Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 31
 ,,Ja, hvað á maður að gera. Ég á að borga afborgun af bílnum í fyrramálið.“ ekki, brotnar ekki, og sker mann ekki. Sá sem ber það er ósigrandi í orustu gegn öllum innan við átján ára. Og þetta alvæpni hérna á spjöldunum er mjög nytsamlegt fyrir farandsveina. Öryggis- skjöldur, sjömílnaskór, og hulinshjálm- ur.“ „Ó pabbi!“ andvarpaði Gip. Ég reyndi að komast að því hvað þetta kostaði, en kaupmaðurinn virti mig ekki viðlits. Hann var nú búinn að ná tangarhaldi á Gip, hann hafði náð honum af fingri mínum með því að sýna honum þessar bölvuðu vöru- birgðir sínar. -— Ekkert gat aftrað honum. Allt í einu sá ég mér til skelf- ingar að Gip var farinn að halda um fingurinn á þessum náunga alveg eins og hann var vanur að gera við mig, og ég fylltist tortryggni og eins konar af- brýðisemi. Ég hugsaði með mér, að vafalaust væri þetta allra skemmtileg- asti náungi, og nóg ætti hann af athygl- isverðum brellum, verulega góðum brellum. Samt sem áður — Ég rölti á eftir þeim og sagði fátt, en hafði gát á þessu mikilsverða mann- kerti. Hvað sem öðru leið, var Gip skemmt, og sjálfsagt mundum við auð- veldlega komast út þegar þar að kæmi. Þetta var langur og óskipulegur sal- ur hólfaður með sýningastöllum og súl- um, þaðan lágu bogagöng inn í aðrar deildir, þar sem hinir hjákátlegustu að- stoðarmenn slæptust og góndu á mann. Einnig voru þarna speglar og vegg- tjöld, sem gerðu mig gjörsamlega rugl- aðan, já svo ruglaðan að eftir skamma stund hafði ég ekki hugmynd um, inn um hvaða dyr við höfðum komið. Kaupmaðurinn sýndi Gip járnbraut- arlestir, sem runnu áfram án sýnilegs afls um leið og gefið var merki, og svo nokkra býsna verðmæta kassa með her- mönnum, sem allir urðu lifandi um leið og lokinu var lyft af og sagt —. Sjálfur hef ég ekki sérlega næmt eyra, og þetta var þvöglulegt orð, en Gip — hann hef- ur hið næma eyra móður sinnar — lærði það strax. „Bravó,“ sagði kaupmaður- inn og lét dátana flausturslega í kass- ann, og rétti Gip hann. ,,Núna,“ sagði kaupmaðurinn, og á svipstundu vakti Gip þá til lífs á ný. „Þú tekur þennan kassa?“ sagði kaupmaðurinn. „Við tökum hann,“ sagði ég, „nema þér krefjist sannvirði fyrir hann, þá þyrfti ég að fá ábyrgðarmann.“ „Hamingjan góða! Nei!“ og kaupmað- urinn sópaði litlu mönnunum niður í kassann aftur, skellti aftur lokinu og sveiflaði honum í loftinu, og þarna var hann þá innvafinn brúnum pappír, um- bundinn og á letraður fullu nafni og heimilisfangi Gips. Kaupmaðurinn hló að undrun minni. „Þetta eru sannir galdrar,“ sagði hann. „Ekta vara.“ „Full sannir fyrir minn smekk,“ sagði ég. Að þessu loknu tók hann að sýna Gip sjónhverfingar, undarlegar sjónhverf- ingar, og undarlegast var þó hvernig hann framkvæmdi þær. Hann útskýrði þær og umsneri þeim, og blessaður drengurinn kinkaði viturlega kolli. Ég hefði getað veitt þeim meiri at- hygli en ég gerði. „Skjótt nú!“ sagði kaupmaðurinn, og svo skær barnsrödd drengsins „Skjótt nú!“ en það var ým- islegt sem glapti mér sýn. Það kom yfir mig hversu feikilega skrítinn stað- ur þessi var. Það var eins og andrúms- loftið væri þrungið kynngi. Jafnvel innréttingin var kyndugleg. Það var eitthvað kyndugt við loftið, við gólfið, og það hvernig stólunum var komið fyr- ir eins og af tilviljun. Ég fékk þá ónota- kennd að þeir skástigu um leið og ég leit af þeim, en lékju þöglan feluleik í skotunum fyrir aftan mig. Og loftlist- inn var prýddur slöngumynstri með grímum, grímum, sem voru allt of svip- miklar af gibsgrímum að vera. Svo kom ég allt í einu auga á einn af þessum skrítnu aðstoðarmönnum. Hann var spölkorn frá mér og hafði bersýni- lega ekki orðið mín var, — ég sá svo þrjáfjórðu hluta af honum upp yfir leik- fangahrúgu innan við bogagöngin. Hann hallaði sér letilega upp að súlu, og skrumskældi sig á viðbjóðslegan hátt! Viðbjóðslegast var það, sem hann gerði við nefið á sér. Hann gerði það eins og hann væri að reyna að stytta sér stund- ir í iðjuleysinu. Fyrst var þetta stutt kartöflunef, svo allt í einu skaut hann því fram eins og kíki, síðan spratt það fram og varð mjórra og mjórra, þang- að til það var orðið eins og löng sveigj- anleg rauð kaststöng. Þetta var eins og sýn í martröð. Hann sveiflaði því um sig, og kastaði því fram eins og veiði- maður flugustöng. Mín einasta hugsun var, að Gip mætti ekki sjá hann. Ég leit við og sá að Gib var önnum kafinn með kaupmannin- um og átti sþr einskis ills von. Þeir voru að hvíslast á, og horfðu á mig. Gip stóð uppi á smá kolli, og kaupmaðurinn hélt á eins konar stórri trumbu. „Komdu í feluleik pabbj!“ kallaði Gip. „Þú ert hann.“ Og áður en ég fékk rönd við reist hafði kaupmaðurinn hvolft stóru trumb- unni yfir hann. Ég sá strax hvað var á seyði. „Tak- ið þetta burt,“ hrópaði ég, „nú á stund- inniþ Þér hræðið denginn. Takið þetta af honum.“ Kaupmaðurinn með misstóru augun hlýddi mér orðalaust, og hélt stóra hólknum þannig að ég gat séð að hann var tómur. Og litli stóllinn var auður! A þessari stuttu stund hafði drengur- inn minn gjörsamlega horfið. Þið kannist kannski við þennan óhug, sem stundum gripur mann ósýnilegum heljartökum. Þið vitið að maður verð- ur alveg utan við sig, hvorki sljór né ör, hvorki reiður né hræddur, en var- kár og viðbúinn. Þannig brást ég við. Ég gekk að þessum glottandi kaup- manni og sparkaði um stólnum hans. „Hættið þessum fíflalátum," sagði ég. „Hvar er drengurinn minn?“ „Þér getið séð,“ sagði hann og hélt hólknum enn þannig að ég gæti séð inn í hann. „Þetta er engin blekking.“ Ég þreif til hans, en hann skauzt fim- lega undan. Ég hrifsaði aftur, og hann neri sér við og hratt upp hurð til að flýja. „Stopp!“ kallaði ég, og hann hló og fjarlægðist. Ég hentist á eftir hon- um — inn í niðamyrkur. Tjú! „Guð sé oss næstur; Ég sé ekki til yðar, herra minn!“ Ég var á Regent Street, og hafði rek- ist á hógværan verkamann og svo sem alin frá mér stóð Gip hálf ráðvilltur á svipinn. Við bárum fram einhverjar af- sakanir, og Gip hafði snúið við, og kom nú til mín brosandi eins og við hefðum orðið viðskila rétt sem snöggvast. Og í fanginu bar hann fjóra böggla. Hann tók strax traustataki um fing- ur minn. Ég var alveg utan við mig um stund. Ég litaðist um til að finna dyrnar á Galdrabúðinni, og sjá, þarna var engin Galdrabúð, engar dyr, ekkert, aðeins venjuleg ferstrend súla á milli mál- verkasalans og gluggans með hænuung- unum. Ég gerði það eina, sem mér var unnt í þessu hugarástandi, ég gekk fram á FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.