Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 8

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 8
HEYRT«*5É-0 ájéí. Á heimleið. Eitt sinn var kona utan af landi á leið heim til sín með strandferðaskipi. Var hún með barn sitt með sér. Þetta var um jólaleytið, nánar til- tekið á Þorláksmessu. Kona þessi hafði fengið inni í klefa, þar sem fyrir var gömul kona. En um nóttina fór barnið að hágráta og gat konan með engu móti hugg- að það. Var nú konan ugg- andi um, að barnið vekti gömlu konuna, en svo fór ekki. En morguninn eftir á aðfangadag var gamla konan mjög hvöss í framkomu og þegar konan ætlaði að bjóða henni góðan dag, sneri hún upp á sig og lét sem hún heyrði ekki neitt. Konan reyndi þá að afsaka við hana hve þær mæðgur hefðu haft hátt. En enn fór á sömu leið og áður. Allt í einu lyftir konan höfði og lítur á konuna og segir: — Andartak, og svo fór hún að róta í töskunni sinni. — Hvað var það, sem þér voruð að segja, sagði hún þegar hún hafði fundið heyrnartækið. Hún var þá gjörsamlega heyrnarlaus. ★ Dýrmæt reynsla. MaSur nokkur, sem hefur um margra ára skeið verið jólasveinn fyrir stórverzlun í Amsterdam, skrifaði greinar- stúf um reynslu sína Sem jóla- sveinn. Hann reit m. a.: — Þetta er ekki gamanið eitt. Til dœmis verð ég að láta fara þannig með skeggið, að það sé ekki eldfimt, því að í ófá skipti hefur komið fyrir, að athafna- samir drengir hafa borið eld að því. í fyrstu var skegginu þannig komið fyrir, að það var mjög teygjanlegt og lét undan við hvert tog í það. En þar sem fjöldi snaggaralegra stráka hafði togað í það eins og það þoldi, svo að skeggið small aftur að hökunni og meiddi mig, lét ég lima skegg- ið fast. Auk þess hefur reynsl- an kennt mér, að hafa œtíð gúmmísvuntu undir rauða frakkanum, því að margt barn- ið hef ég haft í kjöltunni og hafa sum skilið þar eftir held- ur óþægilega minningu um sig. Nei, það er ekki alltaf eins skemmtilegt að vera jóla- sveinn, en samt sem áður mun ég verða það aftur í ár, þ\í að þegar öllu er á botninn hvolft, get ég ekki verið án barnanna. ★ Jólasiður víkinga. Frá fornu fari hafði það verið siður víkinga við jóla- leytið að leggja hönd á stóran gölt og sverja þess eið, að hrinda í framkvæmd með hækkandi sól ákveðnum verkum og drýgja dáðir nokkrar. Þessi heit, sem voru fyrirmynd nýársáformanna síðar meir, voru strengd í góðum fagnaði manna, þar sem allt flóði í miði og öli. Enda þótt menn yrðu ölvaðir, voru þeir skuldbundnir til þess að halda þessi loforð, því að gölturinn var tákn, Sæhrímnis, hins undarlega gölts Óðins. En göltur þessi var alla jafnan etinn í Val- höll, en þó hann væri snædd- ur að kvöldi, var hann vel kvikur að morgni. Hinar tvær hliðar. Oft má sjá tvær hliðar á hverju máli. Þannig er það líka um jólin, á þeim eru tvær hliðar. Þær sjást bezt á þessum tveim myndum. Önnur myndin er afskaplega hátíðleg, unga stúlkan horfir með lotningu á hið flöktandi ljós kertanna, meðan hún lætur hugann reika um öll þau jól, sem hún hefur lifað og um allar gjafirnar, en hin (vonandi spillir hún ekkert jólagleði húsmæðranna) er af uppvaskinu eftir að borð- haldinu er lokið. En þetta til- heyrir jólunum og við þessu er ekkert að segja. ★ HEFNDIN ER SÆT. Franskur skóladrengur, sem fékk lélega einkunn í skóla, hefndi sín grimmilega. Hann setti auglýsingu í dagblað bæjarins, þar sem stóð, að kennarinn Chevert seldi hestatað fyr- ir garðeigendur mjög ódýrt. Næstu daga gerði kennarinn ekki annað en að svara í símann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.