Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 6
HIN EINA LIFANDI LIST ÞEGAR LEIKLIST Forn-Grikkja og Rómverja leið undir lok varð kirkjan ein um að halda leiklist uppi. Heiðin blót lögðust niður er kristnin breiddist út um löndin, en kirkjan varð að grípa til nýrra ráða til þess að hæna fólkið að. Það varð að fá einhverja uppbót fyrir leiki hinna heiðnu keisara. Þess vegna hófust helgi-leikirnir snema á miðöldum. Þar voru frægar persónur úr biblíunni sýndar bráðlif- andi, ýmist í kirkjunum sjálfum eða á kirkjutorginu. En þetta var aðeins í kaþólskum sið. Þar sem siðaskiptin urðu í lok miðalda, svo sem um alla Norður-Evrópu, lögþ- ust helgileikirnir niður — voru bann- aðir. En urr_ líkt leyti fór það, sem við köllum leiklist í dag, að rumska. í ítalíu fæddist „Comedia dell’arte", — gaman- leikir sem fólkið vildi sjá, með sömu persónum í leik eftir leik, alveg eins og í teiknimyndaflokkum. Þessar persónur sögðu sitt af hverju, en stundum svo slorkennt, að það mundi ekki þykja hæf- andi á leiksviði í dag. Spánska skáldið Lope de Vega samdi 1500 gamanleiki af þessu tagi og 400 háfleygari leikrit (og 3000 sonnettur, og margar sögur að auki). RÁÐGÁTAN SHAKESPEARE. Þó margir yrðu til að semja leikrit á undan William Shakespeare, bæði í Frakklandi og Englandi, ber nafn hans svo hátt, að nefna verður Það öllum öðrum fremur, þegar minnzt er á leik- hús nútímans. Því að þó Shakespeare hafi legið nokkrar aldir í gröfinni er hann samt nútíma-leikskáld, — ekkert sæmilegt leikhús kemst hjá að sýna leikrit hans við og við. Enginn maður hefur orðið jafn ótvíræður konungur í ríki listar sinnar og hann varð. Og þó eru menn í vafa um hvort hann hafi samið leikritin, sem við hann eru kennd! Sumir halda því fram að enskur aðalsmaður hafi skrifað þau, og notað leikarann Shakespeare fyrir lepp, því að þá þótti ekki sæmandi að aðalsmenn semdu leikrit! Þessi gáta verður kann- ski aldrei ráðin, en Shakespeare-leikrit- in eru ekki verri fyrir það. Shakespeare var ekki eins afkasta- mikill og Lope de Vega. En þó bera nær 40 leikrit nafn hans. Sum þeirra mynda eina stærri heild og geta því talizt kafl- ar úr einu leikriti, og því er vandi að segja, hve mörg leikritin eru í raun og veru. Efnið er að jafnaði sögulegt — bæði úr fornöld og ekki sízt úr sögu Englands. En sumt eru gamanleikir eða sögur í leikritsformi. Shakespeare hefur að jafnaði hraða viðburðarás í leikjum sinum og formið er oftast kveðandi. Oft lætur hann persónurnar þylja löng ein- töl, til þess að koma skoðun og hugsun skáldsins á framfæri. En svo mikið snilldarhandbragð er jafnan á leikritum Shakespeares að þar þykir enginn hafa komizt jafn langt. Shakespeare olli byltingu í leikrita- gerð. Hann forðaðist að líkjast fyrir- rennurum sínum. Hann gat skrifað leik- rit um allt milli himins og jarðar og hvernig sem hann langaði til. Honum var sama um alla gagnrýnendur, — hann skrifaði fyrir leikhúsgestina og hafði lag á að hrífa þá. ENSK LEIKHÚS í TÍÐ SHAKESPEARES. Tvö fræg leikhús voru í London á dögum Shakespeares: Swan og Globe. Globe-leikhúsið var vígt 1599 og var Shakespeare meðeigandi í því og leik- rit hans sýnd þar. Skrifaði hann leikrit- in jafnóðum og leikhúsið þurfti á þeim að halda. Hann þekkti alla leikendurna persónulega, og hann þekkti leikhús- gestina. Og líklega hefur hann leikið sjálfur, að minnsta kosti í viðlögum. Leikhúsið var hár marghyrningur (átt- strendur) og opinn forgarður í miðju. En kringum þetta opna svæði voru áhorf- endastúkur og svalir, hver hæðin upp af annarri, en fortjald fyrir leiksviðinu. Leiktjöld voru lítt notuð og ekki hirt um að nota búninga frá þeim tímum, sem leikurinn gerðist á. Konungar voru látnir hafa kórónu og riddarar skikkju til að tákna tign þeirra. Fólk hafði meira hugmyndaflug í þá daga en nú. Ef ungur maður kom fram á leiksviðið með spjald, sem á var málað ,,Róm“, þá var hann áhorfandinn í Róm. í LEIKHÚSI ALLAN DAGINN, Leikritin voru miklu lengri í þá daga en maður á að venjast nú. Mörg leikrit Shakespeares eru stytt um helming þeg- ar þau eru leikin nú á dögum, því að Meðan á sýningum stó5, gekk fólk á milli áhorfenda og seldi brauð og ávexti. Og fólki leyfðist að ganga upp á leiksviðið og rabba við leikendur... 6 PALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.