Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 59

Fálkinn - 13.12.1961, Page 59
reykháfinn og lætur jólagjaf- irnar í sokka, sem börnin hafa látið við arininn. Þar finna þau gjafirnar á jóladagsmorgun. Og einu sinni var lítil telpa, sem átti íslenzkan pabba og enska mömmu. íslenzki jóla- sveinninn gaf henni sápu í jólagjöf á aðfangadagskvöldi, en af því að hún vorkenndi svo enska jólasveininum að þurfa að fara niður um reyk- háfinn um nóttina, þá skildi hún sápuna eftir fyrir hann við arininn. Hún vissi að reyk- háfurinn var svo óhreinn að innan. Bandaríski jólasveinninn kemur heldur ekki fyrr en á jóladagsmorgun. Hann ekur í vagni og hefur ávallt hreindýr fyrir, því að dómi bandarískra barna býr jólasveinninn hjá Eskimóunum. Hann ekur ofar skýjum og kastar jólagjöfun- um niður um reykháfinn. En veslingurinn lenti í vandræð- um einu sinni. Hann var send- ur til lítils drengs í Reykja- vík, sem átti bandarískan pabba, og jólasveinninn fann hvergi reykháfinn á húsinu hans. Jólasveinninn skildi ekkert í þessu, því hvernig átti hann að vita hvað hita- veita var? Áströlsku jólin líkjast mest enskum jólum. Þar sem greni- tré þekkjast ekki, eru aðrar trjátegundir notaðar í jóla- tré, og þær skreyttar með ljósum. Jólamaturinn er kalk- úni og plómubúðingur, og einnig er ástralska pokadýrið framreitt í ýmsum myndum. Sá siður er viðhafður að hengja upp mistiltein um jóla- leytið, og þau pör, sem hittast við hann, mega kyssast. Er það víst óspart notað. Og þegar við íslendingar förum út í marrandi vetrar- snjó til að skoða jólatrén, sem vinabæirnir á Norðurlöndum hafa sent til íslands fyrir jól- in, þá fara Ástralíubúar á bað- ströndina og baða sig í sjón- um og heitri sumarsólinni. Og svo að við lítum nú í gagnstæða átt á jarðarkúlunni, þ. e. alla leið til Grænlands, þá skulum við skyggnast um í litlu grænlenzku þorpi. Viku fyrir jól er húsmóðir- in önnum kafin við kökubakst- ur og börnin við tilbúning á jólaskrauti. Síðla sumars hef- ur heimilisfaðirinn safnað sér lyngi, sem hann hefur grafið í snjóinn eftir að snjóa tók. Þá helst það grænt til jóla, og þá snýr hann það utan um marg- ar trjágreinar og býr til úr þeim jólatré. Um áttaleytið á aðfanga- dagsmorgun fara börnin með gjafir til ættingja og vina, og kuldinn, sem bítur á kinnarn- ar, hverfur af eftirvæntingu. Klukkan eitt eftir hádegi fer fólk í kirkju, skólabörnin lesa úr jólaguðspjallinu, eitt í einu, og síðan syngja þau sálma. Allir eru í nýjum og fínum fötum. Eftir guðsþjónustu halda börnin áfram að fara með jólagjafir, og alls staðar ilmar af kaffi og nýbökuðum kökum, og lifandi ljós setja hátíðablæ á heimilin. Klukkan f jögur hittast flest- ir íbúar þorpsins aftur í kirkjunni og hlýða á hina eig- inlegu jólaguðsþjónustu. Jóla- tré eru tendruð við altarið, presturinn les jólaguðspjallið, og að lokum standa allir á fætur og syngja saman græn- lenzka jólasálminn, Cuterput. Eftir það hraða allir sér heim til að borða jólamatinn, hrein- dýrakjöt og einhvern góðan ábætisrétt. Eftir matinn sezt fjölskyldan við jólatréð með jólagjafirnar. Seinna um kvöldið fara börnin út með heimatilbúnar pappírsluktir, ganga hús frá húsi og syngja jólasálma fyr- ir utan hvert heimili. Þegar börnin koma heim, eru vasar þeirra fullir af kökum, sem þau hafa fengið fyrir söng sinn. Þreytt og hamingjusöm fara þau svo að sofa. En þá tekur annar hópur af ungu fólki við, sem gengur syngj- andi hús frá húsi. Það er gam- all grænlenzkur siður, sem mikið er lagt upp úr. Margir láta þá tvö logandi ljós út í gluggann, til merkis um að íbúarnir hafi vaknað og séu að hlusta. Á þennan hátt óska Grænlendingar Judtdlime piv- dluaritse eða gleðilegra jóla. Þannig eru jólasiðirnir ó- líkir í hinum mörgu löndum heimsins og jafnvel meðal hinna ýmsu heimila í hverju landi. Menn leita hamingj- unnar á margvíslegan hátt. sumir finna hana, en aðrir leita til einskis. Og kannski er til einhver, sem alls ekki leit- ar. En yfir fæðingarstað frels- arans í Betlehem er lítil og óséleg kirkja, og allir, sem þangað koma, munu finna hina sönnu guðræknislegu kennd. Þar inni ríkir sérstök og heilnæm ró, og þótt kirkj- an geti ekki státað af háum turnum og spírum og sé ekki skreytt með ríkulegum út- skurði eða myndum eftir fræga meistara, þá minnir hún í yfirlætisleysi sínu enn frek- ar en aðrar kirkjur á barnið, sem fæddist í fjárhúsinu í Betlehem á jólanótt. UPPÞVOTTURINN VERÐUR hreinasti barnaieikur B L I K fjarlægir mjög auðveldlega alla fitu og skilar leirtauinu taumalausu og gljáandi B L I K hentar því mjög vel í allan uppjovott, en einkum er það gott fyrir allar uppþvottavélar Blik gerir létt um vik — Blik gerir létt um vik — Blik gerir létt um vik — Blik Gleðinnar hátíð... Frh. af bls. 25. FÁLKINN 57

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.