Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 16

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 16
JOL TIL SJOS Sjómenn verða oft að dveljast á hafi úti um jólin fjarri konum sínum og böra- um. í þessari grein lýsir SVEINN SÆMUNDS- SON Eífinu á skipi, sem leggur úr höfn á aðfangadag jóla. Við höfðum hlustað á jólakveðjurnar í útvarpinu, þessar sem ætlaðar eru sjómönnum á hafi úti og það var frekar stutt í þessu til okkar: Annar stýrimað- ur og dagmaður fengu frá fjölskyldun- um og bátsmaðurinn frá gamla pabba og mömmu fyrir vestan. Það var heldur engin sérstök jólastemning um borð. Samt eitthvað öðruvísi en venjulega. Störfin voru unnin eins og öll önnur kvöld á sjónum og það var sjálfsagður hlutur og ekki hefði verið betra að halda daginn hátíðlegan og láta flatreka í brælunni. Brytinn sagði að karlinn biði öllum offiserunum að borða inni hjá sér og þeir afturí ættu að borða í offiséramess- anum. Þetta var gott fyrirkomulag fannst okkur og messaguttarnir voru fegnir að þurfa ekki að fara með mat- inn afturí og renna sér fótskriðu eftir sjóblautu og sleipu dekkinu þegar dall- urinn tók dýfur. Hann hafði verið þvert um daginn og hægur, en suður af Færeyjum fór hann að hvessa og kom aftar og þá var ekki von á matfrið. Sama hvað talað var um frið á jörðu í útvarpinu, enda sagði gamli timburmaðurinn að sjómenn til- heyrðu ekki mannfólkinu um jólin; Þeir væru bara sjómenn. Við vorum rétt seztir þegar dallurinn tók dýfu og draslið fór allt af stað á borðinu. Karlinn sat við endann og lét ýstruna styðja við borðið og glotti. Mað- ur gat ekki annað en komist í gott skap við að sjá karlinn glotta. Það var hans hlátur. Þeir stungu ölflöskunum í jakka- vasana og það kom sér vel og slingur- brettin voru sett upp í snatri og vatni hellt yfir borðbúkinn. ★ Jólaundirbúningur í landi hafði staðið sem hæst þegar lagt var úr höfn. Þeir 14 FALKINN sem voru kvæntir og áttu heimili voru daufir undir niðri en reyndu að leyna því með glensi. Eins og venjulega komu konurnar þeirra og börnin til þess að kveðja. Það, var hálf ömurlegt við höfnina, suð- vestan garri og sleit úr honum skúri annað slagið. Ljósin á hafnarbakkanum hristust í storminum og skuggarnir og Ijósrákirnar á stöðugri hreyfingu, juku á ömurleikann. Þeir sem voru á vakt höfðu rétt tíma til að kveðja og svona stundir eru allt- af andstyggilegar, ekki sízt rétt fyrir jólin. Þegar skipið seig frá hafnarbakk- anum og landfestum var sleppt færðu konurnar sig ofar á bryggjuna og þær sýndust afar litlar og umkomulausar í myrkri og stormi þar sem þær stóðu og veifuðu. Svo snéri skipið stefni til hafs, lóðsinn fór frá borði og sagði góða ferð, strákar, og svo var stormleiðarinn dreginn inn fyrir, gott, og karlinn í brúnni hringdi fullaferð áfram á telegrafið og annar meistari á vaktinni, færði handfangið með olíugjöfinni hægt upp á meðan að- stoðarmaðurinn svaraði fullt áfram á telegrafið og merkti við töfluna: Þrjár örvar áfram. Vélin jók hraðann eftir því sem vél- stjórinn færði handfangið ofar og snún- ingshraðamælirinn fór frá hundrað upp í hundrað og sextíu og skipið var byrj- að að 'hífa á öldunni. Það voru fleiri í vélarúminu, fyrsti meistari og rafvirk- inn og fylgst með mælum og vélarnar hlustaðar og þreifað á legum til þess að kanna hitann og rafmagnsloggið var sett niður úr botninum og það byrjaði að logga. Ef allt gengi að óskum mundi þetta verða svona alla leið, alveg þangað til slegið yrði af við annað land til að taka hafnsögumann um borð, en þá yrðu jól- in líka liðin. Þeir höfðu nokkrir komið hálfir um borð, þeir sem ekki áttu heimili eða höfðu við neitt sérstakt að vera. Kokk- urinn var í eldhúsinu, að gera sjóklárt þegar annar kokkur sem var hálfur kom og vildi hjálpa til, en brytinn kom að og sagði honum að fara að soía strax. Hann ætti að hita kaffi og smyrja brauð á vaktaskiptunum klukkan fjögur. ★ Við vorum byrjaðir að borða kalkún- inn þegar fyrsti stýrimaður og annar meistari komu í borðsalinn. Fyrir matinn hafði þriðji stýrimaður farið upp ásamt hásetunum á hunda- vaktinni og leyst fyrsta stýrimann af. Fyrsti stýrimaður var að vestan og hafði verið mörg jól til sjós. Hann var upp á kant við annan hásetann sem var með honum á vaktinni og sagði hinum hásetanum alltaf hvað hinn ætti að gera. Sama þó sá í ónáðinni stæði við hlið-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.