ekki verður hjá því komizt, að allar húðgerðir þorni með aldrinum. Kynnið yður því, hvernig hirða skal þessa húðgerð. Hreinsun: Hafið hugfast, að allar húð- gerðir þarfnast gagngerðrar hreinsunar. Margir hverjir, sem hafa þurra húð, eru svo hræddir við vatn og sápu, að þeir láta algerlega undir höfuð leggjast að hreinsa húðina. En við það vinnst að- eins, að starfsemi fitukirtlanna hindrast enn meir og húðin þornar meir. Notið hreinsikrem, milda kremsápu, sem bezt er að núa varlega inn í húðina og skola síðan af með vatni. Notið milt andlits- vatn (skintonic) að hrreinsun lokinni. A-vitamin. Oft er hægt að rekja or- sakir þurrar og hreistrandi húðar til A-vitaminskorts. Borðið því ferskt græn- meti, egg, mjólk og lýsi, helzt daglega. Fersk húð. Rakakremin eru ágæt á þurra húð. Þau tryggja rétt rakastig og gott að nota þau sem undirlag fyrir dagkrem og púður, og einnig undir næt- urkrem. Með notkun þeirra er komizt hjá fitugljáa húðarinnar. Notið við og við vitaminkrem eða nærandi lanolin- krem. Gætið að hálsinum. Þurr húð tak- markast ekki eingöngu við andlitið, sem oftast er tilfellið með feita húð. Öll húð líkamans er þurr. Til eru alls kyns sérkrem, t. d. fyrir augnaumbúnaðinn, fyrir hálsinn, — gætið sérstaklega að honum, ef þér eruð komnar yfir þrítugt, — og „lotion“ til að smyrja sig með eftir baðið. Munið, að nota sólkrem, og gætið að þurrum vörum, þurrum hönd- um o. s. frv. Feit húð. Einkenni: Húðin er gróf og með djúp- um holum, hún gljáir einkum á hök- unni, enninu og kringum nefið. Of feit húð á rætur sínar að rekja til starf- semi fitukirtlanna. Þrátt fyrir það, að hún er oftast arfgeng, er margt hægt að gera til að ráða bót á henni. Fyrst og fremst með því að breyta matar- venjum sínum. Forðast allt sætt og feitt, borða mikið af grænmeti og ávöxtum og drekka mikið af vatni milli máltíða. Hirða þarf húðina af mikilli nákvæmni, því að feit húð lítur auðveldlega ósnyrt og óheilbrigð út. Hreinsun: Feit húð eins og drekkur í sig ryk, sót og gamlan farða. Þvoið hana vel með vatni og sápu eða „cream- foam“. Vætið hana með ,,astringerandi“ (lokandi) andlitsvatni eftir hvern þvott. Tvisvar í viku skal nota sérefni fyrir feita og óhreina húð, eins og t. d. „beauty grains“, sem einkum vinnur á móti bólum og húðormum, er sótthreins- andi. Munið, að bera sérkrem á augna- umbúnaðinn, sem venjulega þarfnast næringar við, þótt húðin sé að öðru leyti feit. B-vítamín: Feit húð getur átt rætur sínar að rekja til B-vítamínsskorts. Bezt er að bæta úr þessum skorti með réttu matarræði. B-vítamín er mikið í inn- mat (lifur, nýru o. s. frv.) og í heilmöl- uðu korni og heilhveitibrauði. Ágætt er að borða pressuger, sem er einkar auð- ugt af B-vítamíni. Andlitsmeðferð: Það borgar sig að fara við og við á viðurkennda snyrti- stofu. Þar er hægt að fá ,,maska“ fyrir feita húð, og þar eigið þér að geta fengið ráðleggingar um daglega hirðingu húð- ar yðar og andlitsförðunar vandamál. Andlitsförðun. Gætið að litunum við andlitsförðun. Notið púður og púður- undirlag með dálitlum róslitum blæ, því 'að andlitsfitan hefur tilhneigingu til að setja gulleitan blæ á andlitsförðunina. Notið ekki fitandi rakakrem og gætið ýtrustu varúðar við andlitsförðunina, því að þykkt farðalag gerir feita húð grófa og ójafna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.