Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 23
Blönduð húð. Mjög algeng húðgerð er sambland af þurri og feitri húð. Húðin er feit á enn- inu, niður eftir nefinu og hakan, hinn hluti andlitshúðarinnar er þurr. Af þessu leiðir, að hluta andlitsins þarf að með- höndla sem um fituhúð væri að ræða og hinn hlutann sem þurra. Bezt er því að nota kremkenndar sápur, eða „cream- foams“, sem hæfir báðum húðgerðum. Vætið síðan þann hluta húðarinnar, sem feitur er, með sterku andlitsvatni og hinn með veikara. Bera þarf nærandi krem á þurru andlitshlutana, en var- ast að það komi inn á þá feitu. Mikil vinna er í því fólgin að hirða svona húð, en sú vinna og erfiði margborgar sig. Með kvöldteinu Heilhveitiskonsur. 200 g. heilhveiti, 200 g. hveiti, 4 tsk. lyftiduft, Vz tsk. salt, 1 tsk. sykur, 125 g. smjörlíki, 1 egg, nál. ‘IVi dl. súrmjólk. Venjulegt hnoðað deig. Deigið hnoð- að sem minnst. Skipt í tvennt, flatt út í þykka kringlótta köku, sem skorin er með beittum hníf í 6 þríhyrninga. Sett á smurða plötu, smurt með eggi eða mjólk. Bakað í velhituðum ofni, 250— 275°, í 10 mínútur. Borið fram nýbakað, klofið, með smjöri og marmelaði eða osti. Einnig ágæt t. d. með reyktu áleggi. M,vV Svolítið um banana Bananar eru þá fyrst fullþroskaðir, er þeir eru algulir og með örlitlum brúnum blettum á hýðinu. Ef þér kaupið lítt þroskaða banana, fullþroskast þeir við venjulegan stofuhita, en ágætt er að nota þá til matargerðar. Geymið aldrei banana í ísskápnum! Bezt er að geyma þá við nál. 16° celsius. Að minnsta kosti á ekki að geyma þá við minni hita en 10° celsius né meiri en 20° celsius. Bananar eru góður matur. Bananar innihalda aðeins 0,2% fitu, ekkert kole- sterol (álitið valda æðakölkun), en 20.4% kolvetni sem ávaxtasykur, er gef- ur fljótt orku. Bananar eru ágætir A- vitamimngjafar, auk þess innihalda þeir Bi, B2 og C-vitmin og af söltum, járn, fosfor og kalk. Meðalstór banani gefur nál. 90 kaloríur. Ekki eru bananar hent- ugir í megrunarkosti, þeir innihalda allt að því helmingi meiri kolvetni en aðrir ávextir. Bananar dökkna fyrir áhrif loftsins. Ef nauðsynlegt er að geyma þá flysj- aða, er ágætt að nú þá upp úr sítrónu eða með öðrum skyldum ávexti. Banana er hægt að bera fram óbreytta sem ábæti eða niðursneidda, með dá- litlum sykri og þeyttum rjóma. Ágætt er að nota þá í blönduð ávaxtasalöt eða hlaup. Einnig er hægt að steikja þá ýmist á pönnu eða í ofni og bera þá þannig fram með ýmsum kjötréttum. Bananar eru ágætir handa ungbörn- um, en fara skal hægt af stað, og hafa í huga, að þeir geta verið leysandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.