Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 25

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 25
—• Næstu jól náum við í liðsforingjann, enda þótt við þurfum að draga hann hingað á eyrunum! Næstu jól komu, en ekki voru gerð boð fyrir neinn liðsforingja. Samt hafði þessi eina setning orðið til þess, að fólkið í byggðinni var búið að mynda sér ákveðna skoðun á málinu. Það var alkunna, að á þeim árum sem Billinn hafði verið í hernum, hafði hann haft allnáin kynni af Soffíu, dóttur Preutz liðsforingja. En það fylgdi einnig sögunni, að kvöld nokkurt hafi liðsforinginn komið að þeim. Frá- vita af reiði átti hann að hafa veitt honum áverka á öðr- um handlegg með sverði sínu, svo að blóðið sprautaðist úr handleggnum. Seinna komst hann ekki hjá því að hafa samskipti við Billann, en það voru erfiðir skilmálar sem hann setti honum. í votta viðurvist sagði hann drýginda- lega: — Þegar þú getur mælt silfur þitt við mitt, geturðu komið aftur og fengið jómfrú Soffíu. Og svo hafði hann hlegið svo hressilega, að það var engu líkara en maður heyrði hest hneggja. —• Orð eru orð og maður er maður, herra liðsforingi, sagði Billinn. Upp frá þessum degi gerðist Billinn, þessi stolti og heiðarlegi vinnumaður, farandsali. Fólkið hafði orð á því, að það væri syndsamlegt að sjá slíkan mann flakka um með poka á baki og staf í hendi. Hefði ekki verið betra, að hann hefði gift sig inn á Ölstad, því að hún Kari, sem var bóndastúlka þar, hafði í langan tíma neitað mörgum biðlum í von um að fá Billann. Hefði hann slegið til, byggi hann nú á einu stærsta býlinu í byggðarlaginu og væri meðal hinna digrustu bænda þar um slóðir. Nei, Billinn vildi ekki bóndastúlkuna í Ölstad. Hann hafði sett sér æðra og göfugra takmark. Soffía var heldur ekki gift ennþá. Preutz liðsforingi var iðinn við að koma með bæði ríka og tigna biðla. En Soffíu geðjaðist ekki svo vel að neinum þeirra, að hún gæti hugsað sér að bindast þeim upp á lífstíð. Hún dans- aði og skemmti sér með þeim á stóru dansleikjunum í nærliggjandi byggðarlögum og 'hagaði sér rétt eins og einni hefðardömu sæmdi. Kurteisi og tilbeiðsla biðlanna virtist falla henni vel í geð, —■ allt þar til þeir inntu eftir því, hvort þeir hefðu nokkra von. Þá varð hún skjótt kuldaleg í viðmóti við þá og allt að því grimm. Það var eitt sem Soffía, þessi tigna og göfuga jómfrú, gat ekki gleymt enda þótt langt væri umliðið síðan það gerðist. Það var eitt vorkvöld, að faðir hennar og hálft hundrað hermenn komu marserandi niður frá Kjölen. Þeir voru allir rifnir og illa til fara, kolsvartir í framan af púðurreyk og sóti. Meðal þeirra var Bergsveinn Bille. Hann gekk berfættur í krapinu, og óbrynjaður svo að sjá mátti inn á sólbrúnan líkama hans. En stoltur var hann og sterkur eins og konungur. í hvert skipti sem vonbiðill kraup á kné við fætur hennar, lagði hún augun aftur og sá fyrir sér Bergsvein, eins og hann var þetta kvöld. Honum hafði hún gefið heitorð sitt og það ætlaði hún að halda, jafnvel þótt 'hann yrði aldrei meir í þessum heimi en auðvirðilegur farandsali. Ef það var guðs vilji, að þau fengju ekki að eigast — og það fannst henni ótrúlegt — þá ætlaði hún að fara í gröfina sem jómfrú og vera trú hinu stærsta og fegursta sem hún hafði kynnzt í þessu lífi: loforði, sem gefið var um sumarnótt á stíg inni í skógi. Ef til vill hafði það verið heimskulegt og vanhugs- að, eins konar leiðsla, stemning ... Hún hafði hugsað um þetta þúsund sinnum og alltaf komizt að þeirri niður- stöðu, að öðruvísi gæti þetta ekki verið. Hvernig svo sem hún las sitt lífsblað, gat hún ekki strikað yfir eða máð út það sem þar stóð skrifað. Og árin liðu. Bergsvein hitti hún sjaldan. En í hvert skipti sem hún hafði talað við hann, var hún sannfærð um, að öðru vísi gæti þetta ekki verið. Eitt sinn liðu tvö ár, án þess að Soffía sæi eða frétti nokkuð af Bergsveini Bille. Hún eltist mikið á þessum tveim árum. Fyrstu gráu hárin komu í Ijós í vöngunum, þegar fyrstu jólin liðu og það fréttist, að Billinn hefði ekki verið á Bönstu. Hvað var orðið af honum? Hún grét víst mikið þann veturinn hún Soffía Preutz — ekki svo að skilja að nokkur hefði séð hana gráta, en stúlkurnar sögðu, að þegar hún kom úr svefnherbergi sínu á morgn- ana, þá hafi hún verið bæði rauð og þrútin í augunum. Og stúlkan, sem bjó um rúmið hennar, sagði, að svæfill jómfrúarinnar hefði oft verið deigur. Jú, það var ekki um það að villast, að Soffía var sorg- mædd. Guð einn mátti vita, hvort það var út af Billan- um, eða hvort það var eitthvað annað, sem lá henni svo þungt á hjarta. Enginn vogaði sér að spyrja hana um það, ekki einu sinni faðir hennar, sem tók greinilega eftir að einkabarn hans hafði þungar áhyggjur af einhverju, sem var ekki eins og það átti að vera. Þau töluðu lítið saman feðginin. Þau áttu ekki trúnað hvors annars hvorki á einn eða annan hátt. í maí vorið eftir, þegar Jón Bönstu var seint um kvöld einn að plægja við skógjaðarinn fyrir ofan bæinn, stöðv- aði hann hestana við og við og lagði við hlustirnar. Hon- um heyrðist einhver 'hrópa nafn hans, en þegar hann heyrði ekkert frekar, greip hann aftur í taumana og hélt áfram að plægja. -—• Jón! — Já, svaraði hann. — Hver er þar? Hann sá andlit, sem gægðist andartak bak við furutré. Og hann varð að viðurkenna, að honum varð hverft við, þetta gat verið skógardísin, því að það var áliðið kvölds um grózkutímann, kvöldsól og glit á 'hverju blaði, það var lækjarniður og fuglasöngur um öll engi. Það gat sem sagt verið skógardísin, það var tími og veður til þess ein- mitt nú. Og sá sem ekki vildi láta fara illa fyrir sér, mátti ekki svara, þegar hún kallaði. Frh. á bls. 58. SMÁSAGA EFTIR JOHAN FALKBERGET FÁLKINN 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.