Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 50

Fálkinn - 13.12.1961, Page 50
gömlum fötum. Andartak stóð hún upplýst í dyrunum, og Alice sá, að hún var mjög föl og augu hennar glönsuðu eins og hún hefði sótthita.... Hver var þessi ókunna kona og hvaðan hafði hún komið? Nú lokaði hún dyrunum á eftir sér og nálgaðist óðum, en fyrst þegar Alice heyrði hana biðja lágt fyrir þeim, sem hún elskaði, rann upp ljós fyrir henni og hún vissi hver þetta var. Hún fann ekki til hinnar minnstu hræðslu við þessa veslings konu, held- ur þvert á móti fann hún til með henni og vildi reyna að hugga hana. Hún fann til gleði yfir því að vita. hvar Rudolf var og ekkert var sjálfsagðara en segja henni það. svo að hún gæti fundið hann, áður en það væri um seinan. Hún gekk áköf nokkur skref niður og kallaði lágt: — Teresa! Þá sneri konan sér við í hendings kasti, andlitið afmyndaðist af hræðslu. Það heyrðist hár hvellur og vindurinn gnauðaði hærra en áður. Það slokknaði á kerti Alicar og kolsvart myrkrið umlukti hana á allar hliðar. Dyrnar inn í stofuna voru lokaðar og raddirn- ar þagnaðar. Fyrst nú var það,semAlice skildi hvað hafði gerzt. Sýnin hafði verið svo fullkomlega eðlileg og lifandi, að Alice fann ekki til neins ótta. Hún sá eins og í þoku garðyrkjumanninn og hina ungu stofustúlku koma út úr eld- húsinu með olíulampa. Garðyrkjumað- urinn gat naumlega O'pnað dyrnar. Á gólfinu lá stór snjódyngja, þar sem Teresa hafði staðið. Alice stóð hreyfingarlaus og hallaði sér upp að dyrastafnum. Hún hélt stöðugt á slokknuðum kertastjakanum. Hvað vildi Teresa? Hvers vegna hafði hún komið til hennar? Hún hlaut að hafa einhvern boðskap að flytja henni og skyndilega skildi hún hvað um var að vera. Hún sneri sér að garðyrkju- manninum: -— Olsen! Eigið þér nokkra stormlukt? Þér verðið að fara út alveg á stund- inni. Takið hunda með yður. Maðurinn minn er í hættu staddur og við verðum að finna hann, áður en það er um seinan. Garðyrkjumaðurinn starði undrandi á hana: — Út? Núna? Já, en herra Thorsen ætlaði ekki að koma fyrr en í kvöld? — Ég hef fengið skilaboð um, að hann sé á leiðinni. Og flýtið þér yður nú að komast af stað. Það er dagsatt, sem ég segi. Hann er þarna úti í bráðri hættu staddur, — ég veit það. Garðyrkjumaðurinn leit á Gerðu þjónustustúlku, sem kom að í þessum svifum. — Ef þið haldið að ég sé gengin af vitinu, þá er það misskilningur. Ef þið viljið ekki fara, þá fer ég sjálf. Alice sneri sér við og hljóp upp stig- ann. í skyndi tók hún fram hlý föt og tók að klæða sig í þau. Andartaki síðar kom Gerða upp til hennar. —- Olsen er farinn, frú. Hann ætlaði að fara til smiðsins og fá hann með sér. Þér megið ekki vera reið, en skiljið þér síminn hefur verið b'ilaður síðustu tvo klukkutímana, svo að hann var svo undrandi yfir því_ að frúin skyldi hafa fengið skilaboð. Hún leit spyrjandi og forvitnislega á hina ungu húsmóður sína. — Það skil ég mæta vel. Nú munið þið finna hann, áður en það verður um seinan, svaraði Alice hin rólegasta. Þau fundu bílinn stórskemmdan flæktan í greinum gamals trés, sem vindurinn hafði fellt þvert yfir veginn við afleggjarann. Allan hafði kastast út í snjóinn. Hann hafði hlotið heilahristing og kom ekki aftur til meðvitundar fyrr en morguninn eftir, þegar sólin skein inn um gluggann til hans.... Nokkru seinna settist Alice við rúmstokkinn hjá honum og sagði honum söguna um heimsókn Teresu . . . I dagsins önn Frh. af bls. 38 eftir jól, eins og maður sé ánægður að fá þau inn til sín fyrir jólin. En það verður að hafa ljós á trénu, og eitthvert skraut. Erfiðast er að finna litlu, snyrti- legu kassana, sem maður pakkaði öllu draslinu í eftir jólin í fyrra. Þegar þeir eru komnir í leitirnar, kemur í Ijós, að þetta var nú allt miklu fátæk- legra en minnið hafði gert ráð fyrir. Þá rifjast það upp, að toppurinn hafði víst brotnað í fyrra og ein eða tvær kúlurnar. En þetta kemur ekki í ljós fyrr en á sjálfan aðfangadaginn, svo það verður að hafa snör handtök við að útvega nýtt í staðinnn. Þegar allt er komið sem til þarf, er hægt að skreyta tréð. Þá er viss list að koma ljósunum fyrir með liprum fingr- um, því ef ódýra tréð hefir verið keypt, verður að fara varlega með það, svo ekki byrji að hrynja niður á ný hreins- að og ryksogið teppið. Nú, þetta tekst nú máske vel, og hægt er að setja í samband, en vitaskuld kviknar ekki á seríunni. Ein pera er ónýt, og jólaserí- ur eru svo tæknilega frumstæðar, að ómögulegt er að sjá, hvaða pera er ó- nýt. Klukkan er farin að ganga fimm, og þeir eru þá lukkunnar pamfílar, sem eiga aukaperur. Ég verð vanalega að hringja í alla kunningjana og þeytast síðan út til að ná í peru. Á endanum tekst þetta þó allt og svo koma blessuð jólin. GLEÐILEG JÓL! Dagur Anns. 48 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.