Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 10

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 10
PARÍSARTÍZKAN I ÞAÐ er komið fram í apríl, daginn tek- ur óðum að lengja og fyrr en varir er komið vor í lofti. Við finnum til fegin- leika yfir því, að skammdegið og vet- urinn skuli vera á förum, þótt veðráttan hafi raunar verið mildari en nokkru sinni fyrr. Við verðum léttari í spori og léttari í skapi, og kvenfólkið opnar ' klæðaskápinn til þess að finna sér klæðnað, sem hæfir nýju vori og hækk- andi sól. Og ef pyngjan er ekki alltof létt, þá er vissulega skemmtilegt að geta fengið sér nýjan kjól í tilefni af vorinu og að sjálfsögðu verður hann samkvæmt nýjustu tízku. Vorið kemur fyrr á meginlandinu, eins og allir vita, að tízkukóngarnir eru fyr- ir löngu búnir að ákveða Vortízkuna 1961. En hvernig skyldi hún nú vera? Upp á hverju skyldu þeir nú geta fund- ið? Við skulum bregða okkur stundar- korn til höfuðstöðva tízkunnar, Parísar, með það eitt í huga, að kynna okkur hina spánnýju tízku. Það kemur hvergi betur í ljós en ein- mitt í heimi tízkunnar, að ekkert er nýtt undir sólinni. Kjólarnir, sem ömm- ur okkar eða jafvel langömmur gengu í, þegar þær voru á sokkabandsárum sínum, koma aftur — kannski í örlítið breyttri mynd. Strax og litið er á myndina hér til vinstri sjá þeir, sem eitthvað eru komn- ir til ára sinna og hafa lifað tímana tvenna, að stúlkan þar í vorkjól módel 1961, gæti allt eins verið frá árinu 1920. Þýzki tízkusérfræðingurinn Sibylle, « sem skrifar að staðaldri í þýzka viku- blaðið Stern, lýsir nýju tízkunni og hugtakinu fegurð, eins og tízkukóng- arnir vilja hafa það þetta árið, á þessa * leið: „Hin nýja fegurð er svo föl og veiklu- leg, og það er eins og kvenfólkið hafi tekið inn kokain og hafi ekki andað að sér fersku lofti í þrjár vikur. Nú á það ekki lengur að vera fallegt að hafa hvelfdan og brjóstamikinn barm, eins og karlmenn hafa séð fegurstan hjá Marilyn Monroe og öðrum fegurð- ardísum. Nei, nú eiga þær að vera mar- flatar að framan. Andlitið á að púðra mjög veikt og varirnar eiga að vera málaðar með fölrauðum lit, rétt eins og þær séu blóðlausar. Augabrúnirnar eru hið eina, sem má vera sterkt mál- að.“ Það verður gaman að vita, hvort kvenfólk fer nú almennt eftir þessum nýju boðorðum um tízku og kvenlega fegurð. Enn hefur það víst ekki komið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.