Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 05.04.1961, Blaðsíða 24
ORLAGASTUNDIN Það var einn af þessum fögru vordög- um, þegar loftið angar af dásemdum lífsins, og maður finnur hvöt hjá sér til ástar og afreka. Og það var laugar- dagur. Framundan var löng og sólbjört helgi, þar sem allt gat gerzt og allt var mögulegt. í öllum görðum í þessu kyrrláta hverfi, var unnið af áhuga, hús voru máluð og blóm gróðursett. Alls staðar var manns- höndin á lofti til að fegra og snyrta og fagna vorinu og hækkandi sól. Á götunni léku börnin sér, glöð og áhyggjulaus eins og lömb í haga. Söngur þeirra og köll, hljómuðu eins og óður lífsins upp í tær- an, heiðskíran himinblámann, Uppi á þakinu á húsinu nr. 8 við Fálkagötu, sat Axel Bergsson og var að mála reykháf á húsi sínu. Hann dró pensilinn hægt og rólega í takt við lag- ið, sem hann raulaði fyrir munni sér, og skemmti sér á meðan við aðhorfaniðurá umhverfið. Það var skemmtileg tilbreyt- ing að sjá allt svona ofanfrá, og skyggn- ast inn td nágrannanna í næstu húsum. Hann leit inn í garðinn við nr. 6,ogbrosti með sjálfum sér yfir því, sem hann sá. Nágranni hans var sem sé önnum kafinn við að skipta um bleyju á erfingjanum, undir ströngu eftirliti móðurinnar, sem var að hengja upp barnaþvott á snúru í garðinum. Þetta var einkabarn þeirra hjóna, sem bæði voru af léttasta skeiði, og þau voru svo hreykin og hamingju- söm að unaður var á að horfa. Allir íbú- ar götunnar tóku þátt 1 hamingju þess- ara elskulegu hjóna, þegar þau löbbuðu út með barnavagninn á góðviðrisdögum. Axel var nú búinn með aðra hliðina á reykháfnum og þurfti að færa sig til á þakinu. Og nú var það garðurinn við nr. 10, sem blasti við honum. Þar var ekki alveg eins friðsælt, því að hjónin, sem þar áttu heima, deildu oft harkalega, og eins núna. Þau sátu úti í garðinum og drukku kaffi. En í staðinn fyrir að njóta fegurðar garðsins og hins indæla vorveðurs, rifust þau ákaflega. Og í þetta sinn sem oftar, var barnauppeldið efst á baugi. Öldurnar risu hátt og í hita stríðsins hækkuðu raddirnar og bárust með golunni út yfir umhverfið og líka upp á þakið til Axels. Hann heyrði manninn ákæra konu sína fyrir vísvitandi að eyðileggja börnin með of miklu eftirlæti og dálæti, meðan hún fyrir sitt leyti úthúðaði honum fyrir smáborgaraskap, og sagði að hann eyði- legði lífið fyrir sér og börnunum með þessu áframhaldi. Og þetta hélt áfram, reiðin óx og ákærurnar þyngdust æ meir. — Axel ándvarpaði, hvernig fólk- ið entist til þess arna! — Svo hvarf bros- ið af vörum hans. Hvað hafði hann sagt við Jenny áðan? Hafði hann ekki verið óþarflega harður og beiskur? Var það nú alveg öruggt að hann hefði haft á réttu að standa? Gat ekki hennar sjónar- mið verið eins gott og rétt og hans? Og hugur hans hvarf burt frá Fálkagötu og nágrannaþrasi og upp í hina friðsælu æskusveit hans. Þar fæddist hann og þar hafði hann skilið eftir hjarta sitt og hamingju, þegar hann fluttist í borgina. Þetta kvaldi hann ákaft á hverju vori, þegar gróðurinn vaknaði og moldin kall- aði bóndann í sál hans. Á hverju vori vaknaði í honum þrá, sem knúði hann til þess að hreyfa við þessari sömu spurningu aftur, spurningu, sem alltaf vakti deilu. Hann vildi sem sagt selja húsið og fara upp í sveit og byrja bú- skap þar, en Jenny sagði alltaf þvert nei. Hún kallaði þessa hugmynd hans draumóra og hugsýki. — Ef til vill var þetta rétt hjá henni, kannski var þetta bara hugarburður og ímyndun, eða þá voyj það hálfgleymdar minn- ingar frá uppvaxarárunum, sem heill- uðu hann, svo að hann gleymdi öllu erf- iði, öllum svaðilförunum og myrkrinu og kuldanum á veturna. Ef til vill var kotbúskapurinn ekki það sæluríki, sem hann var gjarn á að telja sjálfum sér trú um þegar þráin kvaldi hann sem mest. Axel hugleiddi þetta meðan hann var að Ijúka við að mála, og ákvað að þegar hann væri búinn, þá vildi hann fara inn til konu sinnar og segja henni, að hann skildi vel hennar sjónarmið, og biðjast fyrirgefningar á framhleypni sinni. — — — Á meðan þetta gerðist úti, gekk Jenny um gólf inni í húsinu. Hvers vegna höfðu þau nú aftur deilt um þetta gamla þrætuepli? Það var svo vonlaust! Axel hafði aldrei áður verið svo reiður og bitur. Hann hafði sagt, að hún væri óþolandi leiðindaskjóða, þegar hún byrjaði að þylja upp allar dásemdir borgarlífsins. Hann sagðist hata þetta allt, heimilið væri eins og fangelsi og hún væri fangavörðurinn, sem varnaði honum frelsis og vellíðunar. — Jenny hraus hugur. Ef ástandið raunverulega væri svona slæmt, væri víst kominn tími til breytingar. Hjónaband þeirra hafði verið gott, og ef hamingja þeirra væri í hættu nú og það væri á hennar færi að bjarga hjónabandinu frá sundr- un, vildi hún allt á sig leggja til þess. Hún skyldi gerast sveitakona og una glöð við sitt, bara að hún ætti-Axel og ást hans.Hún skildi það nú, að hjá hon- um og aðeins þar, ætti hún heima, sama hvar þetta heimili væri staðsett. Það væri algert aukaatriði. — Jenny ákvað að búa til kaffi, Axel þótti svo gott að fá sér aukalögg. Hún hitaði vatn og' tók fram bolla, þetta átti að vera veru- lega gott kaffi. Á meðan hún vann þetta gamalkunna verk, hugleiddi hún, hvað hún ætlaði að segja. Og henni hlýnaði í skapi. Hún vildi biðja hann fyrirgefn- ingar á skilningsleysi sínu, og segja hon- um, að ef það væri honum í raun og veru svona mikil hjartans nauðsyn að fara upp í sveit, þá vildi hún gjarnan fylgja honum hvert á land, sem væri. Og það væri líka áreiðanlega hollara fyrir börnin að alast upp í sveit.------- Axel var nú búinn að mála og á leið niður. Allt í einu kemur hann auga á bíl, sem ekur á ofsahraða inn götuna. Bílstjórinn dregur ekki úr hraðanum, en heldur áfram eins og hann sjái ekki börnin, sem eru þar alls staðar í leik. Axel stendur kyrr í stiganum til þess að sjá hvernig þetta endar. Hann er í senn undrandi og reiður, því að gatan er ekki opin fyrir almenna umferð, og hann veit að enginn af íbúum hennar munu aka með þvílíkum hraða. Hann Var það kannske hann, sem !á þarna niðri á götunni í blóði sínu? Kannske dáinn? Axel fölnaði við hugsunina. SMÁSAGA EFTIR JYTTU EIRÍKSSON 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.