Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 29

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 29
Elínborg Lárusdóttir. um haustið bað amma okkur að skreppa nú fyrir sig upp í hæðina fyrir ofan bæ- inn, sem öll var lyngi vaxin, og tína svo- lítið af fallegu lyngi fyrir jólin, meðan enn væri hægt að ná því. Á aðfangadag vorum við kölluð inn til ömmu, en hún bjó í litlu og snotru herbergi, sem mamma hafði látið innrétta handa henni. Og þarna stóð tréð, uppljómað allt, skreytt með bjöllum og ljósum, sem amma hafði komið með frá Þýzkalandi. Það var þá þetta, sem Jósep gamli hafði verið að smíða. Síðan var lesturinn les- inn þarna hjá ömmu og allir voru í há- tíðaskapi, kyrrð og ró var yfir öllum. Ljósin á trénu skinu svo skært og fal- lega, að ég minnist þess ekki, að hafa séð á þeim rúmu fimmtíu árum, sem ég hef unnið á sjúkrahúsum, fallegra og yndislegra jólatré, þó að alltaf hafi mik- ið og vel verið haldið upp á jólin. Þetta var fallegasta jólatré, sem ég hef séð og það stafar ljómi af því, birta bernsku- minninganna af þeirri hátíð, sem mér hefur alltaf verið kærust og heilögust. — Á jóladag var messað að Stað, og sóttu allir, sem gátu, kirkju. Til marks um það, hve fólk var kirkjurækið, komu tveir bændur um það bil dagleið til að hlýða messu. Mér þætti gamap að bæta því hér við, að í mínu ungdæmi voru jólin haldin heilög frá aðfangadag og fram að þrettánda. Við þökkuðum Maríu fyrir frásögn- ina og lögðum leið okkar til frú Gunn- fríðar Jónsdóttur, Freyjugötu 41. Henni sagðist svo frá: — Víst man ég eftir erfiðum jólum. Þetta var árið 1908, ég var þá 19 ára gömul og bjó hjá foreldr- um mínum að Kirkjubæ í Austur-Húna- vatnssýslu. Þetta haust veiktist ég, fékk taugaveiki eða eitthvað afbrigði af henni, mig minnir, að fólk kallaði þetta „para- typus“. Varð ég brátt þungt haldin og var Skarphéðinn Einarsson, homopati, móðurbróðir minn, sóttur. Var hann kunnur fyrir lækningar sínar. Hann gaf mér svo inn meðul við taugaveikinni og átti ég að taka þau inn á tveggja tíma fresti í tólf tíma og ef ég læknaðist ekki þá, sagðist hann ekki geta bjargað. Ég- tók svo meðulin inn, taldi tímana tvo og tvo í senn, en kvaldist alltaf meira og meira, unz 12 tímar voru liðnir, þá varð steinalogn. Ég man, að ég óskaði þess í taugaveikinni að ég dæi. Ég lá svo allt haustið, en þegar 8 vikur voru liðnar fór eitthvað að brá af mér og á aðfangadag var ég orðin svo hress, að ég gat staulazt fram í dyr. Veður var fremur gott, en frost mikið og stilla. Þegar ég vaknaði morguninn eftir og fólkið spurði mig hvort ég ætlaði ekki að fara fram úr og klæða mig, svaraði ég: „Nei, ég er búin að fá lungnabólgu.“ RagnheiSur Hafstein. „Hvernig veiztu það?“ spurði fólkið. „Nú, ég er búin að fá tak,“ anzaði ég. Síðan var Jón læknir á Blönduósi sótt- ur. Og samtímis þessari lungnabólgu fékk ég svo brjósthimnubólgu. Ég hef ekki lifað öllu erfiðari jól. Við þökkum frú Gunnfríði fyrir frá- sögnina og næst heimsóttum við frú Helgu Guðbjartsdóttur, en hún er gift sjómánni og ekki mátti sjómannskonu vanta í hópinn. Henni sagðist svo frá: — Vissulega eru jólin á sjómannsheim- ilunum dálítið frábrugðin jólum á heim- ili, þar sem eiginmaðurinn er heima um jólin. Og þau skipti, sem maðurinn minn hefur verið heima á jólunum eru telj- andi fá. Ég get ekki talið, að jólin hafi verið neitt erfið hjá mér, en manni Gunnfríður Jónsdóttir. Fimm konur segja frá minnisstæðustu jólunum finnst óneitanlega dálítið tómlegt, þeg- ar hann er á sjónum um jólin. Maður situr og vonar fyrir hver jól, að hann komi og verði heima um jólin, en æði oft verður maður. fyrir vonbrigðum. Börnin eru alveg orðin hissa á þessu, þau fóru til dæmis að spyrja að því í sumar, hvort pabbi yrði heima um jól- in. Þau muna varla eftir því, að hann hafi verið heima um jólin. En það bæt- ir mikið úr skák, að þá eru alltaf eins og jól, þegar hann kemur í land. Því næst heimsóttum við frú Ragn- heiði Hafstein og sagðist henni svo frá: -—■ Svo er guði fyrir að þakka, að ég hef ekki lifað nein erfið jól. Þvert á móti hefur jólahátíðin alltaf verið gleði- hátíð, fyrst á mínu bernskuheimili, þar sem ég ólst upp hjá yndislegum foreldr- um, sem gerðu jölin að ógleymanlegri hátíð fyrir okkur systkinin og ávallt ríkti á bernskuheimili mínu gleði og friður á jólunum. Eftir að ég eignaðist mitt eigið heimili, hef ég ætíð reynt að feta í fótspor pabba og mömmu, hvað undirbúning fyrir jólin og tilhögun allra hátíðisdaganna snertir, enda hef ég að- eins lifað glöð og ánægjurík jól með Frh. á bls. 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.