Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 17

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 17
ina á honum. Þetta breyttist ekkert þó nú væru jól. Samt var fyrsti stýrimað- ur vænsta skinn. Hann var bara svona gerður. Loftskeytamaðurinn kippti af ölinu og sagði að það veitti ekki að mann- broddum í þessum helvítis veltingi. Maður ætti að hafa mannbrodda á löpp- unum til að geta gengið almennilega og einn á rassinum til að geta setið. Karlinn hélt uppi húmornum og skaut á fyrsta meistara sem svaraði í sömu mynt. Tveir gamlir sjóhundar og búnir að sigla lengi saman. Við fórum í offíseramessann á eftir og þetta var mjög heimilislegt, eiginlega í eina skipt- ið á árinu, sem yfirmenn og undirmenn blönduðust um borð og á siglingu. ★ Það venst aldrei að vera úti á sjó á jólunum. Það langar alla til að vera hjá sínu fólki í landi þá. Þá sækir þessi löngun á mann, sem nagar innan frá og sem ekki er hægt að losna við, ekki einu sinni með því að drekka brennivín, Það lætur enginn á þessu bera til sjós á jólum. Slíkt sæmir ekki. Fyrir þá sem ekki eiga heimili er líka gott að njóta þess heimilis, sem skipið er og njóta þess félagsskapar sem þar er að finna. Það er bara þessi þrá eftir heim- ili í landi um jólin, gamlar minningar frá löngu liðnum jólum, ekki ríkum jólum með allsnægtir, heldur góðum jól- um með dagamun og mömmunum, sem gerðu þessa hátíð blessunarríka og pöbbunum, sem voru börnunum ljúfir og góðir og tóku þau á hné sér og sögðu þeim frá því sem gerðist í fjárhúsi langt í burtu, meðan kertaljósin spegluðust í litlum augum sem voru kringlótt af spurn. Þessar minningar koma fram í hug- anum á jólunum, einkanlega til «sjós þegar maður er fjarri sínum og hann á það til að verða dálítið angurvær í ein- rúmi, en aðeins þá. Og þegar miðnættið nálgast og hátíð- legasta stund ársins gengur í garð eru vaktaskiptin. Fjórði vélstjóri og aðstoð- armaður hlaupa niður stigann, fara um allt vélarrúmið athugandi hvern hlut. Þeir sem fyrir eru búast til uppgöngu. Þeir hittast allir við stigann. ,,Góða vakt!“ og þeir fara. í sama mund er þriðji stýrimaður að leysa kollega sinn af í kortaklefanum. Sama stefna, spáin lygnandi. Ætti að verða hægari í endaða hundavaktina. Annar hásetinn gengur að stýrinu, sá sem fyrir er segir stefnuna. Hinn endur- tekur. Útkíksmaður á brúarvæng leys- ir af. „Góða vakt!“ Og skipið heldur áfram. Sjóirnir löðr- unga það og steypast inn yfir borðstokk- inn og velta því, en það heldur eigi að síður áfram inn í myrkrið og jólanótt- ina. Sv. S. fXlkinn 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.