Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 33

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 33
húsi af því að frú Bráten er að borða? sagði pabbi. — Ég er viss um, að hún heyrir til ykkar, sagði Magga. — Ég hélt nú, að það væri sápuskömmtun, sagði pabbi. — Þann dag, sem ekki finnst eitt einasta sápustykki, verðið þið karlmennirnir á- nægðir sagði mamma. Og svo hló hún eggjandi hlátri. —- Uss, sagði pabbi, skelfd- ur á svip, svo fetti hann sig og bretti og benti í áttina til eldhússins. Við erum ekki al- ein í húsinu. — Uss, sagði Magga. Ég held, að þið hafið alveg gleymt frú Bráten. — Hvað skyldi hún halda um börn, sem ussa á foreldra sína? sagði pabbi. — Hefðum við ekki getað haft það notalegt um jólin án þess að jólahreingerning hefði farið fram? spurði ég. Svo fór pabbi á skrifstofuna án skjalatösku, en það gerði sosum ekkert til því að í ljós kom, að skjalataskan var á skrifstofunni. 8. desember. Ég heyrði mömmu segja við pabba, að hún og frú Martin- sen hefðu talað um, að fjöl- skyldurnar ættu að slá sér saman á aðfangadagskvöld. Við vorum fjögur og gátum ekki náð í kringum jólatréð og þau voru fjögur og gátu það ekki heldur. En átta náðu örugglega í kringum jólatréð. Auk þess gat frú Martinsen útvegað niðursoðið skinka og mamma hafði önglað saman tíu kaffibaunum. Pabbi og Martinsen eru gamlir skólabræður og vinir. Þegar þeir hittast gera þeir ekki annað en tala um það, sem kom fyrir meðan þeir voru í skóla. Og þegar þeir tala um hina félagana, hlæja þeir svo ofsalega, að allt leik- ur á reiðiskjálfi. Pabbi og Martinsen voru víst þeir einu, sem eitthvað kunnu í bekkn- um. Ragnheiður Martinsen er dóttir Martinsens. Hún held- ur víst sjálf, að hún sé afskap- lega yndisleg með þennan ljósa hárlubba, sem hún vingsar til og frá og getur aldrei látið í friði. En hún er minnsta kosti ekkert fyrir minn smekk. Ég vil hafa þær dökkhærð- ar. 12. desember. Ef ég gifti mig nokkurn tíma, sem ég að öllum líkind- um geri ekki, mun ég krefj- ast þess af konunni minni, að hún steiki kleinur eins og við fáum heima. Ekki bleikar og harðar né með smáblöðrum, nei, þær eiga að vera gular og stökkar. Það eina, sem ég get fundið að kleinunum okkar, er það, að þær, sem búa þær til eru svo undarlegar. — Taktu þessar og farðu, sagði mamma, og setti fjórar kleinur á disk fyrir mig. Svona nokkuð fær dálítið á mann, þegar maður kemur þreyttur og uppgefinn heim úr skólanum. Því var allt öðruvísi varið, þegar pabbi kom heim. Og hann sem situr í heimsins bezta skrúfustól allan daginn. Þá hlupu mamma og Málfríð- ur upp og opnuðu alla glugga, enda þótt þær hefðu sagt mér, að ég yrði að draga andann með tilhlýðilegri lotningu því að það væri ekki víst, hvenær ég fengi aftur að anda að mér hinni indælu kleinulykt. — Þær renna vel uppi í manni, sagði pabbi. — Og ég sem drýgði svo- lítið deigið, sagði mamma glettnislega. Meira að segja ekki svo lítið, bætti hún við. Það varð úr að bæði fjöl- skylda Martinsens og fjöl- skylda Sörens frænda kæmu og dveldust hér um jólin. Pabbi og mamma segja, að þau langi til að jólin verði svolítið eftirminnileg núna. 17. desember. Ég sá pabba fara inn í sportvörudeild Evensens. Von andi rennur það upp fyrir honum bráðlega, að til er nokkuð, sem heitir svigskíði. En ég þori að veðja um það, að hann segir við afgreiðslu- manninn: ,,Þegar ég var strákur, höfum við aðeins ask- skíði með spanskreyrsbind- ingum, en við lærðum samt að standa á skíðum“. Mig langaði að fara inn og gefa honum nokkur góð ráð, en ég vildi ekki, þegar allt kom til alls, taka þá gleði frá Frh. á bls. 50 FÁLKINN 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.